Einn fallegasti garður í Reykjavík er Hólavallagarður. Kirkjugarðurinn sem tekinn var í notkun árið 1838. Það eru margir sem stytta sér leið í gegnum garðinn eða hafa hann sem hluta af gönguferðum sínum. Fólk situr þar á bekk eða stendur við leiðin og les af legsteinum. Les söguna því að hún er við hvert fótmál í garðinum. Hið sama á við kirkjugarðinn í Fossvogi og þann í Gufunesi – sem og reyndar alla kirkjugarða.

En það er ekki ætlunin að tala sérstaklega um þennan fagra friðarreit í miðborg Reykjavíkur, kirkjugarðinn við Suðurgötu, sem oft hefur verið svo kallaður, né heldur aðra kirkjugarða hér á landi.

Nýja merkið – krossinn taldist ekki æskilegur enda þótt hann sé á nánast hverju einasta minningarmarki

Fyrir nokkru átti Kirkjublaðið.is leið um Hólavallagarð og settist á bekk. Dæsti ögn yfir einfeldningslegri merkjabreytingu kirkjugarðanna sem blasir við inngönguna Ljósvallagötumegin. Það var furðuleg ákvörðun og engar spurnir um að samkeppni hafi farið fram um gerð hins nýja merkis – eða hefur einhver fregnað af því?

En eins og gengur eftir að hafa íhugað lífsins gang og fleira á stað við hæfi var gripið í símann og rennt yfir fréttir.

Þá ber við augu frétt sem sagði frá vandræðum í Englandi og Wales með kirkjugarða. Og hver eru þau? Jú, þeir eru allir meira og minna útgrafnir. Tíðindamaður Kirkjublaðsins.is sem sat á bekknum leit í kringum sig og vissi svo sem að Hólavallagarður er útgrafinn að mestu en alltaf er þó hægt að koma fyrir duftkerjum í gröfum ættingja ef fólk kýs svo.

Kirkjugarðar taka mikið pláss í borgarrýminu sem markaðshagkerfið telur iðulega að betur væri nýtt til annars en greftrunar látinna. Vandinn er sá að Englendingar búa við gömul lög um kirkjugarða, þau eru yfir 170 ára. Nýja lagafrumvarpið er jafnframt lagahreinsun þar sem mörg ólík lög gilda um kirkjugarða í Englandi og Wales. Ýmsir aðilar reka garðana, kirkjur, sveitarfélög og einkaaðilar. Eitt alvarlegasta við öll þessi gömlu lög er að ekki er getið um dýpt grafar og því víða misbrestur á því að nægilega djúpt sé  grafið. Íslensk lög kveða á um að grafir skuli vera svo djúpar að fullur metri sé frá kistuloki á grafarbarm.

Nú hyggst breska þingið breyta lögunum og leyfa að grafið verði aftur í gamlar grafir – þetta er nú þegar leyft í einhverjum sveitarfélögum sem sum hver reka kirkjugarða. Lagabreyting myndi leyfa öllum þeim sem reka kirkjugarða leyfi til endurgreftrunar í gömlum gröfum. Í því sambandi er talað um að ef liðin eru 75 ár frá greftrun megi grafa aftur í sömu gröf en þó með leyfi aðstandenda en séu þeir því mótfallnir framlengist krafa um endurgreftrun um 25 ár. Hér á landi eru allar grafir friðaðar í 75 ár og eftir það getur kirkjugarðsstjórn heimilað að láta grafa þar að nýju.

Heimilt er að jarðsetja í eigin landi hvort sem það er nú formlegur heimagrafreitur eða ekki. Ekki verður breyting gerð á því samkvæmt lögunum en hins vegar mun það vera refsivert að tilkynna ekki hvar fólk er grafið í einkalandi þegar landið er selt.

Þá hafa útfararstofur glímt við þann vanda að ósótt duftker hafa hrannast upp í hundruðum þúsunda. Ef lögin verða samþykkt er útfararstofunum heimilt að koma þessum duftkerjum í jörðu.

Þetta mál er nú í samráðsgátt breska þingsins og verður þar til 9. janúar 2025.

Kirkjugarðamál eru sem betur fer víðast hvar í góðu lagi hjá okkur Íslendingum þó að margt megi vissulega bæta. Til stendur að nýr kirkjugarður fyrir höfuðborgarsvæðið verði tekinn í notkun við Úlfarsfell.

Hér má sjá stutt myndband þar sem tillögur um lagabreytingar vegna kirkjugarða í Englandi og Wales eru kynntar í stuttu máli (enskur texti fylgir).

Þessa mynd birti The Telegraph með umfjöllun sinni um kirkjugarðana í Englandi og Wales – mynd: Richard Newstead/Moment RF

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Einn fallegasti garður í Reykjavík er Hólavallagarður. Kirkjugarðurinn sem tekinn var í notkun árið 1838. Það eru margir sem stytta sér leið í gegnum garðinn eða hafa hann sem hluta af gönguferðum sínum. Fólk situr þar á bekk eða stendur við leiðin og les af legsteinum. Les söguna því að hún er við hvert fótmál í garðinum. Hið sama á við kirkjugarðinn í Fossvogi og þann í Gufunesi – sem og reyndar alla kirkjugarða.

En það er ekki ætlunin að tala sérstaklega um þennan fagra friðarreit í miðborg Reykjavíkur, kirkjugarðinn við Suðurgötu, sem oft hefur verið svo kallaður, né heldur aðra kirkjugarða hér á landi.

Nýja merkið – krossinn taldist ekki æskilegur enda þótt hann sé á nánast hverju einasta minningarmarki

Fyrir nokkru átti Kirkjublaðið.is leið um Hólavallagarð og settist á bekk. Dæsti ögn yfir einfeldningslegri merkjabreytingu kirkjugarðanna sem blasir við inngönguna Ljósvallagötumegin. Það var furðuleg ákvörðun og engar spurnir um að samkeppni hafi farið fram um gerð hins nýja merkis – eða hefur einhver fregnað af því?

En eins og gengur eftir að hafa íhugað lífsins gang og fleira á stað við hæfi var gripið í símann og rennt yfir fréttir.

Þá ber við augu frétt sem sagði frá vandræðum í Englandi og Wales með kirkjugarða. Og hver eru þau? Jú, þeir eru allir meira og minna útgrafnir. Tíðindamaður Kirkjublaðsins.is sem sat á bekknum leit í kringum sig og vissi svo sem að Hólavallagarður er útgrafinn að mestu en alltaf er þó hægt að koma fyrir duftkerjum í gröfum ættingja ef fólk kýs svo.

Kirkjugarðar taka mikið pláss í borgarrýminu sem markaðshagkerfið telur iðulega að betur væri nýtt til annars en greftrunar látinna. Vandinn er sá að Englendingar búa við gömul lög um kirkjugarða, þau eru yfir 170 ára. Nýja lagafrumvarpið er jafnframt lagahreinsun þar sem mörg ólík lög gilda um kirkjugarða í Englandi og Wales. Ýmsir aðilar reka garðana, kirkjur, sveitarfélög og einkaaðilar. Eitt alvarlegasta við öll þessi gömlu lög er að ekki er getið um dýpt grafar og því víða misbrestur á því að nægilega djúpt sé  grafið. Íslensk lög kveða á um að grafir skuli vera svo djúpar að fullur metri sé frá kistuloki á grafarbarm.

Nú hyggst breska þingið breyta lögunum og leyfa að grafið verði aftur í gamlar grafir – þetta er nú þegar leyft í einhverjum sveitarfélögum sem sum hver reka kirkjugarða. Lagabreyting myndi leyfa öllum þeim sem reka kirkjugarða leyfi til endurgreftrunar í gömlum gröfum. Í því sambandi er talað um að ef liðin eru 75 ár frá greftrun megi grafa aftur í sömu gröf en þó með leyfi aðstandenda en séu þeir því mótfallnir framlengist krafa um endurgreftrun um 25 ár. Hér á landi eru allar grafir friðaðar í 75 ár og eftir það getur kirkjugarðsstjórn heimilað að láta grafa þar að nýju.

Heimilt er að jarðsetja í eigin landi hvort sem það er nú formlegur heimagrafreitur eða ekki. Ekki verður breyting gerð á því samkvæmt lögunum en hins vegar mun það vera refsivert að tilkynna ekki hvar fólk er grafið í einkalandi þegar landið er selt.

Þá hafa útfararstofur glímt við þann vanda að ósótt duftker hafa hrannast upp í hundruðum þúsunda. Ef lögin verða samþykkt er útfararstofunum heimilt að koma þessum duftkerjum í jörðu.

Þetta mál er nú í samráðsgátt breska þingsins og verður þar til 9. janúar 2025.

Kirkjugarðamál eru sem betur fer víðast hvar í góðu lagi hjá okkur Íslendingum þó að margt megi vissulega bæta. Til stendur að nýr kirkjugarður fyrir höfuðborgarsvæðið verði tekinn í notkun við Úlfarsfell.

Hér má sjá stutt myndband þar sem tillögur um lagabreytingar vegna kirkjugarða í Englandi og Wales eru kynntar í stuttu máli (enskur texti fylgir).

Þessa mynd birti The Telegraph með umfjöllun sinni um kirkjugarðana í Englandi og Wales – mynd: Richard Newstead/Moment RF

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir