Það er sjaldan sem íslenskir stjórnmálamenn nefna Guð í ræðum sínum. Þekktasta dæmið úr seinni tíð er auðvitað þegar kallað var eftir blessun Guðs í aðdraganda hrunsins. Þau orð voru svo sannarlega mælt í einlægni og margir töldu þau mjög svo viðeigandi. Aðrir veltu vöngum yfir þeim og hæddust jafnvel að þeim.

Stutt athugun á innsetningarræðum[1] forseta lýðveldisins sýnir að þeir hafa allir nefnt Guð á nafn nema Vigdís Finnbogadóttir í tilefni innsetningarinnar.[2] Líklegt verður að telja að nýkjörinn forseti nefni Guð á nafn í innsetningarræðu sinni en hún og aðrir forsetaframbjóðendur voru mjög svo jákvæð gagnvart kristinni trú þegar Kirkjublaðið.is spurði þau um málið í aðdraganda forsetakosninganna.

Hér er hins vegar ekki ætlunin að kafa dýpra ofan í þessa hlið hjá íslenskum stjórnmálamönnum og forsetum. Nefnt sisvona í framhjáhlaupi og til að reisa litla brú yfir til annarra stjórnmálamanna og þá í Bandaríkjunum.

Donald Trump var sýnt banatilræði 13. júlí sl. og fjölmiðlar hafa verið af sjálfu leiðir uppteknir við þann voðaatburð og landsfund Repúblikana í kjölfarið. Munaði hársbreidd að byssumaðurinn næði að bana forsetaframbjóðandanum. Einn lét lífið í árásinni og tveir særðust lífshættulega.

Guð bar á góma í tengslum við banatilræðið. Sjálfur sagði forsetinn fyrrverandi að annað hvort hafi heppnin verið honum hliðholl á þessari ögurstundu eða að Guð hafi bjargað honum.[3] Og fleiri tóku í þann streng og fullyrtu að Guð hefði gripið inn í og bjargað lífi hans.

Í lokaræðu sinni á landsfundi Repúblikana fullyrti Donald Trump afdráttarlaust hvað hefði bjargað lífi hans:

Ég hafði Guð með mér í liði.[4]

Tengsl stjórnmála og trúar eru mjög flókin í Bandaríkjunum. Miklar sveiflur eru á því hve mikil áhrif trú hefur á stóru stjórnmálaflokkana tvo, Demókrata og Repúblikana. Sama er að segja um ólík áhrif menningarstrauma og þjóðarbrota á bandarísk stjórnmál. Þessir menningarstraumar og þar með trúin geta haft mikil áhrif á framvindu stjórnmálanna. Í mörgum álitamálum ræður trúin miklu eins og þegar rætt er um fóstureyðingarlöggjöf.

Á landsfundum repúblikana og demókrata er alltaf haft um hönd formlegt helgihald, bænir og lofsöngvar. Þeir fyrrnefndu hafa haldið fastar við trúarleg dagskráratriði á flokkssamkundum sínum en þeir síðarnefndu. Einn prestur sagði að hann hefði oft verið beðinn að leiða bænastundir hjá demókrötunum en gjarnan með þeirri viðbót að hann þyrfti ekki að nefna frelsarann á nafn.

Banatilræðið við Trump setti auðvitað sterkan svip á landsfund repúblikana í Pennsylvaníu. Þar kom hinn trúarlegi þáttur mjög svo sterkt fram og kannski aldrei sem fyrr enda hafði Guð bjargað leiðtoga þeirra.

Prestar úr ýmsum söfnuðum komu síðar við sögu á landsfundinum. En það var lútherskur prestur sem reið á vaðið á fyrsta degi fundarins. Hann heitir James Roemke og er frá Lúthersku Messíasarkirkjunni í Kenosha í Wisconsin. Bænastundin sem hann stýrði var mjög tilfinningaþrungin eins og gefur að skilja.

Áður en bænastundin hófst ávarpaði hann Trump persónulega og hermdi listavel eftir honum í orðum og töktum:

Þú verður svo blessaður, já ég lofa þér því, svo blessaður að þú munt fá nóg af því. Trúðu mér.[5]

Mikil fagnaðarlæti brutust út eftir að þessi orð voru mælt, hlátur, húrrahróp og almenn fagnaðarlæti. Trump lét sér vel líka.

Séra James Roemke telur þó að erfitt sé að skilja á milli trúmála og stjórnmála. Segir að trúna sé ekki aðeins að finna í kirkjum frekar en stjórnmálin sé bara að finna í Washington. Hvort tveggja sé alls staðar.

Donald Trump er kristinnar trúar, alinn upp í öldungakirkjunni (e. presbyterian church) og lætur sig trúmál skipta.

Það þykir ekki ókostur að geta brugðið fyrir sig biblíutilvitnunum á réttum stundum í bandarískum stjórnmálum og ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, var einkar lunkinn í þeim efnum. Donald Trump er ekki með biblíutilvitnanir á vörum en hann hefur annað til brunns að bera að mati Alyson Shortle, háskólakennara við háskólann í Oklahoma í biblíubeltinu:

Donald Trump er með fingurinn á púlsinum. Segir við fólkið: Það er ekki farið vel með ykkur en ég mun berjast fyrir ykkur. Trump þarf ekki að beita brögðum eða vitna í Biblíuna til að virkja fólkið. Hann er þegar búinn að fleyta sigrinum áfram með loforðum sínum. Ekki heldur þarf hann að sýna að trú hans sé sterkari en annarra. Hann þarf bara að sanna að hann geti sigrað þá sem tala fyrir frjálslyndri veraldarhyggju.[6]

En aftur að prestinum, séra James Roemke í Lúthersku Messíasarkirkjunni í Kenosha í Wisconsin. Hann er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps og viðurkennir að forsetinn fyrrverandi hafi sína veikleika. En séra James kýs að beina sjónum að eigin veikleikum sem sé offita og matarfíkn. Hann fari ekki vel með líkamann sem Guð gaf honum. Sé syndari eins og aðrir. Séra James segir að margir geti verið öflugir stjórnmálamenn þó að þeir hirði lítið um trúna. Tekur það fram að Donald Trump sé ekki lútherskur og gæti ekki verið prestur í kirkjunni hans þó svo hann geti verið fínn forseti.

Þess má geta að varaforsetaefni Trumps, J.D. Vance, er rómversk-kaþólskur, og eiginkona hans er alin upp í hindúisma. Nú, Joe Biden forseti, er rómversk-kaþólskur og Kamala Harris, varaforseti, er baptisti.

(Þessi umfjöllun er byggð á greinum úr Kristeligt Dagblad, New Milvaukee journal sentinel og New York Post).

Uppfært 21. júlí 2024.

Tilvísanir:

[1] Á vef Forseta Íslands, forseti.is má lesa til dæmis innsetningarræður forsetanna.
[2] Þessi orð má þó ekki skilja svo að Vigdísi hafi verið það fjarri skapi að nefna Guð á nafn og biðja blessunar hans til handa landi og þjóð, sjá til dæmis ávarp hennar við vígslu Hallgrímskirkju í Reykjavík 26. október 1986. Sótt 21. júlí 2024.
[3]Sjá: New York Post, sótt 18. júlí 2024.
[4]BBC, („I had God on my side“) og mbl.is, sótt 19. júlí 2024.
[5]Milvaukee journal sentinel – sótt 18. júlí 2024.
[6]Kristeligt Dagblad – sótt 18. júlí 2024.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er sjaldan sem íslenskir stjórnmálamenn nefna Guð í ræðum sínum. Þekktasta dæmið úr seinni tíð er auðvitað þegar kallað var eftir blessun Guðs í aðdraganda hrunsins. Þau orð voru svo sannarlega mælt í einlægni og margir töldu þau mjög svo viðeigandi. Aðrir veltu vöngum yfir þeim og hæddust jafnvel að þeim.

Stutt athugun á innsetningarræðum[1] forseta lýðveldisins sýnir að þeir hafa allir nefnt Guð á nafn nema Vigdís Finnbogadóttir í tilefni innsetningarinnar.[2] Líklegt verður að telja að nýkjörinn forseti nefni Guð á nafn í innsetningarræðu sinni en hún og aðrir forsetaframbjóðendur voru mjög svo jákvæð gagnvart kristinni trú þegar Kirkjublaðið.is spurði þau um málið í aðdraganda forsetakosninganna.

Hér er hins vegar ekki ætlunin að kafa dýpra ofan í þessa hlið hjá íslenskum stjórnmálamönnum og forsetum. Nefnt sisvona í framhjáhlaupi og til að reisa litla brú yfir til annarra stjórnmálamanna og þá í Bandaríkjunum.

Donald Trump var sýnt banatilræði 13. júlí sl. og fjölmiðlar hafa verið af sjálfu leiðir uppteknir við þann voðaatburð og landsfund Repúblikana í kjölfarið. Munaði hársbreidd að byssumaðurinn næði að bana forsetaframbjóðandanum. Einn lét lífið í árásinni og tveir særðust lífshættulega.

Guð bar á góma í tengslum við banatilræðið. Sjálfur sagði forsetinn fyrrverandi að annað hvort hafi heppnin verið honum hliðholl á þessari ögurstundu eða að Guð hafi bjargað honum.[3] Og fleiri tóku í þann streng og fullyrtu að Guð hefði gripið inn í og bjargað lífi hans.

Í lokaræðu sinni á landsfundi Repúblikana fullyrti Donald Trump afdráttarlaust hvað hefði bjargað lífi hans:

Ég hafði Guð með mér í liði.[4]

Tengsl stjórnmála og trúar eru mjög flókin í Bandaríkjunum. Miklar sveiflur eru á því hve mikil áhrif trú hefur á stóru stjórnmálaflokkana tvo, Demókrata og Repúblikana. Sama er að segja um ólík áhrif menningarstrauma og þjóðarbrota á bandarísk stjórnmál. Þessir menningarstraumar og þar með trúin geta haft mikil áhrif á framvindu stjórnmálanna. Í mörgum álitamálum ræður trúin miklu eins og þegar rætt er um fóstureyðingarlöggjöf.

Á landsfundum repúblikana og demókrata er alltaf haft um hönd formlegt helgihald, bænir og lofsöngvar. Þeir fyrrnefndu hafa haldið fastar við trúarleg dagskráratriði á flokkssamkundum sínum en þeir síðarnefndu. Einn prestur sagði að hann hefði oft verið beðinn að leiða bænastundir hjá demókrötunum en gjarnan með þeirri viðbót að hann þyrfti ekki að nefna frelsarann á nafn.

Banatilræðið við Trump setti auðvitað sterkan svip á landsfund repúblikana í Pennsylvaníu. Þar kom hinn trúarlegi þáttur mjög svo sterkt fram og kannski aldrei sem fyrr enda hafði Guð bjargað leiðtoga þeirra.

Prestar úr ýmsum söfnuðum komu síðar við sögu á landsfundinum. En það var lútherskur prestur sem reið á vaðið á fyrsta degi fundarins. Hann heitir James Roemke og er frá Lúthersku Messíasarkirkjunni í Kenosha í Wisconsin. Bænastundin sem hann stýrði var mjög tilfinningaþrungin eins og gefur að skilja.

Áður en bænastundin hófst ávarpaði hann Trump persónulega og hermdi listavel eftir honum í orðum og töktum:

Þú verður svo blessaður, já ég lofa þér því, svo blessaður að þú munt fá nóg af því. Trúðu mér.[5]

Mikil fagnaðarlæti brutust út eftir að þessi orð voru mælt, hlátur, húrrahróp og almenn fagnaðarlæti. Trump lét sér vel líka.

Séra James Roemke telur þó að erfitt sé að skilja á milli trúmála og stjórnmála. Segir að trúna sé ekki aðeins að finna í kirkjum frekar en stjórnmálin sé bara að finna í Washington. Hvort tveggja sé alls staðar.

Donald Trump er kristinnar trúar, alinn upp í öldungakirkjunni (e. presbyterian church) og lætur sig trúmál skipta.

Það þykir ekki ókostur að geta brugðið fyrir sig biblíutilvitnunum á réttum stundum í bandarískum stjórnmálum og ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, var einkar lunkinn í þeim efnum. Donald Trump er ekki með biblíutilvitnanir á vörum en hann hefur annað til brunns að bera að mati Alyson Shortle, háskólakennara við háskólann í Oklahoma í biblíubeltinu:

Donald Trump er með fingurinn á púlsinum. Segir við fólkið: Það er ekki farið vel með ykkur en ég mun berjast fyrir ykkur. Trump þarf ekki að beita brögðum eða vitna í Biblíuna til að virkja fólkið. Hann er þegar búinn að fleyta sigrinum áfram með loforðum sínum. Ekki heldur þarf hann að sýna að trú hans sé sterkari en annarra. Hann þarf bara að sanna að hann geti sigrað þá sem tala fyrir frjálslyndri veraldarhyggju.[6]

En aftur að prestinum, séra James Roemke í Lúthersku Messíasarkirkjunni í Kenosha í Wisconsin. Hann er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps og viðurkennir að forsetinn fyrrverandi hafi sína veikleika. En séra James kýs að beina sjónum að eigin veikleikum sem sé offita og matarfíkn. Hann fari ekki vel með líkamann sem Guð gaf honum. Sé syndari eins og aðrir. Séra James segir að margir geti verið öflugir stjórnmálamenn þó að þeir hirði lítið um trúna. Tekur það fram að Donald Trump sé ekki lútherskur og gæti ekki verið prestur í kirkjunni hans þó svo hann geti verið fínn forseti.

Þess má geta að varaforsetaefni Trumps, J.D. Vance, er rómversk-kaþólskur, og eiginkona hans er alin upp í hindúisma. Nú, Joe Biden forseti, er rómversk-kaþólskur og Kamala Harris, varaforseti, er baptisti.

(Þessi umfjöllun er byggð á greinum úr Kristeligt Dagblad, New Milvaukee journal sentinel og New York Post).

Uppfært 21. júlí 2024.

Tilvísanir:

[1] Á vef Forseta Íslands, forseti.is má lesa til dæmis innsetningarræður forsetanna.
[2] Þessi orð má þó ekki skilja svo að Vigdísi hafi verið það fjarri skapi að nefna Guð á nafn og biðja blessunar hans til handa landi og þjóð, sjá til dæmis ávarp hennar við vígslu Hallgrímskirkju í Reykjavík 26. október 1986. Sótt 21. júlí 2024.
[3]Sjá: New York Post, sótt 18. júlí 2024.
[4]BBC, („I had God on my side“) og mbl.is, sótt 19. júlí 2024.
[5]Milvaukee journal sentinel – sótt 18. júlí 2024.
[6]Kristeligt Dagblad – sótt 18. júlí 2024.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir