Hversdagsleikinn býr yfir miklum töfrum sem vilja oft fara fram hjá fólki. Listamenn grípa með töfrasprotum sínum margt í hversdagsleikanum og bera á borð með óvæntum hætti.

Og hversdagurinn verður um stund hátíð sem tekin er opnum örmum. Er ekki annars stundum talað um gráan hversdagsleikann? Listamaðurinn tekur hversdagsleikann föstum tökum og lyftir honum hátt upp úr stund dagsins, tímanum, og lætur hann ljóma listilega svo hátíðarbragur umvefur mörlandann á þorranum. Það er ekki ónýtt heldur þakkarvert.

Margir listamenn nota við listsköpun sína fundna hversdagslega hluti sem verða á vegi þeirra og setja þá í nýtt samhengi svo úr verður listaverk. Helgi Vignir Bragason er einn þeirra en nú stendur yfir sýning á verkum hans í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Hvorki er það gull eða marmari sem Helgi Vignir vinnur með heldur efni sem fellur til við byggingar. Það eru rörbútar, rafmagnssnúrur, rafmagnslok, brúsar, steypujárn, steypubrotaklumpar og svo mætti lengi telja. Þau sem hafa komið inn í hús sem verið er að byggja sjá alls konar byggingarefni sem liggur á víð og dreif, timbur, dósir og snúrur svo dæmi séu nefnd. Oft er það sagt svo að efnisúrgangar sem rafvirkjar skilja eftir sig eigi píparinn að hreinsa upp og svo eigi smiðurinn að taka til eftir píparann og þá koll af kolli. Þetta verður náttúrlega til þess að enginn iðnaðarmaður hirðir neitt upp eftir sig heldur er fenginn maður í verkið. Kannski eru þetta ýkjur með sannleikskorni í. Eða hrein ósannindi.

Listamaðurinn Helgi Vignir er hugkvæmur í list sinni og nær að skapa stemningu með verkum sínum. Vissulega eru blómvendir hans í vasa úr ólífrænum efnum en þeir eru skrautlegir og hver hefur sinn sjarma. Ónáttúrulegur ilmur þessara blóma segir sögu af því sem mennirnir hafa fyrir stafni. Steypujárn fær á sig nýjan svip þar sem það rís upp úr brotnum steypuklumpi með fölt gras í forgrunni og trjágróður í bakgrunni. Og túpur með þéttingarefni ljóma við hlið ávaxtar eins og hver önnur kyrralífsmynd listmálara fyrri alda á 16. og 17. öld. Brúsi undan frostlegi eða hverju sem er sómir sér vel á borði staðfastur á svip.

Þegar Helgi Vignir hefur sett verkin saman tekur hann ljósmynd af þeim enda er listamaðurinn ljósmyndari.

Allt eru þetta úrgangsefni úr byggingariðnaði. Listamaðurinn endurvinnur þau í verkum sínum. En það sem hann notar er ekki nema brotabrot af öllu því sem gengur af þegar hús eru byggð. Verk hans tala inn í umhverfisvanda sem er ofarlega á baugi í vestrænum samfélögum.

Verk Helga Vignis gleðja ekki aðeins augað heldur vekja þau til umhugsunar um umhverfismál og hvort megi standa betur að verki þegar hús eru byggð með tilliti til efnisnýtingar. En verkin opna líka augu áhorfenda fyrir öllu því sem notað er við húsagerð án þess að þeir hafi hugmynd um það. Hvað býr á bak við rafmagnsdós í veggnum? Rafmagnssnúrur eru í nokkrum litum og koparþráðurinn glóir. Eða undir eldhússkápnum? Þar hnykklast rör og silfurlitaðir barkar út og suður. Gáðu! En farðu varlega.

Hver er Helgi Vignir?

Helgi Vignir Bragason (f. 1972) útskrifaðist með diplóma í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum árið 2023. Áður hafði hann lokið M.Sc. námi í framkvæmdastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2013) og B.Sc. gráðu í byggingafræði frá Vitus Bering CVU í Horsens, Danmörku (2003). Þá tengjast verk Helga gjarnan áratugalangri reynslu hans af byggingariðnaðinum. Meðal nýlegra sýninga listamannsins má nefna ÁBATI – hugleiðing um efni í Slökkvistöðinni, Reykjavík (2024), og Ljósrák í Gallery Kannski, Reykjavík (2024). Helgi Vignir er meðlimur í FÍSL og SÍM og býr og starfar í Hafnarfirði.

Nánar um listamanninn.

Brúsinn sómir sér vel

Ávöxtur og þéttingarefni

Steypujárn og náttúran

Blóm úr ýmsum áttum

Fegurðin býr í veggnum

Kökustandur með nýrstárlegum hætti

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hversdagsleikinn býr yfir miklum töfrum sem vilja oft fara fram hjá fólki. Listamenn grípa með töfrasprotum sínum margt í hversdagsleikanum og bera á borð með óvæntum hætti.

Og hversdagurinn verður um stund hátíð sem tekin er opnum örmum. Er ekki annars stundum talað um gráan hversdagsleikann? Listamaðurinn tekur hversdagsleikann föstum tökum og lyftir honum hátt upp úr stund dagsins, tímanum, og lætur hann ljóma listilega svo hátíðarbragur umvefur mörlandann á þorranum. Það er ekki ónýtt heldur þakkarvert.

Margir listamenn nota við listsköpun sína fundna hversdagslega hluti sem verða á vegi þeirra og setja þá í nýtt samhengi svo úr verður listaverk. Helgi Vignir Bragason er einn þeirra en nú stendur yfir sýning á verkum hans í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Hvorki er það gull eða marmari sem Helgi Vignir vinnur með heldur efni sem fellur til við byggingar. Það eru rörbútar, rafmagnssnúrur, rafmagnslok, brúsar, steypujárn, steypubrotaklumpar og svo mætti lengi telja. Þau sem hafa komið inn í hús sem verið er að byggja sjá alls konar byggingarefni sem liggur á víð og dreif, timbur, dósir og snúrur svo dæmi séu nefnd. Oft er það sagt svo að efnisúrgangar sem rafvirkjar skilja eftir sig eigi píparinn að hreinsa upp og svo eigi smiðurinn að taka til eftir píparann og þá koll af kolli. Þetta verður náttúrlega til þess að enginn iðnaðarmaður hirðir neitt upp eftir sig heldur er fenginn maður í verkið. Kannski eru þetta ýkjur með sannleikskorni í. Eða hrein ósannindi.

Listamaðurinn Helgi Vignir er hugkvæmur í list sinni og nær að skapa stemningu með verkum sínum. Vissulega eru blómvendir hans í vasa úr ólífrænum efnum en þeir eru skrautlegir og hver hefur sinn sjarma. Ónáttúrulegur ilmur þessara blóma segir sögu af því sem mennirnir hafa fyrir stafni. Steypujárn fær á sig nýjan svip þar sem það rís upp úr brotnum steypuklumpi með fölt gras í forgrunni og trjágróður í bakgrunni. Og túpur með þéttingarefni ljóma við hlið ávaxtar eins og hver önnur kyrralífsmynd listmálara fyrri alda á 16. og 17. öld. Brúsi undan frostlegi eða hverju sem er sómir sér vel á borði staðfastur á svip.

Þegar Helgi Vignir hefur sett verkin saman tekur hann ljósmynd af þeim enda er listamaðurinn ljósmyndari.

Allt eru þetta úrgangsefni úr byggingariðnaði. Listamaðurinn endurvinnur þau í verkum sínum. En það sem hann notar er ekki nema brotabrot af öllu því sem gengur af þegar hús eru byggð. Verk hans tala inn í umhverfisvanda sem er ofarlega á baugi í vestrænum samfélögum.

Verk Helga Vignis gleðja ekki aðeins augað heldur vekja þau til umhugsunar um umhverfismál og hvort megi standa betur að verki þegar hús eru byggð með tilliti til efnisnýtingar. En verkin opna líka augu áhorfenda fyrir öllu því sem notað er við húsagerð án þess að þeir hafi hugmynd um það. Hvað býr á bak við rafmagnsdós í veggnum? Rafmagnssnúrur eru í nokkrum litum og koparþráðurinn glóir. Eða undir eldhússkápnum? Þar hnykklast rör og silfurlitaðir barkar út og suður. Gáðu! En farðu varlega.

Hver er Helgi Vignir?

Helgi Vignir Bragason (f. 1972) útskrifaðist með diplóma í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum árið 2023. Áður hafði hann lokið M.Sc. námi í framkvæmdastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2013) og B.Sc. gráðu í byggingafræði frá Vitus Bering CVU í Horsens, Danmörku (2003). Þá tengjast verk Helga gjarnan áratugalangri reynslu hans af byggingariðnaðinum. Meðal nýlegra sýninga listamannsins má nefna ÁBATI – hugleiðing um efni í Slökkvistöðinni, Reykjavík (2024), og Ljósrák í Gallery Kannski, Reykjavík (2024). Helgi Vignir er meðlimur í FÍSL og SÍM og býr og starfar í Hafnarfirði.

Nánar um listamanninn.

Brúsinn sómir sér vel

Ávöxtur og þéttingarefni

Steypujárn og náttúran

Blóm úr ýmsum áttum

Fegurðin býr í veggnum

Kökustandur með nýrstárlegum hætti

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir