Sem betur fer er fólk sem kennir sig við kristni í öllum stjórnmálaflokkum. Enginn flokkur getur eignað sér fagnaðarerindið og jafnvel þótt hann merki sig í bak og fyrir sem kristilegan er hann fráleitt kristilegri en aðrir flokkar.
Stjórnmálaflokkar eru hluti af þeim tækjum sem samfélagið hefur til að byggja upp velferð landsmanna. Leiðir þeirra kunna að vera ólíkar en markmiðið er það sama: velferð landsmanna.
Stjórnmál snúast um hvernig eigi að skipuleggja samfélagið. Flestir hafa skoðanir á því sem betur fer en þær geta verið ólíkar og ekki nema gott eitt um það að segja. Umræður á stjórnmálavettvangi geta orðið á stundum býsna harðar um ólíkar skoðanir þó að alla jafna séu þær yfirvegaðar og málefnalegar. En virða ber allar skoðanir sem lagðar eru fram til heilla og og farsældar í samfélaginu.
Lýðræðissamfélag kallar á þátttöku allra í samfélagsumræðunni. Það kallar á frelsi einstaklingsins og samvinnu, samhjálp og réttlæti.
Það eru margir sem hafa viljað eigna sér meistarann frá Nasaret og setja hann til forystu í sínum flokki og eru einlægt með nafn hans á vörum. Sumir líta jafnvel á hann sem allsherjar félagslega lausn og draga upp mannakorn því til staðfestu.
En himnaríki er ekki á jörðu – guðsríkið er hið innra var líka sagt – innviðir þess guðsríkis geta sennilega verið missterkir.
Það eru skiptar skoðanir á meistaranum frá Nasaret eins og í pólitíkinni. Svo verður alltaf eins og í lífi hans hér í holdi manns. Stjórnmál þess tíma tóku hann af lífi og fólk sem fylgdi honum var ofsótt af ríkisvaldi, stjórnmálaflokkum og einstaklingum. Sagan geymir þær þjáningar og öll píslarvætti. Ofsóknir á hendur kristnu fólki eru enn stundaðar víða um heim – gleymum því ekki.
Meistarinn frá Nasaret sem guðspjöll herma að risið hafi upp frá dauðum, sigrað dauðann og gefið þeim sem trúa eilíft líf, er jafn umdeildur upprisinn sem og hann var á jarðvistardögum sínum í Galíleu forðum daga.
En siðfræðiboðskapur hans er sígildur – já, siðgæðisboðskapur kristinnar trúar sem dreginn var meira að segja óvænt upp úr pakka í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi: kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Það var rúsína í pylsuenda sjónvarpskappræðnanna – það er að segja hafi einhverjir áhorfenda sporðrennt loforðum stjórnmálamannanna.
Siðfræðiboðskapur kristinnar trúar snýst um að elska náungann. Fagurt markmið og háleitt sem ratað hefur inn í alþjóðasamþykktir hér og þar. Það getur stundum verið býsna erfitt að elska náungann eins og mörg dæmin sanna. Allar manneskjur liggja undir grun um að elska hann frekar þegar það gagnast þeim sjálfum en ekki öðrum.
Skipulögð manndráp fara fram í Evrópu og víðar og þau eru í boði ríkisvalds og stjórnmála í nokkrum löndum. Saklaust fólk er strádrepið – köld hönd dauðans leggst á börn og ungmenni. Þarf að nefna einhverjar styrjaldir eða innrásir inn í sjálfstæð lönd?
Það er sama hve fótum menn troða kærleikann og elsku til náungans, hvort tveggja fellur aldrei úr gildi.
Það er nefnilega dálítið flókið að vera manneskja og þó að kjörseðillinn sé langur og geti verið flókið að velja á milli flokkanna sem vilja leysa hvers manns vanda þá er lífið enn flóknara.
Í pólitíkinni elskar auðvitað hver maður sinn flokk. Hvað annað?
Og auðvitað fara allir sem vettlingi geta valdið og kjósa!
Fyrir lýðræðið ber nefnilega að þakka og nota það þegar færi gefst.
Sem betur fer er fólk sem kennir sig við kristni í öllum stjórnmálaflokkum. Enginn flokkur getur eignað sér fagnaðarerindið og jafnvel þótt hann merki sig í bak og fyrir sem kristilegan er hann fráleitt kristilegri en aðrir flokkar.
Stjórnmálaflokkar eru hluti af þeim tækjum sem samfélagið hefur til að byggja upp velferð landsmanna. Leiðir þeirra kunna að vera ólíkar en markmiðið er það sama: velferð landsmanna.
Stjórnmál snúast um hvernig eigi að skipuleggja samfélagið. Flestir hafa skoðanir á því sem betur fer en þær geta verið ólíkar og ekki nema gott eitt um það að segja. Umræður á stjórnmálavettvangi geta orðið á stundum býsna harðar um ólíkar skoðanir þó að alla jafna séu þær yfirvegaðar og málefnalegar. En virða ber allar skoðanir sem lagðar eru fram til heilla og og farsældar í samfélaginu.
Lýðræðissamfélag kallar á þátttöku allra í samfélagsumræðunni. Það kallar á frelsi einstaklingsins og samvinnu, samhjálp og réttlæti.
Það eru margir sem hafa viljað eigna sér meistarann frá Nasaret og setja hann til forystu í sínum flokki og eru einlægt með nafn hans á vörum. Sumir líta jafnvel á hann sem allsherjar félagslega lausn og draga upp mannakorn því til staðfestu.
En himnaríki er ekki á jörðu – guðsríkið er hið innra var líka sagt – innviðir þess guðsríkis geta sennilega verið missterkir.
Það eru skiptar skoðanir á meistaranum frá Nasaret eins og í pólitíkinni. Svo verður alltaf eins og í lífi hans hér í holdi manns. Stjórnmál þess tíma tóku hann af lífi og fólk sem fylgdi honum var ofsótt af ríkisvaldi, stjórnmálaflokkum og einstaklingum. Sagan geymir þær þjáningar og öll píslarvætti. Ofsóknir á hendur kristnu fólki eru enn stundaðar víða um heim – gleymum því ekki.
Meistarinn frá Nasaret sem guðspjöll herma að risið hafi upp frá dauðum, sigrað dauðann og gefið þeim sem trúa eilíft líf, er jafn umdeildur upprisinn sem og hann var á jarðvistardögum sínum í Galíleu forðum daga.
En siðfræðiboðskapur hans er sígildur – já, siðgæðisboðskapur kristinnar trúar sem dreginn var meira að segja óvænt upp úr pakka í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi: kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Það var rúsína í pylsuenda sjónvarpskappræðnanna – það er að segja hafi einhverjir áhorfenda sporðrennt loforðum stjórnmálamannanna.
Siðfræðiboðskapur kristinnar trúar snýst um að elska náungann. Fagurt markmið og háleitt sem ratað hefur inn í alþjóðasamþykktir hér og þar. Það getur stundum verið býsna erfitt að elska náungann eins og mörg dæmin sanna. Allar manneskjur liggja undir grun um að elska hann frekar þegar það gagnast þeim sjálfum en ekki öðrum.
Skipulögð manndráp fara fram í Evrópu og víðar og þau eru í boði ríkisvalds og stjórnmála í nokkrum löndum. Saklaust fólk er strádrepið – köld hönd dauðans leggst á börn og ungmenni. Þarf að nefna einhverjar styrjaldir eða innrásir inn í sjálfstæð lönd?
Það er sama hve fótum menn troða kærleikann og elsku til náungans, hvort tveggja fellur aldrei úr gildi.
Það er nefnilega dálítið flókið að vera manneskja og þó að kjörseðillinn sé langur og geti verið flókið að velja á milli flokkanna sem vilja leysa hvers manns vanda þá er lífið enn flóknara.
Í pólitíkinni elskar auðvitað hver maður sinn flokk. Hvað annað?
Og auðvitað fara allir sem vettlingi geta valdið og kjósa!
Fyrir lýðræðið ber nefnilega að þakka og nota það þegar færi gefst.