Það er mikilvægt að minnast tímamóta.

Kirkjublaðið.is er fjögurra ára í dag en það var formlega stofnað 11. október 2020. Hugmyndin að baki þessa miðils var sú að auka umræðu um kirkjuleg málefni og margt sem þeim tengist. Miðillinn er einstaklingsframtak ritstjórans og er í eigu hans; frjáls miðill og óháður öllum trúfélögum en stendur á lúthersk-evangeliskum grunni.

Kirkjublaðið.is er opinn vettvangur fyrir allt kirkjufólk vilji það koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Umræða um kirkjuleg málefni er nauðsynleg. Öll skoðanaskipti eru af hinu góða og ekki síður þarf heilbrigt aðhald gagnvart öllum þeim er starfa á kirkjulegum vettvangi.

Kirkjublaðinu.is hefur verið tekið vel og fyrir það er þakkað. Margt kirkjufólk hefur haft það á orði við ritstjórann í þessi fjögur ár að þessi netmiðill sé fagnaðarefni.

Kirkjublaðinu.is er dreift á Feisbókarsíðu ritstjórans og iðulega á Feisbókarsíður Djákna, presta og guðfræðinga, og síðu Prestafélags Íslands. Margir lesendur Kirkjublaðsins.is dreifa greinum úr blaðinu á sínar síður. Þannig hafa lesendur á vissan hátt lykilstöðu til að koma efni blaðsins til skila hafi þeir áhuga á því. Kirkjublaðið.is er svo sannarlega þakklátt þeim sem dreifa blaðinu og greinum þess í netheimum. Þá skal minnt á að þótt margir setji ekki læk-merki á dreifingu greina þá eru lesendur ætíð fleiri en lækin. Hins vegar hvetja fleiri læk á efni til enn meiri lesturs.

Kirkjublaðið.is hvetur allt kirkjufólk til að skrifa í blaðið. Kirkjufólk sem ann kirkjunni og starfar fyrir hana býr að fjölbreytilegri lífsreynslu og er allt menntað með sínum hætti og hefur sitthvað uppbyggilegt og forvitnilegt til málanna að leggja. Þá skal á það minnt að kennilýðurinn hefur löngum verið hin skrifandi stétt og því merki verður að halda uppi enda þótt það hafi hallast ískyggilega mikið á síðari áratugum.

Kirkjublaðið.is fagnar fjögurra ára afmæli sínu með kærum þökkum til þeirra sem styðja við bakið á því og fara góðum orðum um það. Sömuleiðis og ekki síst færir Kirkjublaðið.is þakkir öllum þeim sem lagt hafa efni til blaðsins. Allt hefur það verið vandað og athyglisvert.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er mikilvægt að minnast tímamóta.

Kirkjublaðið.is er fjögurra ára í dag en það var formlega stofnað 11. október 2020. Hugmyndin að baki þessa miðils var sú að auka umræðu um kirkjuleg málefni og margt sem þeim tengist. Miðillinn er einstaklingsframtak ritstjórans og er í eigu hans; frjáls miðill og óháður öllum trúfélögum en stendur á lúthersk-evangeliskum grunni.

Kirkjublaðið.is er opinn vettvangur fyrir allt kirkjufólk vilji það koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Umræða um kirkjuleg málefni er nauðsynleg. Öll skoðanaskipti eru af hinu góða og ekki síður þarf heilbrigt aðhald gagnvart öllum þeim er starfa á kirkjulegum vettvangi.

Kirkjublaðinu.is hefur verið tekið vel og fyrir það er þakkað. Margt kirkjufólk hefur haft það á orði við ritstjórann í þessi fjögur ár að þessi netmiðill sé fagnaðarefni.

Kirkjublaðinu.is er dreift á Feisbókarsíðu ritstjórans og iðulega á Feisbókarsíður Djákna, presta og guðfræðinga, og síðu Prestafélags Íslands. Margir lesendur Kirkjublaðsins.is dreifa greinum úr blaðinu á sínar síður. Þannig hafa lesendur á vissan hátt lykilstöðu til að koma efni blaðsins til skila hafi þeir áhuga á því. Kirkjublaðið.is er svo sannarlega þakklátt þeim sem dreifa blaðinu og greinum þess í netheimum. Þá skal minnt á að þótt margir setji ekki læk-merki á dreifingu greina þá eru lesendur ætíð fleiri en lækin. Hins vegar hvetja fleiri læk á efni til enn meiri lesturs.

Kirkjublaðið.is hvetur allt kirkjufólk til að skrifa í blaðið. Kirkjufólk sem ann kirkjunni og starfar fyrir hana býr að fjölbreytilegri lífsreynslu og er allt menntað með sínum hætti og hefur sitthvað uppbyggilegt og forvitnilegt til málanna að leggja. Þá skal á það minnt að kennilýðurinn hefur löngum verið hin skrifandi stétt og því merki verður að halda uppi enda þótt það hafi hallast ískyggilega mikið á síðari áratugum.

Kirkjublaðið.is fagnar fjögurra ára afmæli sínu með kærum þökkum til þeirra sem styðja við bakið á því og fara góðum orðum um það. Sömuleiðis og ekki síst færir Kirkjublaðið.is þakkir öllum þeim sem lagt hafa efni til blaðsins. Allt hefur það verið vandað og athyglisvert.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir