Margt tækniundrið á liðnum öldum hefur þokað almættinu til hliðar og mannkynið talið sig geta þraukað betur og betur með hjálp tækninýjunga. En fráleitt er almættið aðgerðalaust enda hefur tækninni ekki tekist að leysa allar ráðgátur mannlífsins.

Gervigreindin er alls staðar til umræðu enda stórmerkilegt fyrirbæri sem mun breyta ýmsu í lífi mannsins til batnaðar en henni geta líka fylgt hættur eins og reyndar öllu tæknibrölti mannsins.

Þessa mynd af Jesú Kristi birtir gervigreindin í skriftastólnum – hreyfimynd sem talar – mynd: Urs Flueeler/AP/Ritzau Scanpix – Kristeligt Dagblad

Þeir tóku upp á því fyrir nokkru í Péturskapellunni í Lucerne í Sviss að kalla gervigreindina til þjónustu. Áður en hún kom til þjónustu fór hún í starfsþjálfun, ef svo má segja. Rennt var ofan í hana reiðinnar býsn af guðfræði og trúfræði og ýmsu öðru sem kennt er í guðfræðideildum háskólanna og tók hún víst vel á móti þó að margt væri þungmelt. Hún var þjálfuð í samtölum, samtalstækni og sálusorgun. Síðan gekkst hún undir próf þrjátíu manna hóps sem spurði hana spjörunum úr ef svo má segja um vél. Allt gekk það að óskum. Hún var því komin með góðan grunn áður en fyrsti starfsdagurinn rann upp. Markmiðið var að gervigreindin öðlaðist nokkurs konar viðmót Jesú og þankagang með það í huga að fólk sem tæki hana tali fengi á tilfinninguna að Jesú væri ekki fjarri þegar öllu væri á botninn hvolft. Svo er það ekki verra að gervigreindin er tungumálagarpur og hefur eitt hundrað tungumál á hraðbergi.

Söfnuðurinn svissneski ákvað í fullu samráði við sóknarprestinn og Marco Schmid, guðfræðing sem starfar á vegum safnaðarins, að reynt yrði á gervigreindina í skriftastólnum. Þetta var tilraun svo öllu sé nú til haga haldið. En tilraunin var ekki gerð út í bláinn eða liður í einhverju kirkjuflippi þegar öll sund virðast vera að lokast.

Þessi guðfræðilega gervigreind fékk það gamla nafn sem margir kannast við, Deus ex machina (Guð úr vélinni – eða með öðrum orðum Guð sem sprettur upp í sögu leiks og lífs og leysir öll mál með skjótum hætti). Þegar búið var að koma gripnum fyrir inni í rökkvuðum skriftastólnum var beðið þess sem koma skyldi.

Ítrekað skal að hér var um tilraun að ræða sem stóð yfir í tvo mánuði. Fólki var gerð grein fyrir því hver tæki á móti þeim í skriftastólnum í þetta sinn. Sem sé vél en ekki maður. Gervigreindin hafði ekki fengið þjálfun í bænahaldi svo að ekki myndi hún fara með bænir.

Leiðbeiningar á standi fyrir utan skriftaklefann og hvernig nýta skyldi hina nýju þjónustu

Til þess að draga fram hinn andlega blæ varpaði gervigreindarforritið sígildri mynd af Jesú á rúðustrikaða fleti skriftastólsins. Hann var síðhærður og hinn myndarlegasti maður. Rúmlega eitt þúsund manns sóttu þjónustu gervigreindarinnar í skriftastólnum í Péturskapellunni. Flestir voru á aldrinum 40-70 ára. Alls 230 einstaklingar gáfu umsögn um samskipti sín við gervigreindina í þessum aðstæðum. Tveir þriðju þeirra töldu að samtalið við hana hefði verið andleg upplifun. Sumum fannst samtalið við hana vera frekar þunnur þrettándi, svör hennar hefðu verið einföld og klisjukennd.

Kaþólikkar þekkja vel til skriftamála og voru því öllum hnútum kunnugir þegar þeir gengu á hólm við gervigreindina meðan mótmælendur eðli máls samkvæmt voru meira tvístígandi í samtölum sínum við hana. Í ljós kom að fólk spurði gervigreindina margs í samtölunum við hana. Spurði um lífið og dauðann. Ást og eilífð. Samkynhneigð og einsemd. Eins og vænta mátti var af nógu að taka.

Auðvitað voru skiptar skoðanir um þetta framtak starfsfólksins í Péturskapellunni í Lucerne. Kaþólikkar voru mjög tortryggnir og töldu þetta hæpið enda hefur páfinn goldið varhug við gervigreindinni vegna skorts á mannúð og samkennd enda þótt hún kunni að vera góð til síns brúks. Sumir höfðu uppi stór orð og töldu þetta vera vélabrögð djöfulsins.

Hvað sem öðru líður þá er þessi tveggja mánaða tilraun um garð gengin. Öruggt má telja að gervigreindin verði síðar kölluð á kirkjulegan vettvang eftir að hafa verið skóluð enn betur til í ljósi þessarar athyglisverðu tilraunar.

Byggt á AP, The Guardian, Kristeligt Dagblad o.fl. miðlum

Gervigreindar Jesús svarar spurningum.

Hér er frétt sjónvarpsstöðvarinnar Today um málið.

Hér talar Gervigreindar-Jesús þýsku – og með þessum hætti birtist myndin af Jesú í skriftarstólnum. 

Nánar. 

Skriftastóllinn – mynd: Peter Diem/Lukasgesellschaft – The Guardian

Péturskapellan í Lucerne í Sviss – mynd: Google maps

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Margt tækniundrið á liðnum öldum hefur þokað almættinu til hliðar og mannkynið talið sig geta þraukað betur og betur með hjálp tækninýjunga. En fráleitt er almættið aðgerðalaust enda hefur tækninni ekki tekist að leysa allar ráðgátur mannlífsins.

Gervigreindin er alls staðar til umræðu enda stórmerkilegt fyrirbæri sem mun breyta ýmsu í lífi mannsins til batnaðar en henni geta líka fylgt hættur eins og reyndar öllu tæknibrölti mannsins.

Þessa mynd af Jesú Kristi birtir gervigreindin í skriftastólnum – hreyfimynd sem talar – mynd: Urs Flueeler/AP/Ritzau Scanpix – Kristeligt Dagblad

Þeir tóku upp á því fyrir nokkru í Péturskapellunni í Lucerne í Sviss að kalla gervigreindina til þjónustu. Áður en hún kom til þjónustu fór hún í starfsþjálfun, ef svo má segja. Rennt var ofan í hana reiðinnar býsn af guðfræði og trúfræði og ýmsu öðru sem kennt er í guðfræðideildum háskólanna og tók hún víst vel á móti þó að margt væri þungmelt. Hún var þjálfuð í samtölum, samtalstækni og sálusorgun. Síðan gekkst hún undir próf þrjátíu manna hóps sem spurði hana spjörunum úr ef svo má segja um vél. Allt gekk það að óskum. Hún var því komin með góðan grunn áður en fyrsti starfsdagurinn rann upp. Markmiðið var að gervigreindin öðlaðist nokkurs konar viðmót Jesú og þankagang með það í huga að fólk sem tæki hana tali fengi á tilfinninguna að Jesú væri ekki fjarri þegar öllu væri á botninn hvolft. Svo er það ekki verra að gervigreindin er tungumálagarpur og hefur eitt hundrað tungumál á hraðbergi.

Söfnuðurinn svissneski ákvað í fullu samráði við sóknarprestinn og Marco Schmid, guðfræðing sem starfar á vegum safnaðarins, að reynt yrði á gervigreindina í skriftastólnum. Þetta var tilraun svo öllu sé nú til haga haldið. En tilraunin var ekki gerð út í bláinn eða liður í einhverju kirkjuflippi þegar öll sund virðast vera að lokast.

Þessi guðfræðilega gervigreind fékk það gamla nafn sem margir kannast við, Deus ex machina (Guð úr vélinni – eða með öðrum orðum Guð sem sprettur upp í sögu leiks og lífs og leysir öll mál með skjótum hætti). Þegar búið var að koma gripnum fyrir inni í rökkvuðum skriftastólnum var beðið þess sem koma skyldi.

Ítrekað skal að hér var um tilraun að ræða sem stóð yfir í tvo mánuði. Fólki var gerð grein fyrir því hver tæki á móti þeim í skriftastólnum í þetta sinn. Sem sé vél en ekki maður. Gervigreindin hafði ekki fengið þjálfun í bænahaldi svo að ekki myndi hún fara með bænir.

Leiðbeiningar á standi fyrir utan skriftaklefann og hvernig nýta skyldi hina nýju þjónustu

Til þess að draga fram hinn andlega blæ varpaði gervigreindarforritið sígildri mynd af Jesú á rúðustrikaða fleti skriftastólsins. Hann var síðhærður og hinn myndarlegasti maður. Rúmlega eitt þúsund manns sóttu þjónustu gervigreindarinnar í skriftastólnum í Péturskapellunni. Flestir voru á aldrinum 40-70 ára. Alls 230 einstaklingar gáfu umsögn um samskipti sín við gervigreindina í þessum aðstæðum. Tveir þriðju þeirra töldu að samtalið við hana hefði verið andleg upplifun. Sumum fannst samtalið við hana vera frekar þunnur þrettándi, svör hennar hefðu verið einföld og klisjukennd.

Kaþólikkar þekkja vel til skriftamála og voru því öllum hnútum kunnugir þegar þeir gengu á hólm við gervigreindina meðan mótmælendur eðli máls samkvæmt voru meira tvístígandi í samtölum sínum við hana. Í ljós kom að fólk spurði gervigreindina margs í samtölunum við hana. Spurði um lífið og dauðann. Ást og eilífð. Samkynhneigð og einsemd. Eins og vænta mátti var af nógu að taka.

Auðvitað voru skiptar skoðanir um þetta framtak starfsfólksins í Péturskapellunni í Lucerne. Kaþólikkar voru mjög tortryggnir og töldu þetta hæpið enda hefur páfinn goldið varhug við gervigreindinni vegna skorts á mannúð og samkennd enda þótt hún kunni að vera góð til síns brúks. Sumir höfðu uppi stór orð og töldu þetta vera vélabrögð djöfulsins.

Hvað sem öðru líður þá er þessi tveggja mánaða tilraun um garð gengin. Öruggt má telja að gervigreindin verði síðar kölluð á kirkjulegan vettvang eftir að hafa verið skóluð enn betur til í ljósi þessarar athyglisverðu tilraunar.

Byggt á AP, The Guardian, Kristeligt Dagblad o.fl. miðlum

Gervigreindar Jesús svarar spurningum.

Hér er frétt sjónvarpsstöðvarinnar Today um málið.

Hér talar Gervigreindar-Jesús þýsku – og með þessum hætti birtist myndin af Jesú í skriftarstólnum. 

Nánar. 

Skriftastóllinn – mynd: Peter Diem/Lukasgesellschaft – The Guardian

Péturskapellan í Lucerne í Sviss – mynd: Google maps

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir