Kirkjublaðið.is hefur stundum fjallað um nýútkomnar ljóðabækur.

Ljóð eru holl fyrir sálina og mál þeirra er margradda og vekja upp ýmsar tilfinningar hjá lesendum.

Ljóð tala til hvers og eins með sínum hætti. Orð þeirra og hugsun banka upp á í hugskoti okkar af kurteisi og alvöru. Stundum af ákefð því að höfundi liggur margt á hjarta. Þó að hugsun í sumum ljóðum geti verið flókin og jafnvel dulbúin þá vekur hún lesandann með sérstökum hætti. Fær hann til að hugsa í framhaldinu – samtal verður til milli ljóðs og lesanda. Það er í raun hið sameiginlega listræna augnablik höfundar og lesanda. Ljóðin eru líka mörg hver lesin aftur og aftur í annasömum hversdeginum.

Jón Hjartarson les upp úr ljóðabók sinni í útgáfuteiti sem haldið var sl. fimmtudag. Jón er fjölhæfur listamaður, leikari, leikstjóri, ljóðskáld, pistlahöfundur og söngtextahöfundur – mynd: Kirkjublaðið.is

Í vikunni kom út ljóðabókin Tæpasta vað. Höfundur hennar er Jón Hjartarson sem getið hefur sér gott orð sem leikari, leikstjóri og rithöfundur. Þetta er önnur ljóðabók hans. Jón hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir ljóðabókina Troðninga.

Ljóð hans eru sum hver á mörkum prósatexta og ljóðs en þar er reyndar náinn skyldleiki á milli. Í knöppu formi og oft með sterkum myndleiftrum er brugðið upp hvort tveggja í senn liðnum atburðum og þeim sem nú ganga yfir. Ljóðatextinn er oft þéttofinn en þrátt fyrir það er hann góður lesbiti sem skilur eftir umhugsunarvert eftirbragð. Segja má líka að ljóðin séu afar lesvæn með tilliti til þess að sum þeirra birtast sem ein heild á spjaldi sem lesið er í einum rykk. Lesandi nær hugsun og merkingu í einni svipan. Við annan lestur og þriðja koma jafnvel fleiri merkingar í ljós og nýjar myndir í huga lesandans. Það er galdur ljóðsins og fimi skáldsins sem þar býr að baki.

Ljóðabókin geymir 74 ljóð og skiptist í fjóra þætti: Vorbjartar raddir, Stöldrum við; En barnið grætur; Stjörnur brosa hlýlega.

Ljóðskáldið fylgir lesanda sínum um út í náttúruna og skoðar með honum fugla, holt og gróðurlendi. Náttúran á sterk ítök í skáldinu enda það alið upp við rætur Snæfellsjökuls. Skáldið rifjar sitthvað upp úr æsku sinni og margt minnir eflaust á æsku annarra því þau ár eiga sér oft furðu ríkan samhljóm þó að margt skilji á milli. Þar næst samband milli skálds og lesanda vegna þeirrar einföldu staðreyndar að allir hafa átt æsku hvernig sem hún nú var. Ljóðið Net:

saga
okkar
verður slegin í vef
ósýnilegum þráðum
flúrað skýjateppi
sagnaritarar
þurfa að veiða
merkingu
í möskva
morgundagsins (bls. 64)

Og skáldið rennir augum yfir líf sitt í ljóðinu Ellin:

man vel
bjartar vökunætur
bernskunnar
sælu uppvaxtaráranna
þegar allt lék í lyndi
eilíft sólskin í minningunni
fullorðnar áhyggjur
ekki  vaxnar úr grasi
man síður
dómsdaga
sálarstríð
nístandi efa
tilvistarkreppu
og kvíðaköst
unglingsins (bls. 62).

Auga skáldsins er vakandi og umhyggjusamt fyrir landi og lýð. Mengun náttúrunnar veldur höfundi áhyggjum og þær endurspeglast í nokkrum ljóðum hans. Skáldið ann náttúrunni og kemur það fram í mörgum ljóðanna.

Sterkri sviðsmynd af fæðingarstað ljóðskáldsins er brugðið upp með snjöllum hætti og kannski eilítið angurværum en slíkt hæfir mjög svo ljóðinu Hellissandur:

draumkennd mynd úr bernsku
átakanlega falleg
lífið
fiskur og rollur
eldhúsumræður í götuhúsum
stundum hráslagalegir dansleikir
eða trúarkvöldvökur
í samkomuhúsinu
hraunið með öllum sínum klettaborgum
gjótum og skútum
ævintýraland krakkanna
fjölskylduferðir í berjamó
smalamennska og réttir
hamingjustundir
í fátæklegum
sjálfsþurftabúskap (bls. 80).

Ljóðskáldið setur fram sterkt ættjarðarljóð ef svo má segja. Að minnsta kosti er titill þess Ísland en það geymir líka umhugsunarverða bókmenntalega skírskotun:

farsældar frón
er hundrað metra
gámaskip
tilsýndar eins og íbúðablokk
á hægri siglingu inn sundin
færandi varninginn heim
um langvegu sóttan
úr þrælakistum
hinum megin
á hnettinum (bls. 31)

Þó að ljóðið beri með sér ættjarðarástarsvip þá er fólgin í því snörp samfélagsgagnrýni sem ógerlegt er að leiða hjá sér. Þrælakistur finnast nefnilega líka hér á landi eins og dæmin sanna.

Í fjarska en þó í túnfætinum búa ýmsar hættur og sjálf manneskjan getur verið ískyggileg. Höfundurinn er friðarsinni. Sturlun sú sem forkólfar þjóða og hugsjóna gangast fyrir í styrjöldum er hörmuleg og þversagnakennd. Ljóðið Hugarstríð:

þversagnakennt
að elska friðinn
hversu heitt við þráum
hve ákaft við óskum
innilega við biðjum
þegar vopnagnýr
bergmálar
úr garði nágrannans
þar sem börn ættu að vera
að leik  (bls. 58)

Höfundur víkur einnig að hörmungum heimsins í ljóði sem hann nefnir Ákall. Í því má finna trúarlegan þráð:

meðan þín náð
hljóðar gömul bæn
en hvar er miskunn
lýði og byggðum
í guðlausum heimi
gegn ofsa eldanna
sökkvandi byggðum
skrælnandi ökrum
höfum við haldbær ráð
við sem trúum á tækni
og mátt vísindanna
kemur sá dagur ef til vill
þrátt fyrir efann
að við biðjum
um náð (bls. 52)

Snæfellingurinn og listamaðurinn Jón Hjartarson yrkir að sjálfsögðu um Jökulinn – hvað annað:

þegar þú
hættir
að loga
og fjarlægðin
gerir þig
eins og
fjöllin blá
hver leikur
þá fyrir okkur
sólarlagið (bls. 76)

Hvert ljóðið er öðru betra í ljóðabók Jóns og því var úr vöndu að ráða við val á ljóðum í þessa umfjöllun um bókina.

Kirkjublaðið.is óskar Jóni Hjartarsyni til hamingju með þessa fallegu og innihaldsríku ljóðabók. Hún er ein af þessum ljóðabókum sem maður grípur í aftur og aftur.

Kirkjufólk ætti að lesa ljóð því að þau eru ættskyld trúarlegum textum. Söfnuðir ættu að hafa ljóðakvöld og bjóða safnaðarfólki að koma með ljóð til að lesa og leggja jafnvel út af þeim. Og auðvitað ætti líka að bjóða ljóðskáldum að lesa upp ljóð og ræða um ljóðlistina.

Tæpasta vað, eftir Jón Hjartarson. JPV-útgáfa, 2024, 88 blaðsíður.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is hefur stundum fjallað um nýútkomnar ljóðabækur.

Ljóð eru holl fyrir sálina og mál þeirra er margradda og vekja upp ýmsar tilfinningar hjá lesendum.

Ljóð tala til hvers og eins með sínum hætti. Orð þeirra og hugsun banka upp á í hugskoti okkar af kurteisi og alvöru. Stundum af ákefð því að höfundi liggur margt á hjarta. Þó að hugsun í sumum ljóðum geti verið flókin og jafnvel dulbúin þá vekur hún lesandann með sérstökum hætti. Fær hann til að hugsa í framhaldinu – samtal verður til milli ljóðs og lesanda. Það er í raun hið sameiginlega listræna augnablik höfundar og lesanda. Ljóðin eru líka mörg hver lesin aftur og aftur í annasömum hversdeginum.

Jón Hjartarson les upp úr ljóðabók sinni í útgáfuteiti sem haldið var sl. fimmtudag. Jón er fjölhæfur listamaður, leikari, leikstjóri, ljóðskáld, pistlahöfundur og söngtextahöfundur – mynd: Kirkjublaðið.is

Í vikunni kom út ljóðabókin Tæpasta vað. Höfundur hennar er Jón Hjartarson sem getið hefur sér gott orð sem leikari, leikstjóri og rithöfundur. Þetta er önnur ljóðabók hans. Jón hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir ljóðabókina Troðninga.

Ljóð hans eru sum hver á mörkum prósatexta og ljóðs en þar er reyndar náinn skyldleiki á milli. Í knöppu formi og oft með sterkum myndleiftrum er brugðið upp hvort tveggja í senn liðnum atburðum og þeim sem nú ganga yfir. Ljóðatextinn er oft þéttofinn en þrátt fyrir það er hann góður lesbiti sem skilur eftir umhugsunarvert eftirbragð. Segja má líka að ljóðin séu afar lesvæn með tilliti til þess að sum þeirra birtast sem ein heild á spjaldi sem lesið er í einum rykk. Lesandi nær hugsun og merkingu í einni svipan. Við annan lestur og þriðja koma jafnvel fleiri merkingar í ljós og nýjar myndir í huga lesandans. Það er galdur ljóðsins og fimi skáldsins sem þar býr að baki.

Ljóðabókin geymir 74 ljóð og skiptist í fjóra þætti: Vorbjartar raddir, Stöldrum við; En barnið grætur; Stjörnur brosa hlýlega.

Ljóðskáldið fylgir lesanda sínum um út í náttúruna og skoðar með honum fugla, holt og gróðurlendi. Náttúran á sterk ítök í skáldinu enda það alið upp við rætur Snæfellsjökuls. Skáldið rifjar sitthvað upp úr æsku sinni og margt minnir eflaust á æsku annarra því þau ár eiga sér oft furðu ríkan samhljóm þó að margt skilji á milli. Þar næst samband milli skálds og lesanda vegna þeirrar einföldu staðreyndar að allir hafa átt æsku hvernig sem hún nú var. Ljóðið Net:

saga
okkar
verður slegin í vef
ósýnilegum þráðum
flúrað skýjateppi
sagnaritarar
þurfa að veiða
merkingu
í möskva
morgundagsins (bls. 64)

Og skáldið rennir augum yfir líf sitt í ljóðinu Ellin:

man vel
bjartar vökunætur
bernskunnar
sælu uppvaxtaráranna
þegar allt lék í lyndi
eilíft sólskin í minningunni
fullorðnar áhyggjur
ekki  vaxnar úr grasi
man síður
dómsdaga
sálarstríð
nístandi efa
tilvistarkreppu
og kvíðaköst
unglingsins (bls. 62).

Auga skáldsins er vakandi og umhyggjusamt fyrir landi og lýð. Mengun náttúrunnar veldur höfundi áhyggjum og þær endurspeglast í nokkrum ljóðum hans. Skáldið ann náttúrunni og kemur það fram í mörgum ljóðanna.

Sterkri sviðsmynd af fæðingarstað ljóðskáldsins er brugðið upp með snjöllum hætti og kannski eilítið angurværum en slíkt hæfir mjög svo ljóðinu Hellissandur:

draumkennd mynd úr bernsku
átakanlega falleg
lífið
fiskur og rollur
eldhúsumræður í götuhúsum
stundum hráslagalegir dansleikir
eða trúarkvöldvökur
í samkomuhúsinu
hraunið með öllum sínum klettaborgum
gjótum og skútum
ævintýraland krakkanna
fjölskylduferðir í berjamó
smalamennska og réttir
hamingjustundir
í fátæklegum
sjálfsþurftabúskap (bls. 80).

Ljóðskáldið setur fram sterkt ættjarðarljóð ef svo má segja. Að minnsta kosti er titill þess Ísland en það geymir líka umhugsunarverða bókmenntalega skírskotun:

farsældar frón
er hundrað metra
gámaskip
tilsýndar eins og íbúðablokk
á hægri siglingu inn sundin
færandi varninginn heim
um langvegu sóttan
úr þrælakistum
hinum megin
á hnettinum (bls. 31)

Þó að ljóðið beri með sér ættjarðarástarsvip þá er fólgin í því snörp samfélagsgagnrýni sem ógerlegt er að leiða hjá sér. Þrælakistur finnast nefnilega líka hér á landi eins og dæmin sanna.

Í fjarska en þó í túnfætinum búa ýmsar hættur og sjálf manneskjan getur verið ískyggileg. Höfundurinn er friðarsinni. Sturlun sú sem forkólfar þjóða og hugsjóna gangast fyrir í styrjöldum er hörmuleg og þversagnakennd. Ljóðið Hugarstríð:

þversagnakennt
að elska friðinn
hversu heitt við þráum
hve ákaft við óskum
innilega við biðjum
þegar vopnagnýr
bergmálar
úr garði nágrannans
þar sem börn ættu að vera
að leik  (bls. 58)

Höfundur víkur einnig að hörmungum heimsins í ljóði sem hann nefnir Ákall. Í því má finna trúarlegan þráð:

meðan þín náð
hljóðar gömul bæn
en hvar er miskunn
lýði og byggðum
í guðlausum heimi
gegn ofsa eldanna
sökkvandi byggðum
skrælnandi ökrum
höfum við haldbær ráð
við sem trúum á tækni
og mátt vísindanna
kemur sá dagur ef til vill
þrátt fyrir efann
að við biðjum
um náð (bls. 52)

Snæfellingurinn og listamaðurinn Jón Hjartarson yrkir að sjálfsögðu um Jökulinn – hvað annað:

þegar þú
hættir
að loga
og fjarlægðin
gerir þig
eins og
fjöllin blá
hver leikur
þá fyrir okkur
sólarlagið (bls. 76)

Hvert ljóðið er öðru betra í ljóðabók Jóns og því var úr vöndu að ráða við val á ljóðum í þessa umfjöllun um bókina.

Kirkjublaðið.is óskar Jóni Hjartarsyni til hamingju með þessa fallegu og innihaldsríku ljóðabók. Hún er ein af þessum ljóðabókum sem maður grípur í aftur og aftur.

Kirkjufólk ætti að lesa ljóð því að þau eru ættskyld trúarlegum textum. Söfnuðir ættu að hafa ljóðakvöld og bjóða safnaðarfólki að koma með ljóð til að lesa og leggja jafnvel út af þeim. Og auðvitað ætti líka að bjóða ljóðskáldum að lesa upp ljóð og ræða um ljóðlistina.

Tæpasta vað, eftir Jón Hjartarson. JPV-útgáfa, 2024, 88 blaðsíður.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir