List og kirkja hafa ætíð haldist í hendur og kannski vegna þess að milli þeirra er andleg taug. Trúin er leið sem er manninum opin til andlegrar lífsfyllingar og kveikir nýjan skilning á veru hans í heiminum. Hið sama er að segja um listina. Andleg taug hennar sem listamaðurinn geymir mótar snarpan skilning á lífsgöngunni og setur margt undir nýtt sjónarhorn. Þar er í raun ekkert hversdagslegt heldur mjög svo hátíðlegt.

Það er alltaf ákveðin hátíðarstemning að sjá ný listaverk. Nýtt er komið í heiminn. Öll verk bera með sér einhvern sköpunarneista sem vissulega getur verið misbjartur. Hann er engu að síður merki um listsköpun, merki um glímu listamannsins við að skapa og koma í form handanveruleikans þegar um trúna er að ræða.

Listgripir sem tengjast kristnu helgihaldi vekja alltaf mikla athygli og einkum í seinni tíð vegna þess að það heyrir nú til undantekninga að nýjar kirkjur séu reistar. Aldagömul hefð er fyrir því að helgigripir séu af vönduðustu gerð og hæfi þeim heilögu húsum þar sem þeir eru notaðir við helgiathafnir.

Fyrir nokkru var skírnarskál útialtarisins á Esjubergi á Kjalarnesi helguð. Skálina gerði hin kunna glerlistakona Sigrún Ólöf Einarsdóttir í Bergvík á Kjalarnesi.

Sigrún sagði frá skírnarskálinni í gær við sumarmessu í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi. Hún hefur unnið að skálinni frá því í janúar á þessu ári. Áferð skírnarskálarinnar er mótuð af náttúrulegu yfirborði altarissteinsins. Sjálf er skálin hringlaga en hringur er tákn eilífðar. Í botni skálarinnar er keltnesk þrenningarflétta og í henni má einnig sjá hring. Í keltneskri kristni stendur fléttan fyrir þrenninguna og hringurinn fyrir eilífðina. Vandaða geymsluöskju fyrir skírnarskálina hefur hagleiksmaðurinn Bjarni Sighvatsson unnið. Skírnarskálin verður í vörslu sóknarprestsins, sr. Örnu Grétarsdóttur. Enn hefur ekki verið skírt upp úr skálinni.

Sigrún (f. 1952) er þjóðkunn listakona, fædd og uppalin í Kópavogi en býr á Kjalarnesi. Árið 1979 lauk hún námi við Kunsthaandværkerskolen í Kaupamannahöfn (nú Danmarks Designskole) sem glerhönnuður. Hún bætti við sig námi í glersteypun hjá Colin Reid í Englandi og málmsmíði við Haystack Mountain School of Arts í Bandaríkjunum.

Sigrún setti á fót Glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík á Kjalarnesi árið 1982 ásamt eiginmanni sínum Sören S. Larsen (1946-2003). Sören var leirlistamaður en lærði glerblástur af Sigrúnu. Hann kenndi um tíma við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Sören og Sigrún hönnuðu öll listaverkin sem Gler í Bergvík framleiddi og náðu listmunirnir miklum vinsældum.

Sigrún hefur haldið fjölda einkasýninga sem og samsýninga hér á landi og í útlöndum. Verk hennar eru í eigu ýmissa safna hér á landi og í útlöndum.

Kirkjulistaverk eftir Sigrúnu er meðal annars að finna í kapellu sjúkrahússins á Hvammstanga. Þá er verk eftir hana og Sören heitinn í  Vídalínskirkju í Garðabæ.

Útialtarið á Esjubergi var reist til minningar um fyrstu kirkjuna á Íslandi sem sagnir herma að hafi verið reist hér á landi fyrir kristnitöku.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir, glerlistakona, og sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur, í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi í gær en þar sagði Sigrún frá listsköpun sinni við skírnarskálina

Keltneska þrenningarfléttan sem er í botni skírnarskálarinnar

Eftir messu í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi í gær var boðið upp á kaffi og kleinu undir kirkjuvegg í fallegu sumarveðri

Útialtarið á Esjubergi var vígt í júní 2021

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

List og kirkja hafa ætíð haldist í hendur og kannski vegna þess að milli þeirra er andleg taug. Trúin er leið sem er manninum opin til andlegrar lífsfyllingar og kveikir nýjan skilning á veru hans í heiminum. Hið sama er að segja um listina. Andleg taug hennar sem listamaðurinn geymir mótar snarpan skilning á lífsgöngunni og setur margt undir nýtt sjónarhorn. Þar er í raun ekkert hversdagslegt heldur mjög svo hátíðlegt.

Það er alltaf ákveðin hátíðarstemning að sjá ný listaverk. Nýtt er komið í heiminn. Öll verk bera með sér einhvern sköpunarneista sem vissulega getur verið misbjartur. Hann er engu að síður merki um listsköpun, merki um glímu listamannsins við að skapa og koma í form handanveruleikans þegar um trúna er að ræða.

Listgripir sem tengjast kristnu helgihaldi vekja alltaf mikla athygli og einkum í seinni tíð vegna þess að það heyrir nú til undantekninga að nýjar kirkjur séu reistar. Aldagömul hefð er fyrir því að helgigripir séu af vönduðustu gerð og hæfi þeim heilögu húsum þar sem þeir eru notaðir við helgiathafnir.

Fyrir nokkru var skírnarskál útialtarisins á Esjubergi á Kjalarnesi helguð. Skálina gerði hin kunna glerlistakona Sigrún Ólöf Einarsdóttir í Bergvík á Kjalarnesi.

Sigrún sagði frá skírnarskálinni í gær við sumarmessu í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi. Hún hefur unnið að skálinni frá því í janúar á þessu ári. Áferð skírnarskálarinnar er mótuð af náttúrulegu yfirborði altarissteinsins. Sjálf er skálin hringlaga en hringur er tákn eilífðar. Í botni skálarinnar er keltnesk þrenningarflétta og í henni má einnig sjá hring. Í keltneskri kristni stendur fléttan fyrir þrenninguna og hringurinn fyrir eilífðina. Vandaða geymsluöskju fyrir skírnarskálina hefur hagleiksmaðurinn Bjarni Sighvatsson unnið. Skírnarskálin verður í vörslu sóknarprestsins, sr. Örnu Grétarsdóttur. Enn hefur ekki verið skírt upp úr skálinni.

Sigrún (f. 1952) er þjóðkunn listakona, fædd og uppalin í Kópavogi en býr á Kjalarnesi. Árið 1979 lauk hún námi við Kunsthaandværkerskolen í Kaupamannahöfn (nú Danmarks Designskole) sem glerhönnuður. Hún bætti við sig námi í glersteypun hjá Colin Reid í Englandi og málmsmíði við Haystack Mountain School of Arts í Bandaríkjunum.

Sigrún setti á fót Glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík á Kjalarnesi árið 1982 ásamt eiginmanni sínum Sören S. Larsen (1946-2003). Sören var leirlistamaður en lærði glerblástur af Sigrúnu. Hann kenndi um tíma við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Sören og Sigrún hönnuðu öll listaverkin sem Gler í Bergvík framleiddi og náðu listmunirnir miklum vinsældum.

Sigrún hefur haldið fjölda einkasýninga sem og samsýninga hér á landi og í útlöndum. Verk hennar eru í eigu ýmissa safna hér á landi og í útlöndum.

Kirkjulistaverk eftir Sigrúnu er meðal annars að finna í kapellu sjúkrahússins á Hvammstanga. Þá er verk eftir hana og Sören heitinn í  Vídalínskirkju í Garðabæ.

Útialtarið á Esjubergi var reist til minningar um fyrstu kirkjuna á Íslandi sem sagnir herma að hafi verið reist hér á landi fyrir kristnitöku.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir, glerlistakona, og sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur, í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi í gær en þar sagði Sigrún frá listsköpun sinni við skírnarskálina

Keltneska þrenningarfléttan sem er í botni skírnarskálarinnar

Eftir messu í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi í gær var boðið upp á kaffi og kleinu undir kirkjuvegg í fallegu sumarveðri

Útialtarið á Esjubergi var vígt í júní 2021

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir