Kirkjublaðið.is stiklar yfir liðið kirkjuár og gluggar í eitt og annað eins og fundargerðir stjórnar þjóðkirkjunnar og gerðir kirkjuþings. Er framtíðin björt?

Nýtt kirkjuár hefst þegar fyrstu sunnudagur aðventu gengur í garð – 1. desember nk. Þetta ár sem svo er nefnt er kannski ofarlega í hugum fæstra enda almanaksárið það sem við lifum og hrærumst í. Kirkjuárið er svona hliðarbraut á tímans vígi sem kirkjan fer eftir með sitt skipulega helgihald og boðun.

Það eru sem sé nokkurs konar áramót í aðsigi hjá kirkjunni. Eins og við áramót almanaksársins þá er gjarnan spurt um hið liðna ár, Hvernig það gekk nú fyrir sig og hvað gerðist helst. Ekki verður farið hér út í eitthvert allsherjarmat á síðasta kirkjuári en nokkur atriði skulu nefnd.

Segja má að hæst hafi borið í hinum kirkjulega ramma vígsla nýs biskups Íslands. Guðrún Karls Helgudóttir var önnur úr röðum kvenna sem kjörin var biskup. Hún var eins og tilefni gaf til vígð með pomp og prakt í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni. Nýr biskup gefur alltaf tilefni til þess að líta framtíðina björtum augum. Biskupar geta verið framúrskarandi í sínum störfum og líka afleitir að sumu leyti. Guðrún hefur þegar stimplað sinn inn sig sem biskup nútímans og hefur þegar farið nýjar leiðir og sýnt að hún býr yfir forystuhæfileikum sem kirkjan mun njóta.

Kirkjuþing samþykkti í október starfsreglur um biskup Íslands. Það var ánægjuefni að hinn lýðræðislegi vettvangur þjóðkirkjunnar skyldi hafa forystu í því máli og sýnir mikilvægi alls kirkjufólks í stefnumótun um veigamestu málin.

Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar fluttu á árinu úr Grensáskirkju í Borgartún 26, á fimmtu hæð. Þá hefur verið tekið á leigu húsnæði fyrir móttökur biskups í Tjarnargötu 4 og flygill verður keyptur til nota þar. Áður fyrr voru móttökur alla jafna í biskupsgarði, Bergstaðastræti 75, en hann var seldur á árinu fyrir 480 milljónir.

Tímabundinn flutningur skrifstofu biskups út á land hefur tekist vel eftir því sem best er vitað. Þó þyrfti að gera betur grein fyrir því og gaman verður að sjá einhvers konar mat á þessari nýjung.

Æskulýðsmál hafa verið til umræðu í kirkjunni og var ákveðið að gera stórátak í þeim efnum. Vonandi hefur það gengið eftir en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig einstaka söfnuðir hafa gengið fram í því en því er treyst að þar hafi verið blásið til sóknar eftir að meiri fjármunum var varið til þess samkvæmt ákvörðunum kirkjuþings.

Stefnumótun í samskiptamálum er hafin sem og endurgerð á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Ný heimasíða, og vonandi gagnvirk, birtist eftir áramót almanaksársins. Verður heimasíðan áfram fréttamiðill kirkjunnar eða fyrst og fremst upplýsingasíða eins og heimasíður systurkirknanna á Norðurlöndum?

Kirkjudagar voru haldnir í Lindakirkju í október og tókust þeir mjög vel. Yfirskriftin var við hæfi ástandsins í heiminum í dag: Sælir eru friðflytjendur. Spennandi verður að sjá gerð myndbandsefnis fyrir samfélagsmiðla sem sagt var að myndi verða gert. Einnig gerð fræðsluefnis fyrir barnastarf kirkjunnar, fermingarstarfið og fullorðinsfræðsluna.

Mikil lýðræðisbót kom með nýju skipuriti kirkjunnar og lýðræðislegri stjórn þjóðkirkjunnar miðað við það sem áður var.

Fundargerðir stjórnar þjóðkirkjunnar segja frá því sem kemur inn á borð hennar. Nú eru átta fundargerðir komnar inn, frá mars og til október. Þar eru ýmis praktísk mál sem fara eftir sínum farvegi eins og sala á eignum sem kirkjuþing samþykkir. En því miður eru fundargerðir dálítið ógagnsæjar í umfjöllun sinni um einstaka mál sem eru athyglisverð í augum þeirra sem fylgjast með. Sum mál eru færð í sérstaka trúnaðarbók og skiljanlegt er að ekki sé fjallað um þau mál. Til dæmis var gerð skoðanakönnun og kynnt á kirkjuþingi fyrir tveimur árum. Ekki hefur enn komið fram hvernig vinna skal úr niðurstöðum hennar. Á öðrum fundi var svo vakin athygli á þessari skoðanakönnun en fundargerð segir ekkert meira um það. Skoðanakannanir eru mikilvægar og þyrfti kirkjan að láta gera þær í miklu meira mæli en nú þegar er gert því að þær geta verið mjög svo lærdómsríkar og varpað ljósi á hvernig starfi kirkjunnar í einstaka málum sé best fyrir komið. Þá verður kirkjan að sýna hugrekki og horfast í augu við niðurstöður skoðanakannana séu þær neikvæðar.

Skálholt og rekstur þess hefur verið til umræðu hjá stjórn þjóðkirkjunnar. Stjórnin hélt einn fund í Skálholti og skoðaði helstu framkvæmdir á staðnum. Rekstur hótelsins í Skálholti liggur stjórninni á hjarta en óskað hefur verið eftir því að stjórnin komi að gerð samnings um hann og ákvarðanir sem teknar hafa verið um fyrirkomulag rekstursins verði skoðaðar nánar.

Annar merkur staður, Saurbær á Hvalfjarðarströnd var til umræðu á fundi stjórnarinnar í apríl á árinu. Lögð voru fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu listamannaseturs og í því sambandi gert ráð fyrir því að leigja út lóðir í landi jarðarinnar. Hvaða viljayfirlýsing er þetta?

Skjólið kom til umræðu hjá stjórn þjóðkirkjunnar en alls eru um tíu konur sem nýta sér þá þjónustu. Greint er frá því í fundargerð stjórnarinnar að biskup og formaður stjórnarinnar óski eftir fundi með borgarstjóra varðandi fyrirkomulag rekstrar Skjólsins. Rekstur þessa ágæta er töluverður og ætti Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög að sjálfsögðu að koma að honum því að það er ekki beint hlutverk kirkjunnar að reka slíka starfsemi þó að góð sé. Þá má benda á að í rekstrinum felst kynjamismunun því að körlum við sömu aðstæður er ekki boðið upp á þess háttar úrræði – þetta verður að segjast upphátt. Sveitarstjórnir og ríki reka margvísleg úrræði fyrir fólk sem glímir við vandamál af ýmsu tagi, karla og konu, enda er það hlutverk þeirra. Gott væri ef Reykjavíkurborg rynni blóðið til skyldunnar og legði verulegt fjármagn til þessa reksturs.

Fjárhagsnefnd kirkjuþings telur mikilvægt að Skálholt og Skjólið verði sérstakir liðir í fjárhagsáætlun, með það að markmiði að tryggja betri sýn yfir reksturinn í heild.

Gaman verður að frétta af viðræðum við Arctic Hydro ehf. um vatnsaflsvirkjun í landi Skeggjastaða. Drög að samningi um rannsókna- og nýtingaleyfi vegna virkjunar Staðarár hafa verið lögð fram og útfærsla kynnt. Kannaður verður hugur heimamanna til virkjunar Staðarár sem og sóknarnefndar.

Fjármál þjóðkirkjunnar eru komin í gott lag en stjórn þjóðkirkjunnar hefur snúið hallarekstri yfir í hallalausan rekstur með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Ársreikningur þjóðkirkjunnar fyrir síðasta ár sýnir 166 milljón króna tekjuafgang. Rekstraráætlun þjóðkirkjunnar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 138.115 milljóna tekjuafgangi. Skipulagsbreytingar sem gerðar voru á stjórnunarfyrirkomulagi þjóðkirkjunnar hafa svo sannarlega skilað árangri og fyrir það ber að þakka

Þá var mjög tímabær þingsályktun samþykkt á kirkjuþingi um fræðslu fyrir fullorðna í þjóðkirkjunni og hrindi henni af stað með kröftugum hætti því að ekki er nóg að álykta. Þörf hefur verið á slíkri fræðslu í mörg ár, fræðslu sem nær til fólks sem er á besta aldri. Til að tryggja samhengi í fræðslu kirkjunnar verður að vera örugg leið milli allra fræðslustiga í þjóðkirkjunni en áherslan hefur fyrst og fremst verið á barna- og unglingastarf.

Eins var samþykkt tillaga um að biskup Íslands kannaði stöðu landsbyggðarinnar „í ljósi prestaskorts“. Niðurstöður verða kynntar á vorþingi 2025. Forvitnilegt verður að sjá hvað mun koma þar fram um umræddan prestaskort.

Þessi stutta yfirferð sýnir að margt er á seyði í þjóðkirkjunni og fjölbreytilegt starf unnið á flestum póstum enda á annað hundrað launaðra starfsmanna þar að störfum allan ársins hring og þá eru ekki taldir starfsmenn sókna og sjálfboðaliðar. Framtíðin er björt ef allir sinna störfum sínum af trúmennsku og elju.

En sem sé nýtt kirkjuár er að ganga í garð á sunnudaginn og sjálfsagt að segja: Gleðilegt nýtt kirkjuár! Síðan hefst samfelld jólagleði aðventuna út og jólin eru hápunkturinn. Svo er það náttúrlega kúnstin að koma fagnaðarerindinu að en um það snýst nú allt þetta þegar öllu er á botninn hvolft.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 

Kirkjublaðið.is stiklar yfir liðið kirkjuár og gluggar í eitt og annað eins og fundargerðir stjórnar þjóðkirkjunnar og gerðir kirkjuþings. Er framtíðin björt?

Nýtt kirkjuár hefst þegar fyrstu sunnudagur aðventu gengur í garð – 1. desember nk. Þetta ár sem svo er nefnt er kannski ofarlega í hugum fæstra enda almanaksárið það sem við lifum og hrærumst í. Kirkjuárið er svona hliðarbraut á tímans vígi sem kirkjan fer eftir með sitt skipulega helgihald og boðun.

Það eru sem sé nokkurs konar áramót í aðsigi hjá kirkjunni. Eins og við áramót almanaksársins þá er gjarnan spurt um hið liðna ár, Hvernig það gekk nú fyrir sig og hvað gerðist helst. Ekki verður farið hér út í eitthvert allsherjarmat á síðasta kirkjuári en nokkur atriði skulu nefnd.

Segja má að hæst hafi borið í hinum kirkjulega ramma vígsla nýs biskups Íslands. Guðrún Karls Helgudóttir var önnur úr röðum kvenna sem kjörin var biskup. Hún var eins og tilefni gaf til vígð með pomp og prakt í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni. Nýr biskup gefur alltaf tilefni til þess að líta framtíðina björtum augum. Biskupar geta verið framúrskarandi í sínum störfum og líka afleitir að sumu leyti. Guðrún hefur þegar stimplað sinn inn sig sem biskup nútímans og hefur þegar farið nýjar leiðir og sýnt að hún býr yfir forystuhæfileikum sem kirkjan mun njóta.

Kirkjuþing samþykkti í október starfsreglur um biskup Íslands. Það var ánægjuefni að hinn lýðræðislegi vettvangur þjóðkirkjunnar skyldi hafa forystu í því máli og sýnir mikilvægi alls kirkjufólks í stefnumótun um veigamestu málin.

Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar fluttu á árinu úr Grensáskirkju í Borgartún 26, á fimmtu hæð. Þá hefur verið tekið á leigu húsnæði fyrir móttökur biskups í Tjarnargötu 4 og flygill verður keyptur til nota þar. Áður fyrr voru móttökur alla jafna í biskupsgarði, Bergstaðastræti 75, en hann var seldur á árinu fyrir 480 milljónir.

Tímabundinn flutningur skrifstofu biskups út á land hefur tekist vel eftir því sem best er vitað. Þó þyrfti að gera betur grein fyrir því og gaman verður að sjá einhvers konar mat á þessari nýjung.

Æskulýðsmál hafa verið til umræðu í kirkjunni og var ákveðið að gera stórátak í þeim efnum. Vonandi hefur það gengið eftir en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig einstaka söfnuðir hafa gengið fram í því en því er treyst að þar hafi verið blásið til sóknar eftir að meiri fjármunum var varið til þess samkvæmt ákvörðunum kirkjuþings.

Stefnumótun í samskiptamálum er hafin sem og endurgerð á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Ný heimasíða, og vonandi gagnvirk, birtist eftir áramót almanaksársins. Verður heimasíðan áfram fréttamiðill kirkjunnar eða fyrst og fremst upplýsingasíða eins og heimasíður systurkirknanna á Norðurlöndum?

Kirkjudagar voru haldnir í Lindakirkju í október og tókust þeir mjög vel. Yfirskriftin var við hæfi ástandsins í heiminum í dag: Sælir eru friðflytjendur. Spennandi verður að sjá gerð myndbandsefnis fyrir samfélagsmiðla sem sagt var að myndi verða gert. Einnig gerð fræðsluefnis fyrir barnastarf kirkjunnar, fermingarstarfið og fullorðinsfræðsluna.

Mikil lýðræðisbót kom með nýju skipuriti kirkjunnar og lýðræðislegri stjórn þjóðkirkjunnar miðað við það sem áður var.

Fundargerðir stjórnar þjóðkirkjunnar segja frá því sem kemur inn á borð hennar. Nú eru átta fundargerðir komnar inn, frá mars og til október. Þar eru ýmis praktísk mál sem fara eftir sínum farvegi eins og sala á eignum sem kirkjuþing samþykkir. En því miður eru fundargerðir dálítið ógagnsæjar í umfjöllun sinni um einstaka mál sem eru athyglisverð í augum þeirra sem fylgjast með. Sum mál eru færð í sérstaka trúnaðarbók og skiljanlegt er að ekki sé fjallað um þau mál. Til dæmis var gerð skoðanakönnun og kynnt á kirkjuþingi fyrir tveimur árum. Ekki hefur enn komið fram hvernig vinna skal úr niðurstöðum hennar. Á öðrum fundi var svo vakin athygli á þessari skoðanakönnun en fundargerð segir ekkert meira um það. Skoðanakannanir eru mikilvægar og þyrfti kirkjan að láta gera þær í miklu meira mæli en nú þegar er gert því að þær geta verið mjög svo lærdómsríkar og varpað ljósi á hvernig starfi kirkjunnar í einstaka málum sé best fyrir komið. Þá verður kirkjan að sýna hugrekki og horfast í augu við niðurstöður skoðanakannana séu þær neikvæðar.

Skálholt og rekstur þess hefur verið til umræðu hjá stjórn þjóðkirkjunnar. Stjórnin hélt einn fund í Skálholti og skoðaði helstu framkvæmdir á staðnum. Rekstur hótelsins í Skálholti liggur stjórninni á hjarta en óskað hefur verið eftir því að stjórnin komi að gerð samnings um hann og ákvarðanir sem teknar hafa verið um fyrirkomulag rekstursins verði skoðaðar nánar.

Annar merkur staður, Saurbær á Hvalfjarðarströnd var til umræðu á fundi stjórnarinnar í apríl á árinu. Lögð voru fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu listamannaseturs og í því sambandi gert ráð fyrir því að leigja út lóðir í landi jarðarinnar. Hvaða viljayfirlýsing er þetta?

Skjólið kom til umræðu hjá stjórn þjóðkirkjunnar en alls eru um tíu konur sem nýta sér þá þjónustu. Greint er frá því í fundargerð stjórnarinnar að biskup og formaður stjórnarinnar óski eftir fundi með borgarstjóra varðandi fyrirkomulag rekstrar Skjólsins. Rekstur þessa ágæta er töluverður og ætti Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög að sjálfsögðu að koma að honum því að það er ekki beint hlutverk kirkjunnar að reka slíka starfsemi þó að góð sé. Þá má benda á að í rekstrinum felst kynjamismunun því að körlum við sömu aðstæður er ekki boðið upp á þess háttar úrræði – þetta verður að segjast upphátt. Sveitarstjórnir og ríki reka margvísleg úrræði fyrir fólk sem glímir við vandamál af ýmsu tagi, karla og konu, enda er það hlutverk þeirra. Gott væri ef Reykjavíkurborg rynni blóðið til skyldunnar og legði verulegt fjármagn til þessa reksturs.

Fjárhagsnefnd kirkjuþings telur mikilvægt að Skálholt og Skjólið verði sérstakir liðir í fjárhagsáætlun, með það að markmiði að tryggja betri sýn yfir reksturinn í heild.

Gaman verður að frétta af viðræðum við Arctic Hydro ehf. um vatnsaflsvirkjun í landi Skeggjastaða. Drög að samningi um rannsókna- og nýtingaleyfi vegna virkjunar Staðarár hafa verið lögð fram og útfærsla kynnt. Kannaður verður hugur heimamanna til virkjunar Staðarár sem og sóknarnefndar.

Fjármál þjóðkirkjunnar eru komin í gott lag en stjórn þjóðkirkjunnar hefur snúið hallarekstri yfir í hallalausan rekstur með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Ársreikningur þjóðkirkjunnar fyrir síðasta ár sýnir 166 milljón króna tekjuafgang. Rekstraráætlun þjóðkirkjunnar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 138.115 milljóna tekjuafgangi. Skipulagsbreytingar sem gerðar voru á stjórnunarfyrirkomulagi þjóðkirkjunnar hafa svo sannarlega skilað árangri og fyrir það ber að þakka

Þá var mjög tímabær þingsályktun samþykkt á kirkjuþingi um fræðslu fyrir fullorðna í þjóðkirkjunni og hrindi henni af stað með kröftugum hætti því að ekki er nóg að álykta. Þörf hefur verið á slíkri fræðslu í mörg ár, fræðslu sem nær til fólks sem er á besta aldri. Til að tryggja samhengi í fræðslu kirkjunnar verður að vera örugg leið milli allra fræðslustiga í þjóðkirkjunni en áherslan hefur fyrst og fremst verið á barna- og unglingastarf.

Eins var samþykkt tillaga um að biskup Íslands kannaði stöðu landsbyggðarinnar „í ljósi prestaskorts“. Niðurstöður verða kynntar á vorþingi 2025. Forvitnilegt verður að sjá hvað mun koma þar fram um umræddan prestaskort.

Þessi stutta yfirferð sýnir að margt er á seyði í þjóðkirkjunni og fjölbreytilegt starf unnið á flestum póstum enda á annað hundrað launaðra starfsmanna þar að störfum allan ársins hring og þá eru ekki taldir starfsmenn sókna og sjálfboðaliðar. Framtíðin er björt ef allir sinna störfum sínum af trúmennsku og elju.

En sem sé nýtt kirkjuár er að ganga í garð á sunnudaginn og sjálfsagt að segja: Gleðilegt nýtt kirkjuár! Síðan hefst samfelld jólagleði aðventuna út og jólin eru hápunkturinn. Svo er það náttúrlega kúnstin að koma fagnaðarerindinu að en um það snýst nú allt þetta þegar öllu er á botninn hvolft.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir