Meðlimum í þjóðkirkjum Norðurlanda fækkar svo sem kunnugt er. Það hefur margvísleg áhrif á fjárhag sóknanna eins og viðhald gömlu kirknanna og þá einkum þeirra frá miðöldum. Margir íslenskir söfnuðir kannast við fjárhaldsfrekt viðhald á kirkjunum og þá einkum hinna eldri sem ekki njóta friðunar.

Sóknir í dönsku kirkjunni hafa með sér landssamband eins og hér heima og það hélt fyrir nokkru ársfund sinn. Þar kom fram athyglisverð tillaga um að rýmkað yrði fyrir inntökuskilyrði í dönsku þjóðkirkjuna. Skírnin yrði ekki lengur krafa um aðild og því gætu þau sem vildu halda trú sinni, til dæmis íslam, gerst meðlimir sem og þau sem kallast menningarkristin (d. kulturkristne) og eru í ýmsum tengslum við kirkjuna en vilja ekki taka skírn.

Það varð auðvitað uppi fótur og fit á fundinum og flestir lögðust gegn þessari tillögu. Einn vildi til dæmis ekki heyra minnst á múslimaaðild þó veikur væri annars fyrir tillögunni sakir fjárhagslegs ábata. Þá voru þau sem sögðu þetta vera fráleitt, hlutverk kirkjunnar væri að boða fagnaðarerindið og þar væri skírnin grundvallarþáttur. Enn aðrir bentu á að nýr hópur innan kirkjunnar sem væri ekki með full réttindi myndi hægt og bítandi hefja baráttu fyrir þeim og setja svo sitt mark á söfnuðina. Þau sem voru fylgjandi þessari rýmkuðu aðild sáu fram á góða og trausta meðlimi eins og kaþólikka og gyðinga. En rýmkuð aðild myndi hins vegar ekki veita rétt til kjörgengis í sóknarnefndum.

Skemmst er frá því að segja að þessi tillaga var felld.

Þetta sýnir hins vegar að leitað er ýmissa leiða til afla fjár fyrir því að halda við menningarverðmætum eins og kirkjuhúsum. Það er svo sannarlega brýnt verkefni sem söfnuðir standa frammi fyrir.

Kurr vegna skipunar í nefnd

En það er fleira sem hefur angrað danskt kirkjufólk.

Fyrir nokkru skipaði danska kirkjumálaráðuneytið átján manna skírnarnefnd sem hefur það hlutverk að huga að því hvort þörf sé á að endurskoða skírnaratferli þjóðkirkjunnar. Einn nefndarmanna er kaþólskur og vakti það nokkurn kurr. En sumir bentu einfaldlega á að þetta væri í takt við nýja tíma. Sjálf hefði danska þjóðkirkjan bryddað upp á ýmsu samstarfi og samvinnu við önnur kristin trúfélög og því væri kaþólskur nefndarmaður í umræddri nefnd ekki neitt undrunarefni í sjálfu sér. Auk þess sem kirkjan viðurkenndi skírn annarra trúfélaga væri hún á annað borð gerð í nafni þrenningarinnar.

Þá má geta þess í lokin að 2022 voru 41.176 einstaklingar skírðir í Danmörku, fleiri en árið áður og það skýrir kórónuveirufaraldurinn. Hver skyldi vera fjöldi skírðra á Íslandi á síðasta ári?

Notið stimpil með aðgát – í nærveru sálar

Nú mega danskir prestar ekki gefa út vottorð til utanþjóðkirkjufólks þar sem á eru prentuð eða stimpluð kristin trúartákn. Vottorðin til þessa hóps eiga að vera trúarlega hlutlaus eins og heitir í fyrirmælum kirkjumálaráðuneytisins danska. Að sjálfsögðu eru ekki allir danskir prestar ánægðir með þessi fyrirmæli eins og einn sem segist hafa notað embættisstimpil sinn með grískum krossi í fjörutíu ár. Hann er náttúrlega sur og gnaven eins og Danskurinn segir og eflaust skilja margir hann.

Tímamóta minnst

Um þessar mundir eru sjötíu og fimm ár frá því að konur voru vígðar til prests í Danmörku – þær voru þrjár. Nú er svo komið að um sextíu prósent presta í Danmörku eru konur. Enn eru fleiri biskupar karlar en af tíu biskupum eru aðeins þrjár konur. Hið sama er að segja um prófasta en þar eru konur 45,5%. Í sumum landshlutum eru fleiri karlprestar að störfum heldur en kvenprestar.

Í dönsku fríkirkjunum eru það karlar sem eru í forystu safnaðanna enda þótt konur hafi verið í fararbroddi þeirra er ruddu fríkirkjunum braut á sínum tíma. Þó er það misjafnt eftir söfnuðum.

Það eru konur sem eru í forystu prestafélagsins danska og prófastafélagsins. Eftir því sem ofar er farið í stigveldi kirkjunnar verða karlar fleiri fyrir á fleti en konur.

Árósar standa upp úr þegar kemur að fjölda kvenpresta en þar eru þær 67,5 prósent og í stiftinu eru kvenprófastar 69%.

Tímamót líka hér á landi

Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að fyrsta konan var vígð til prests hér á landi. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til Suðureyrar við Súgandafjörð 1974. Hún hafði sótt nokkrum sinnum um prestaköll og ekki fengið.

Eflaust er undirbúningur þegar hafinn til að minnast þeirra kirkjusögulegu tímamóta þá fyrsta konan var vígð til þjónustu í þjóðkirkjunni. Hér á landi var andstaða við vígslu kvenna hverfandi miðað við það sem guðfræðingar í hópi kvenna máttu þola í öðrum löndum. Lög frá 1911 um jafnrétti kynjanna til menntunar og embætta hjá ríkinu réðu hér úrslitum.

Ekki hafa verið gerðir neinar rannsóknir hér á landi sem varpa ljósi á hvort starfsaðferðir kvenpresta séu með öðrum hætti en karlanna og ef svo þá hvaða áhrif hafa þær á kirkjustarfið. Þetta er rannsóknarefni sem bíður og af nógu er að taka.

Tölur frá dönsku hagstofunni fyrir þau sem eru áhugasöm

 

Skjáskot – bláa línan sýnir fjölda nýskráðra í dönsku þjóðkirkjunni en græna þau sem sagt hafa skilið við kirkjuna

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Meðlimum í þjóðkirkjum Norðurlanda fækkar svo sem kunnugt er. Það hefur margvísleg áhrif á fjárhag sóknanna eins og viðhald gömlu kirknanna og þá einkum þeirra frá miðöldum. Margir íslenskir söfnuðir kannast við fjárhaldsfrekt viðhald á kirkjunum og þá einkum hinna eldri sem ekki njóta friðunar.

Sóknir í dönsku kirkjunni hafa með sér landssamband eins og hér heima og það hélt fyrir nokkru ársfund sinn. Þar kom fram athyglisverð tillaga um að rýmkað yrði fyrir inntökuskilyrði í dönsku þjóðkirkjuna. Skírnin yrði ekki lengur krafa um aðild og því gætu þau sem vildu halda trú sinni, til dæmis íslam, gerst meðlimir sem og þau sem kallast menningarkristin (d. kulturkristne) og eru í ýmsum tengslum við kirkjuna en vilja ekki taka skírn.

Það varð auðvitað uppi fótur og fit á fundinum og flestir lögðust gegn þessari tillögu. Einn vildi til dæmis ekki heyra minnst á múslimaaðild þó veikur væri annars fyrir tillögunni sakir fjárhagslegs ábata. Þá voru þau sem sögðu þetta vera fráleitt, hlutverk kirkjunnar væri að boða fagnaðarerindið og þar væri skírnin grundvallarþáttur. Enn aðrir bentu á að nýr hópur innan kirkjunnar sem væri ekki með full réttindi myndi hægt og bítandi hefja baráttu fyrir þeim og setja svo sitt mark á söfnuðina. Þau sem voru fylgjandi þessari rýmkuðu aðild sáu fram á góða og trausta meðlimi eins og kaþólikka og gyðinga. En rýmkuð aðild myndi hins vegar ekki veita rétt til kjörgengis í sóknarnefndum.

Skemmst er frá því að segja að þessi tillaga var felld.

Þetta sýnir hins vegar að leitað er ýmissa leiða til afla fjár fyrir því að halda við menningarverðmætum eins og kirkjuhúsum. Það er svo sannarlega brýnt verkefni sem söfnuðir standa frammi fyrir.

Kurr vegna skipunar í nefnd

En það er fleira sem hefur angrað danskt kirkjufólk.

Fyrir nokkru skipaði danska kirkjumálaráðuneytið átján manna skírnarnefnd sem hefur það hlutverk að huga að því hvort þörf sé á að endurskoða skírnaratferli þjóðkirkjunnar. Einn nefndarmanna er kaþólskur og vakti það nokkurn kurr. En sumir bentu einfaldlega á að þetta væri í takt við nýja tíma. Sjálf hefði danska þjóðkirkjan bryddað upp á ýmsu samstarfi og samvinnu við önnur kristin trúfélög og því væri kaþólskur nefndarmaður í umræddri nefnd ekki neitt undrunarefni í sjálfu sér. Auk þess sem kirkjan viðurkenndi skírn annarra trúfélaga væri hún á annað borð gerð í nafni þrenningarinnar.

Þá má geta þess í lokin að 2022 voru 41.176 einstaklingar skírðir í Danmörku, fleiri en árið áður og það skýrir kórónuveirufaraldurinn. Hver skyldi vera fjöldi skírðra á Íslandi á síðasta ári?

Notið stimpil með aðgát – í nærveru sálar

Nú mega danskir prestar ekki gefa út vottorð til utanþjóðkirkjufólks þar sem á eru prentuð eða stimpluð kristin trúartákn. Vottorðin til þessa hóps eiga að vera trúarlega hlutlaus eins og heitir í fyrirmælum kirkjumálaráðuneytisins danska. Að sjálfsögðu eru ekki allir danskir prestar ánægðir með þessi fyrirmæli eins og einn sem segist hafa notað embættisstimpil sinn með grískum krossi í fjörutíu ár. Hann er náttúrlega sur og gnaven eins og Danskurinn segir og eflaust skilja margir hann.

Tímamóta minnst

Um þessar mundir eru sjötíu og fimm ár frá því að konur voru vígðar til prests í Danmörku – þær voru þrjár. Nú er svo komið að um sextíu prósent presta í Danmörku eru konur. Enn eru fleiri biskupar karlar en af tíu biskupum eru aðeins þrjár konur. Hið sama er að segja um prófasta en þar eru konur 45,5%. Í sumum landshlutum eru fleiri karlprestar að störfum heldur en kvenprestar.

Í dönsku fríkirkjunum eru það karlar sem eru í forystu safnaðanna enda þótt konur hafi verið í fararbroddi þeirra er ruddu fríkirkjunum braut á sínum tíma. Þó er það misjafnt eftir söfnuðum.

Það eru konur sem eru í forystu prestafélagsins danska og prófastafélagsins. Eftir því sem ofar er farið í stigveldi kirkjunnar verða karlar fleiri fyrir á fleti en konur.

Árósar standa upp úr þegar kemur að fjölda kvenpresta en þar eru þær 67,5 prósent og í stiftinu eru kvenprófastar 69%.

Tímamót líka hér á landi

Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að fyrsta konan var vígð til prests hér á landi. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til Suðureyrar við Súgandafjörð 1974. Hún hafði sótt nokkrum sinnum um prestaköll og ekki fengið.

Eflaust er undirbúningur þegar hafinn til að minnast þeirra kirkjusögulegu tímamóta þá fyrsta konan var vígð til þjónustu í þjóðkirkjunni. Hér á landi var andstaða við vígslu kvenna hverfandi miðað við það sem guðfræðingar í hópi kvenna máttu þola í öðrum löndum. Lög frá 1911 um jafnrétti kynjanna til menntunar og embætta hjá ríkinu réðu hér úrslitum.

Ekki hafa verið gerðir neinar rannsóknir hér á landi sem varpa ljósi á hvort starfsaðferðir kvenpresta séu með öðrum hætti en karlanna og ef svo þá hvaða áhrif hafa þær á kirkjustarfið. Þetta er rannsóknarefni sem bíður og af nógu er að taka.

Tölur frá dönsku hagstofunni fyrir þau sem eru áhugasöm

 

Skjáskot – bláa línan sýnir fjölda nýskráðra í dönsku þjóðkirkjunni en græna þau sem sagt hafa skilið við kirkjuna

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir