Í dag er 8. mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Oft er sagt að auður sé afl þeirra hluta sem gera skal. Margt er til í því þó að annað þurfi líka að koma með. Konur hafa gjarnan horft á karlana dansa með auðinn og fara misvel með hann. Karlamenning hefur löngum haldið konum til hlés í nafni ýmissa kenninga og trúarbragða og lagt marga steina í götu þeirra sem enn er verið að ryðja úr vegi. Baráttunni er ekki enn lokið.

Þessi kona sem myndin sýnir er ákveðin og veit hvað hún vill. Hún er sterk og örugg. Hún hefur tekið handfylli af peningum úr gullskál og býst til eins og að fleygja þeim í áttina að þeim er horfir á myndina. Klæðnaður hennar sýnir í anda barokklistar að hér er engin hornkerling á ferð. Kannski ætlar hún sér að dreifa fjármunum sínum í ýmsar áttir svo fleiri fái notið þeirra. Eða er hún með lottópeninginn í höndum og spyr hver þarna úti hafi hreppt vinninginn?

Þvert á móti. Þjálfun barokklistamálara í samspili ljóss og skugga kemur vel fram og það er sem hin sjálfsörugga kona stigi út úr myndinni og í átt þess sem horfir á. Þetta er kona sem vill láta til sín taka í samræmi við stétt sína og stöðu. Á þessum tíma sem öðrum er auður ætíð eftirsóknarverður. Þau sem nota auð með skynsamlegum hætti geta komið mörgu góðu til leiðar og notið þess frelsis sem hann býður upp á. En það er meira sem má lesa út úr þessari fáguðu konu og það er að meðferð veraldlegra og andlegra gæða skal mótast af umhyggju og reisn. Fjármunir mega ekki kæfa dygðir manneskjunnar eins og stundum gerist.

Þó að ævi ítölsku barokklistakonunnar Elisabettu Sirani væri stutt (1638-1665) þá stofnaði hún listaskóla fyrir konur og kenndi það sem hún hafði lært af föður sínum. Það var alls ekki sjálfsagt að konur fengjust við listmálun á þessum tíma en hæfileikar hennar komu snemma fram. Til þess að sanna að hún hefði sjálf málað myndirnar en ekki einhver karl og hún sett svo stafina sína við hana leyfði hún fólki að fylgjast með þegar hún var að störfum svo ekki var hægt að efast um hver héldi þar um pensilinn.

Truúarleg verk voru mjög fyrirferðarmikil á þessum tíma enda markaður góður fyrir þau og Elisabetta gerði mörg slík en önnur verk með mismunandi stef voru unnin samhliða. Þetta verk er eitt þeirra.

Elisabetta Sirani var baráttukona sem féll frá aðeins 27 ára gömul. Hún gekk inn í listaheim karla sem var fátítt og náði þar miklum árangri. Verk hennar eru um 200 alls og mörg þeirra sýna hina sterku konu og viljugu til að láta að sér kveða á vettvangi dagsins þar sem karlar ráða ríkjum. Eftir að faðir hennar veiktist varð hún að sjá fjölskyldu sinni farborða og sinnti listmálun af krafti.

 

Heimild: The Short Story of Women Artists, Susie Hodge, 2020

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í dag er 8. mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Oft er sagt að auður sé afl þeirra hluta sem gera skal. Margt er til í því þó að annað þurfi líka að koma með. Konur hafa gjarnan horft á karlana dansa með auðinn og fara misvel með hann. Karlamenning hefur löngum haldið konum til hlés í nafni ýmissa kenninga og trúarbragða og lagt marga steina í götu þeirra sem enn er verið að ryðja úr vegi. Baráttunni er ekki enn lokið.

Þessi kona sem myndin sýnir er ákveðin og veit hvað hún vill. Hún er sterk og örugg. Hún hefur tekið handfylli af peningum úr gullskál og býst til eins og að fleygja þeim í áttina að þeim er horfir á myndina. Klæðnaður hennar sýnir í anda barokklistar að hér er engin hornkerling á ferð. Kannski ætlar hún sér að dreifa fjármunum sínum í ýmsar áttir svo fleiri fái notið þeirra. Eða er hún með lottópeninginn í höndum og spyr hver þarna úti hafi hreppt vinninginn?

Þvert á móti. Þjálfun barokklistamálara í samspili ljóss og skugga kemur vel fram og það er sem hin sjálfsörugga kona stigi út úr myndinni og í átt þess sem horfir á. Þetta er kona sem vill láta til sín taka í samræmi við stétt sína og stöðu. Á þessum tíma sem öðrum er auður ætíð eftirsóknarverður. Þau sem nota auð með skynsamlegum hætti geta komið mörgu góðu til leiðar og notið þess frelsis sem hann býður upp á. En það er meira sem má lesa út úr þessari fáguðu konu og það er að meðferð veraldlegra og andlegra gæða skal mótast af umhyggju og reisn. Fjármunir mega ekki kæfa dygðir manneskjunnar eins og stundum gerist.

Þó að ævi ítölsku barokklistakonunnar Elisabettu Sirani væri stutt (1638-1665) þá stofnaði hún listaskóla fyrir konur og kenndi það sem hún hafði lært af föður sínum. Það var alls ekki sjálfsagt að konur fengjust við listmálun á þessum tíma en hæfileikar hennar komu snemma fram. Til þess að sanna að hún hefði sjálf málað myndirnar en ekki einhver karl og hún sett svo stafina sína við hana leyfði hún fólki að fylgjast með þegar hún var að störfum svo ekki var hægt að efast um hver héldi þar um pensilinn.

Truúarleg verk voru mjög fyrirferðarmikil á þessum tíma enda markaður góður fyrir þau og Elisabetta gerði mörg slík en önnur verk með mismunandi stef voru unnin samhliða. Þetta verk er eitt þeirra.

Elisabetta Sirani var baráttukona sem féll frá aðeins 27 ára gömul. Hún gekk inn í listaheim karla sem var fátítt og náði þar miklum árangri. Verk hennar eru um 200 alls og mörg þeirra sýna hina sterku konu og viljugu til að láta að sér kveða á vettvangi dagsins þar sem karlar ráða ríkjum. Eftir að faðir hennar veiktist varð hún að sjá fjölskyldu sinni farborða og sinnti listmálun af krafti.

 

Heimild: The Short Story of Women Artists, Susie Hodge, 2020

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir