Þegar hressileg lægð fór um landið í gær var sem skotið væri út brú milli sumars og hausts. Náttúran var eiginlega að hrista af sér sumarið og búa sig undir haustið.

Haustið er óræður tími og minnir okkur á svo mörg stef í mannlífinu eins og aðrar árstíðir. Manneskjan er sett inn í þennan ramma náttúrunnar eins og til að minna hana á hvernig líf hennar hér í heimi kemur til með að skunda fram. Þú lifir í kröftugum straumi og nýtur þess – þú átt líf í fullri gnægð þó svo hún sé ekki alltaf mikil á veraldlegan mælikvarða. En hamingjusöm manneskja og bjartsýn er auðug manneskja.

En haustið er líka sá tími þegar gáttir allra menntastofnana landsins opnast og brúm rennt út. Litlir fætur trítla yfir brúna eins og í ævintýrum með fallegar skólatöskur á bakinu. Enn aðrir eru á lokaspretti sínum yfir menntabrúna og svo aðrir sem eru mættir aftur á brúarsporðinn sér til ánægju og eflingar andans.

Menntun er höfuðlykillinn í nútímasamfélagi.

Samfélagið verður sífellt flóknara og tekur hröðum breytingum. Gervigreindin er nýjasta dæmið um breytingar sem geta umsnúið lífinu – og þá bæði til hins betra og verra.

En gervigreind kemur ekki í staðinn fyrir trú því aldrei verður hægt að tala við hana sem einstakling og þess heldur ekki að biðja til hennar. Hún er vél hvað sem tautar og raular. En eitt er víst að smíðuð verður brú milli gervigreindar og almennings. Brúarsmíði er nefnilega enn nauðsynleg og kannski aldrei sem nú.

Brúin tengir.

Tengir saman fólk. Skoðanir og viðhorf. Lífsgildi og lýðræði.

Trú og lífsskoðanir.

Í nútímasamfélagi er kristin trú ein leið af mörgum sem hægt er að gera að sínum í lífinu. Mörg trúfélög tala fyrir henni og stærst er þjóðkirkjan. Ábyrgð hennar er mikil.

Kristin trú hefur alltaf verð upptekin við brúarsmíð enda ritað á einn stólpa hennar: Farið og kennið.

Þess vegna reka fjölmargir söfnuðir öflugt kirkjustarf og reyna með því að brúa bil milli sín og fólks.

Þetta kirkjustarf höfðar til ungra sem aldinna.

Fermingarstörfin eru sérstaklega áberandi á þessum tíma enda mjög brýnt að leggja rækt við þau og vanda til allra verka.

Frásagnir Biblíunnar og þá fyrst og fremst Nýja testamentisins skipta mestu máli í allri fræðslu kirkjunnar.

Nú heyrist stundum hjá kirkjufólki sem þekkir vel til allra mála að kunnátta í kristnum fræðum hafi dofnað. Þar er helst minnst á að börn og unglingar þekki ekki lengur helstu dæmisögur Jesú og aðra mikilvæga trúartexta. Ástæða þess er oftast talin sú að kristin fræði eru ekki kennd sem sérgrein í grunnskólanum heldur innan samfélagsgreina sem trúarbragðafræði. Sumir hafa bent á að fákunnandi kynslóð í kristnum fræðum hafi þegar vaxið úr grasi enda nokkuð um liðið frá því að dregið var úr kristinfræðikennslu grunnskólanna.

Hvað er þá til ráða?

Enn og aftur: brúargerð:

Þjóðkirkjan verður að taka alla biblíufræðslu í sínar hendur og stórefla hana með skipulögðum hætti. Þessi orð má þó ekki skilja svo að sú fræðsla hafi verið vanrækt í kirkjunum. Alls ekki. En þegar jafnveigamikill fræðsluþáttur eins og kristinfræðikennsla hrekkur svo að sega úr skaftinu sem sérgrein verður að bretta upp ermar og skjóta út nýjum brúm.

Við blasa spennandi tækifæri.

Þjóðkirkjan hefur á að skipa áhugasmömum og velmenntuðum mannafla til að fara í verkið. Og aldrei hafa leiðirnar verið fleiri og öflugri til að miðla þekkingu en einmitt nú.

Svo má si sona í lokin minna á að samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á hann að:

mótast af umburðarlynd og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. (2. gr.).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þegar hressileg lægð fór um landið í gær var sem skotið væri út brú milli sumars og hausts. Náttúran var eiginlega að hrista af sér sumarið og búa sig undir haustið.

Haustið er óræður tími og minnir okkur á svo mörg stef í mannlífinu eins og aðrar árstíðir. Manneskjan er sett inn í þennan ramma náttúrunnar eins og til að minna hana á hvernig líf hennar hér í heimi kemur til með að skunda fram. Þú lifir í kröftugum straumi og nýtur þess – þú átt líf í fullri gnægð þó svo hún sé ekki alltaf mikil á veraldlegan mælikvarða. En hamingjusöm manneskja og bjartsýn er auðug manneskja.

En haustið er líka sá tími þegar gáttir allra menntastofnana landsins opnast og brúm rennt út. Litlir fætur trítla yfir brúna eins og í ævintýrum með fallegar skólatöskur á bakinu. Enn aðrir eru á lokaspretti sínum yfir menntabrúna og svo aðrir sem eru mættir aftur á brúarsporðinn sér til ánægju og eflingar andans.

Menntun er höfuðlykillinn í nútímasamfélagi.

Samfélagið verður sífellt flóknara og tekur hröðum breytingum. Gervigreindin er nýjasta dæmið um breytingar sem geta umsnúið lífinu – og þá bæði til hins betra og verra.

En gervigreind kemur ekki í staðinn fyrir trú því aldrei verður hægt að tala við hana sem einstakling og þess heldur ekki að biðja til hennar. Hún er vél hvað sem tautar og raular. En eitt er víst að smíðuð verður brú milli gervigreindar og almennings. Brúarsmíði er nefnilega enn nauðsynleg og kannski aldrei sem nú.

Brúin tengir.

Tengir saman fólk. Skoðanir og viðhorf. Lífsgildi og lýðræði.

Trú og lífsskoðanir.

Í nútímasamfélagi er kristin trú ein leið af mörgum sem hægt er að gera að sínum í lífinu. Mörg trúfélög tala fyrir henni og stærst er þjóðkirkjan. Ábyrgð hennar er mikil.

Kristin trú hefur alltaf verð upptekin við brúarsmíð enda ritað á einn stólpa hennar: Farið og kennið.

Þess vegna reka fjölmargir söfnuðir öflugt kirkjustarf og reyna með því að brúa bil milli sín og fólks.

Þetta kirkjustarf höfðar til ungra sem aldinna.

Fermingarstörfin eru sérstaklega áberandi á þessum tíma enda mjög brýnt að leggja rækt við þau og vanda til allra verka.

Frásagnir Biblíunnar og þá fyrst og fremst Nýja testamentisins skipta mestu máli í allri fræðslu kirkjunnar.

Nú heyrist stundum hjá kirkjufólki sem þekkir vel til allra mála að kunnátta í kristnum fræðum hafi dofnað. Þar er helst minnst á að börn og unglingar þekki ekki lengur helstu dæmisögur Jesú og aðra mikilvæga trúartexta. Ástæða þess er oftast talin sú að kristin fræði eru ekki kennd sem sérgrein í grunnskólanum heldur innan samfélagsgreina sem trúarbragðafræði. Sumir hafa bent á að fákunnandi kynslóð í kristnum fræðum hafi þegar vaxið úr grasi enda nokkuð um liðið frá því að dregið var úr kristinfræðikennslu grunnskólanna.

Hvað er þá til ráða?

Enn og aftur: brúargerð:

Þjóðkirkjan verður að taka alla biblíufræðslu í sínar hendur og stórefla hana með skipulögðum hætti. Þessi orð má þó ekki skilja svo að sú fræðsla hafi verið vanrækt í kirkjunum. Alls ekki. En þegar jafnveigamikill fræðsluþáttur eins og kristinfræðikennsla hrekkur svo að sega úr skaftinu sem sérgrein verður að bretta upp ermar og skjóta út nýjum brúm.

Við blasa spennandi tækifæri.

Þjóðkirkjan hefur á að skipa áhugasmömum og velmenntuðum mannafla til að fara í verkið. Og aldrei hafa leiðirnar verið fleiri og öflugri til að miðla þekkingu en einmitt nú.

Svo má si sona í lokin minna á að samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á hann að:

mótast af umburðarlynd og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. (2. gr.).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir