Kannski verður þessi vetur öðruvísi en allir aðrir.

Eða er nokkur vetur öðrum líkur?

Það er okkur hollt að hugsa til þeirra skrefa sem bíða á þessum kórónuvetri, ef svo má segja. Vonandi verða skrefin flest til gæfu og gengis.

Ef við fengjum að sjá í kvikmynd öll þau skref sem við höfum stigið á lífsleiðinni þá gætu þau rakið sögu okkar. Sögu frá því við vorum ung og allt til þessa dags. Sögu þar sem ekkert væri undandregið – allt lagt fram. Mundum við treysta okkur til að sjá þá kvikmynd? Sú mynd væri hálfgert lífsrakningarapp.

Hér gildir eins og í svo mörgu öðru að hvert okkar hafi gát á sjálfu sér og hafi vit fyrir þeim sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið. Mörg eru gæfusporin sem við höfum stigið á lífsleiðinni – þeim má alls ekki gleyma þó menn beri ör og eymsli eftir fall og stirða göngu á ýmsum skeiðum lífsins.

Það er nefnilega mikilvægt að kunna fótum sínum forráð.

Kristin trú er leið sem bendir á gæfuspor og sýnir hvar má taka mjúk og hógvær skref á lífsins vegi. Spor okkar liggja á þeim vegi og hvergi annars staðar og þau fara í margar áttir. Þau safnast að lokum öll saman á einn stað þar sem lífið nemur staðar hér í heimi. Fótatak okkar þagnar og skrefatalningu okkar lýkur – lýkur þar sem lífsins vegur er genginn á enda. Hvað þá? Ekki verður snúið við og ný ganga hafin hér í heimi heldur bíður okkar ganga til lífsins hjá þeim er kallaði það fram í árdaga.

Kirkjublaðið.is er vefmiðill sem ræstur er í vetrarbyrjun 2020 og skýrir sig að mestu leyti sjálfur. Það kemur í ljós hvernig honum farnast á göngu sinni og vonandi verður honum ekki fótaskortur. Þetta er sjálfstæður miðill sem fjallar um margvísleg mál sem tengjast kirkju, kristni, trú og menningu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kannski verður þessi vetur öðruvísi en allir aðrir.

Eða er nokkur vetur öðrum líkur?

Það er okkur hollt að hugsa til þeirra skrefa sem bíða á þessum kórónuvetri, ef svo má segja. Vonandi verða skrefin flest til gæfu og gengis.

Ef við fengjum að sjá í kvikmynd öll þau skref sem við höfum stigið á lífsleiðinni þá gætu þau rakið sögu okkar. Sögu frá því við vorum ung og allt til þessa dags. Sögu þar sem ekkert væri undandregið – allt lagt fram. Mundum við treysta okkur til að sjá þá kvikmynd? Sú mynd væri hálfgert lífsrakningarapp.

Hér gildir eins og í svo mörgu öðru að hvert okkar hafi gát á sjálfu sér og hafi vit fyrir þeim sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið. Mörg eru gæfusporin sem við höfum stigið á lífsleiðinni – þeim má alls ekki gleyma þó menn beri ör og eymsli eftir fall og stirða göngu á ýmsum skeiðum lífsins.

Það er nefnilega mikilvægt að kunna fótum sínum forráð.

Kristin trú er leið sem bendir á gæfuspor og sýnir hvar má taka mjúk og hógvær skref á lífsins vegi. Spor okkar liggja á þeim vegi og hvergi annars staðar og þau fara í margar áttir. Þau safnast að lokum öll saman á einn stað þar sem lífið nemur staðar hér í heimi. Fótatak okkar þagnar og skrefatalningu okkar lýkur – lýkur þar sem lífsins vegur er genginn á enda. Hvað þá? Ekki verður snúið við og ný ganga hafin hér í heimi heldur bíður okkar ganga til lífsins hjá þeim er kallaði það fram í árdaga.

Kirkjublaðið.is er vefmiðill sem ræstur er í vetrarbyrjun 2020 og skýrir sig að mestu leyti sjálfur. Það kemur í ljós hvernig honum farnast á göngu sinni og vonandi verður honum ekki fótaskortur. Þetta er sjálfstæður miðill sem fjallar um margvísleg mál sem tengjast kirkju, kristni, trú og menningu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir