Það fer ekki fram hjá neinum að umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga. Í allri samfélagsumræðunni sem víða fer fram koma umhverfismálin fyrir með margvíslegum hætti. Flestir telja mannkynið standa frammi fyrir mikilli vá þar sem gengið hafi verið of nærri náttúrunni með þeim lífsháttum sem hluti jarðarbúa hefur tamið sér. Benda á hamfarahlýnun, búsvæðaeyðingu og mengun. Mörk jarðarinnar séu ekki virt sem skyldi. Aðrir eru í vafa og taka vissulega undir að margt mætti betur fara. Enn aðrir blása á allt tal um að mannkyninu standi einhver hætta af lifnaðarháttum sínum. Telja umhverfisógn af manna völdum vera ýkta og jafnvel ósanna.

Stundum er deilt um hversu vel er staðið að málum sem snerta loftslagsvá. Stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaáætlun sem er mjög svo athyglisverð og stórfróðleg. Minna má á að loftslagsdagurinn 2024 er í næstu viku.

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að umhverfissinnar hér og þar í heiminum hafa beitt þeirri óvenjulegu aðferð að líma sig við ramma kunnra listaverka og með því notað verkin sem miðil til að fleyta áfram sjónarmiðum sínum. Í sumum tilvikum hafa þeir jafnvel veist að verkunum, slett á þau tómatsósu og matarleifum.

Enskir fjölmiðlar hafa stundum sagt frá því þegar kirkjufólk hefur lagst eða sest á mikilvægar samgönguæðar eða hlekkjað sig við farartæki í mótmælaskyni við notkun og nýtingu jarðefnaeldsneytis.

Það þykir tíðindum sæta þegar aðgerðasinnaðir eldri borgarar grípa til róttækra aðgerða í baráttunni gegn umhverfisspillingu. Prestur og líffræðingur á níræðisaldri veittust í síðustu viku að hinu fræga skjali, Magna Carta, í British Library.

Presturinn hélt við meitil sem settur var ofan á glerið og líffræðingurinn lét þung högg falla á hann með slaghamri – hér er myndskeið af því. Þær héldu á spjaldi sem á stóð: Stjórnin brýtur lög. Síðan límdu þær sig við sýningarkassann með skjalinu. Skemmdir voru óverulegar og sjálft skjalið fræga slapp. Þessar eldri konur voru að mótmæla notkun á jarðefnaeldsneyti og eru félagar í samtökunum Just Stop Oil.

En hingað heim.

Þjóðkirkjan hefur sýnt umhverfismálum áhuga. Á hennar vegum starfar umhverfisnefnd og græn kirkja er til. Einnig var samþykkt umhverfisstefna sem og nokkuð viðamikil aðgerðaáætlun í umhverfismálum. Skínandi góð handbók um umhverfismál var gefin út. Þá hefur verið ályktað um þessi mál á kirkjulegum vettvangi. Kirkjuþing samþykkti að öll ferðalög á vegum kirkjustjórnarinnar skyldu kolefnisjöfnuð innan þriggja ára frá 2019 en síðar var henni frestað til 2021 og ákveðið að umhverfishópur þjóðkirkjunnar ynni að málinu í samvinnu við Umhverfisstofnun. Þá samþykkti kirkjuþing 2019 þingsályktunartillögu um að lýsa bæri yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum.

Skjáskot af forsíðu heimasíðu þjóðkirkjunnar, kirkjan.is

Þjóðkirkjan hefur því verið mjög svo vakandi í þessum málaflokki og staðið til dæmis að endurheimt votlendis. Gaman væri hins vegar að fá fréttir af því hvernig málin standi og hvað sé á seyði úti í söfnuðunum í umhverfismálum.

Það var nefnilega óvænt ánægja að rekast á stefnuhlaðna mynd á heimasíðu þjóðkirkjunnar í dag og skjáskotið hér hægra megin er tekið úr henni. Einmitt. Eitt af forgangsmálum þjóðkirkjunnar eru umhverfismálin. Einmitt!

Í umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar segir svo:

Lífið og tilveran öll er sköpunarverk Guðs. Lífið er heilagt og hefur eigið gildi. Manneskjan er hluti af náttúrunni en ekki yfir hana hafin. Hún ber jafnframt sérstaka ábyrgð vegna stöðu sinnar í sköpunarverki Guðs samkvæmt gyðing-kristinni hefð. Þeirri ábyrgð fylgir sú siðferðilega skylda að hlú að öllu lífi. Hlutverk mannkyns er að yrkja jörðina, vernda hana og næra, og nýta gæði hennar af umhyggju og virðingu með sjálfbærni að leiðarljósi

Þetta er svo sannarlega hægt að taka undir. Auk þess segir í umhverfisstefnunni:

Við boðum lífsmáta sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, sóun orku og matar og notkun skaðlegra umbúða.

Já, gaman væri að fá fréttir af Grænu kirkjunni um það til dæmis hve margar kirkjur hafi bæst í hóp grænna kirkna, eða grænna safnaða.

Sumarið kemur til okkar í allri dýrð sinni. 

Eins og í svo mörgu öðru eru orð til alls fyrst. Ekki skortir orðin í umhverfismálunum og því er spurt um aðgerðir hvort heldur hjá þjóðkirkju eða stjórnvöldum.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það fer ekki fram hjá neinum að umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga. Í allri samfélagsumræðunni sem víða fer fram koma umhverfismálin fyrir með margvíslegum hætti. Flestir telja mannkynið standa frammi fyrir mikilli vá þar sem gengið hafi verið of nærri náttúrunni með þeim lífsháttum sem hluti jarðarbúa hefur tamið sér. Benda á hamfarahlýnun, búsvæðaeyðingu og mengun. Mörk jarðarinnar séu ekki virt sem skyldi. Aðrir eru í vafa og taka vissulega undir að margt mætti betur fara. Enn aðrir blása á allt tal um að mannkyninu standi einhver hætta af lifnaðarháttum sínum. Telja umhverfisógn af manna völdum vera ýkta og jafnvel ósanna.

Stundum er deilt um hversu vel er staðið að málum sem snerta loftslagsvá. Stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaáætlun sem er mjög svo athyglisverð og stórfróðleg. Minna má á að loftslagsdagurinn 2024 er í næstu viku.

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að umhverfissinnar hér og þar í heiminum hafa beitt þeirri óvenjulegu aðferð að líma sig við ramma kunnra listaverka og með því notað verkin sem miðil til að fleyta áfram sjónarmiðum sínum. Í sumum tilvikum hafa þeir jafnvel veist að verkunum, slett á þau tómatsósu og matarleifum.

Enskir fjölmiðlar hafa stundum sagt frá því þegar kirkjufólk hefur lagst eða sest á mikilvægar samgönguæðar eða hlekkjað sig við farartæki í mótmælaskyni við notkun og nýtingu jarðefnaeldsneytis.

Það þykir tíðindum sæta þegar aðgerðasinnaðir eldri borgarar grípa til róttækra aðgerða í baráttunni gegn umhverfisspillingu. Prestur og líffræðingur á níræðisaldri veittust í síðustu viku að hinu fræga skjali, Magna Carta, í British Library.

Presturinn hélt við meitil sem settur var ofan á glerið og líffræðingurinn lét þung högg falla á hann með slaghamri – hér er myndskeið af því. Þær héldu á spjaldi sem á stóð: Stjórnin brýtur lög. Síðan límdu þær sig við sýningarkassann með skjalinu. Skemmdir voru óverulegar og sjálft skjalið fræga slapp. Þessar eldri konur voru að mótmæla notkun á jarðefnaeldsneyti og eru félagar í samtökunum Just Stop Oil.

En hingað heim.

Þjóðkirkjan hefur sýnt umhverfismálum áhuga. Á hennar vegum starfar umhverfisnefnd og græn kirkja er til. Einnig var samþykkt umhverfisstefna sem og nokkuð viðamikil aðgerðaáætlun í umhverfismálum. Skínandi góð handbók um umhverfismál var gefin út. Þá hefur verið ályktað um þessi mál á kirkjulegum vettvangi. Kirkjuþing samþykkti að öll ferðalög á vegum kirkjustjórnarinnar skyldu kolefnisjöfnuð innan þriggja ára frá 2019 en síðar var henni frestað til 2021 og ákveðið að umhverfishópur þjóðkirkjunnar ynni að málinu í samvinnu við Umhverfisstofnun. Þá samþykkti kirkjuþing 2019 þingsályktunartillögu um að lýsa bæri yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum.

Skjáskot af forsíðu heimasíðu þjóðkirkjunnar, kirkjan.is

Þjóðkirkjan hefur því verið mjög svo vakandi í þessum málaflokki og staðið til dæmis að endurheimt votlendis. Gaman væri hins vegar að fá fréttir af því hvernig málin standi og hvað sé á seyði úti í söfnuðunum í umhverfismálum.

Það var nefnilega óvænt ánægja að rekast á stefnuhlaðna mynd á heimasíðu þjóðkirkjunnar í dag og skjáskotið hér hægra megin er tekið úr henni. Einmitt. Eitt af forgangsmálum þjóðkirkjunnar eru umhverfismálin. Einmitt!

Í umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar segir svo:

Lífið og tilveran öll er sköpunarverk Guðs. Lífið er heilagt og hefur eigið gildi. Manneskjan er hluti af náttúrunni en ekki yfir hana hafin. Hún ber jafnframt sérstaka ábyrgð vegna stöðu sinnar í sköpunarverki Guðs samkvæmt gyðing-kristinni hefð. Þeirri ábyrgð fylgir sú siðferðilega skylda að hlú að öllu lífi. Hlutverk mannkyns er að yrkja jörðina, vernda hana og næra, og nýta gæði hennar af umhyggju og virðingu með sjálfbærni að leiðarljósi

Þetta er svo sannarlega hægt að taka undir. Auk þess segir í umhverfisstefnunni:

Við boðum lífsmáta sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, sóun orku og matar og notkun skaðlegra umbúða.

Já, gaman væri að fá fréttir af Grænu kirkjunni um það til dæmis hve margar kirkjur hafi bæst í hóp grænna kirkna, eða grænna safnaða.

Sumarið kemur til okkar í allri dýrð sinni. 

Eins og í svo mörgu öðru eru orð til alls fyrst. Ekki skortir orðin í umhverfismálunum og því er spurt um aðgerðir hvort heldur hjá þjóðkirkju eða stjórnvöldum.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir