Kirkjukórar eru hryggjarstykkið í safnaðarstarfi. Sannkallað kirkjugull. Hvort heldur í borginni, bæjum eða sveitum. Fjöldi fólks tekur þátt í kórastarfi á vegum kirknanna um allt land og þá flestir sem sjálfboðaliðar. Í mörgum hinna stærri kirkna eru atvinnumannakórar og margir félaganna hámenntað tónlistarfólk. Kirkjan er mjög þakklát þessu fólki fyrir að veita henni lið. Ekki er verra að fólkið hefur líka mikla ánægju af því að syngja og styrkja sína kirkju.

Auðvitað eru kórar misjafnir eins og sagt er en það fer þó ekki alltaf eftir stærð sóknanna. Því miður gengur sums staðar erfiðlega að afla nýrra félaga í kirkjukórana en fólk lætur það ekki slökkva áhugann á kórastarfinu. Kirkjukórastarfið er oftast borið uppi af konum og karlar eru þar færri og hverri nýrri karlarödd er fagnað sérstaklega.

Í lítilli sveitakirkju getur verið stórgóður kór. Sums staðar er kórsöngurinn kannski ekki eins og best verður á kosið þegar mælistikum tónfræðinnar er brugðið á hann. En hann er safnaðarstarf. Þjóðkirkjan hefur meira að segja veitt fólki viðurkenningar fyrir að hafa sungið svo áratugum skipti í kirkjukórum enda veit kirkjan að kirkjukórarnir eru einn af hornsteinum safnaðarstarfsins.

Nú berst frétt um að kirkjukór Lágafellskirkju í Mosfellsbæ hafi verið rekinn. Það var dálítið sérstök frétt. Organistinn lét kórinn fjúka. Ástæðan var sú að hann var ekki nógu góður. Svo voru gamlar raddir í honum. Þetta lét organistinn ekki bjóða sér. Ekki er ljóst í umboði hvers organistinn rak kórinn. Sjálfur er organistinn væntanlega starfsmaður sóknarinnar, annað hvort sem verktaki eða fastráðinn. Eða lausráðinn. Efamál er hvort hann hafi rétt til að reka fólk úr safnaðarstarfi. Það hefði verið rökréttara að hann segði sjálfur starfi sínu lausu frekar en að hnýta í safnaðarstarfið með þessum hætti.

Það er svo sem alkunnugt að stundum rís núningur upp milli presta og organista. Sem betur fer er það afar fátítt að organistinn skelli aftur orgelinu og segi við kórinn að hann sé ómögulegur. Reki hann heim. Spyrja má um hæfni organista í slíkum tilvikum í mannlegum samskiptum og hvort þeir séu þá nógu góðir í söngstjórninni.

Í fréttum af þessu máli sagði að kórfélagarnir hefðu verið sorgmæddir. Skiljanlega. Þeir fengu falleinkunn hjá organistanum og harma það. Kórfélagarnir segja organistann hins vegar vera vænsta mann.

Nú standa yfir sáttaumleitanir milli kórs og organista. Vonandi fara þær vel.

Í kirkjustarfi verður samtal að vera lykilatriði þegar kemur að ágreiningsmálum en ekki fljótfærni og dreissugheit. Flest allt er hægt að leysa með samtali og það veit kirkjufólk vel. Kirkjan er samfélag samtals og umhyggju og leggur áherslu á það í öllu starfi sínu.

Konur halda starfi kirkjukóranna uppi meira og minna um allt land. Gera þarf átak í því að fá fleiri karla  í kirkjukórana.

Kirkjublaðið.is telur að enginn hafi rétt til að reka fólk úr almennu safnaðarstarfi nema viðkomandi hafi gerst sekur um eitthvert refsivert athæfi. Það er ekki enn refsivert að slá feilnótu eða fara út af laginu. En það er kannski ekki samkvæmt reglum að kórstjóri eða organisti standi upp og reki söngfólkið vegna þess að það sé gamalt og syngi falskt að hans mati. Það hlýtur að hafa andmælarétt eða öllu heldur andsöngsrétt.

Í gær var svo guðsþjónusta í kirkjunni og enginn kirkjukór þar á staðnum. Karlarnir í Karlakór Kjalnesinga voru kallaðir á vettvang til að sýna hvernig eigi að gera þetta. Kirkjukórinn sat heima.

Já, karlarnir þar kunna svo sannarlega til verka og láta í sér heyra. Ungir og gamlir.

Presturinn, djákninn, meðhjálparinn, hringjarinn, organistinn og söngfólkið og aðrir sem koma með beinum hætti að helgihaldinu eru þjónar safnaðarins í samfélagi heilagrar kirkju. Sjá: Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar, III. kafli).

Gæta þess að eiga gott samstarf við samstarfsfólk og yfirmenn, stuðla að eindrægni og samhug og gæta virðingar í umtali. (Sjá 19. gr.: Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks kirkjunnar.pdf)

 

Frétt á visir.is um málið: Kórfélagarnir sorg­mæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ – Vísir

Frétt í Mosfellingi um málið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjukórar eru hryggjarstykkið í safnaðarstarfi. Sannkallað kirkjugull. Hvort heldur í borginni, bæjum eða sveitum. Fjöldi fólks tekur þátt í kórastarfi á vegum kirknanna um allt land og þá flestir sem sjálfboðaliðar. Í mörgum hinna stærri kirkna eru atvinnumannakórar og margir félaganna hámenntað tónlistarfólk. Kirkjan er mjög þakklát þessu fólki fyrir að veita henni lið. Ekki er verra að fólkið hefur líka mikla ánægju af því að syngja og styrkja sína kirkju.

Auðvitað eru kórar misjafnir eins og sagt er en það fer þó ekki alltaf eftir stærð sóknanna. Því miður gengur sums staðar erfiðlega að afla nýrra félaga í kirkjukórana en fólk lætur það ekki slökkva áhugann á kórastarfinu. Kirkjukórastarfið er oftast borið uppi af konum og karlar eru þar færri og hverri nýrri karlarödd er fagnað sérstaklega.

Í lítilli sveitakirkju getur verið stórgóður kór. Sums staðar er kórsöngurinn kannski ekki eins og best verður á kosið þegar mælistikum tónfræðinnar er brugðið á hann. En hann er safnaðarstarf. Þjóðkirkjan hefur meira að segja veitt fólki viðurkenningar fyrir að hafa sungið svo áratugum skipti í kirkjukórum enda veit kirkjan að kirkjukórarnir eru einn af hornsteinum safnaðarstarfsins.

Nú berst frétt um að kirkjukór Lágafellskirkju í Mosfellsbæ hafi verið rekinn. Það var dálítið sérstök frétt. Organistinn lét kórinn fjúka. Ástæðan var sú að hann var ekki nógu góður. Svo voru gamlar raddir í honum. Þetta lét organistinn ekki bjóða sér. Ekki er ljóst í umboði hvers organistinn rak kórinn. Sjálfur er organistinn væntanlega starfsmaður sóknarinnar, annað hvort sem verktaki eða fastráðinn. Eða lausráðinn. Efamál er hvort hann hafi rétt til að reka fólk úr safnaðarstarfi. Það hefði verið rökréttara að hann segði sjálfur starfi sínu lausu frekar en að hnýta í safnaðarstarfið með þessum hætti.

Það er svo sem alkunnugt að stundum rís núningur upp milli presta og organista. Sem betur fer er það afar fátítt að organistinn skelli aftur orgelinu og segi við kórinn að hann sé ómögulegur. Reki hann heim. Spyrja má um hæfni organista í slíkum tilvikum í mannlegum samskiptum og hvort þeir séu þá nógu góðir í söngstjórninni.

Í fréttum af þessu máli sagði að kórfélagarnir hefðu verið sorgmæddir. Skiljanlega. Þeir fengu falleinkunn hjá organistanum og harma það. Kórfélagarnir segja organistann hins vegar vera vænsta mann.

Nú standa yfir sáttaumleitanir milli kórs og organista. Vonandi fara þær vel.

Í kirkjustarfi verður samtal að vera lykilatriði þegar kemur að ágreiningsmálum en ekki fljótfærni og dreissugheit. Flest allt er hægt að leysa með samtali og það veit kirkjufólk vel. Kirkjan er samfélag samtals og umhyggju og leggur áherslu á það í öllu starfi sínu.

Konur halda starfi kirkjukóranna uppi meira og minna um allt land. Gera þarf átak í því að fá fleiri karla  í kirkjukórana.

Kirkjublaðið.is telur að enginn hafi rétt til að reka fólk úr almennu safnaðarstarfi nema viðkomandi hafi gerst sekur um eitthvert refsivert athæfi. Það er ekki enn refsivert að slá feilnótu eða fara út af laginu. En það er kannski ekki samkvæmt reglum að kórstjóri eða organisti standi upp og reki söngfólkið vegna þess að það sé gamalt og syngi falskt að hans mati. Það hlýtur að hafa andmælarétt eða öllu heldur andsöngsrétt.

Í gær var svo guðsþjónusta í kirkjunni og enginn kirkjukór þar á staðnum. Karlarnir í Karlakór Kjalnesinga voru kallaðir á vettvang til að sýna hvernig eigi að gera þetta. Kirkjukórinn sat heima.

Já, karlarnir þar kunna svo sannarlega til verka og láta í sér heyra. Ungir og gamlir.

Presturinn, djákninn, meðhjálparinn, hringjarinn, organistinn og söngfólkið og aðrir sem koma með beinum hætti að helgihaldinu eru þjónar safnaðarins í samfélagi heilagrar kirkju. Sjá: Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar, III. kafli).

Gæta þess að eiga gott samstarf við samstarfsfólk og yfirmenn, stuðla að eindrægni og samhug og gæta virðingar í umtali. (Sjá 19. gr.: Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks kirkjunnar.pdf)

 

Frétt á visir.is um málið: Kórfélagarnir sorg­mæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ – Vísir

Frétt í Mosfellingi um málið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir