Í síðustu viku fjallaði Kirkjublaðið.is um lengingu á kór Skálholtsdómkirkju. Umræða fór fram milli nokkurra kirkjunnar manna fyrir lok síðustu aldamóta um að lengja kirkjuna. Þessir vísu kirkjunnar menn vottuðu að arkitekt kirkjunnar, Hörður Bjarnason, væri samþykkur hugmyndinni.

Hörður sagði að fjárskortur hefði ráðið því að kirkjan varð ekki lengri en raunin er.

Um þetta eru vissulegar skiptar skoðanir. Flestir eru sjálfsagt vanir útliti kirkjunnar eins og það er og vilja ekki láta neitt hagga því. Fólk vill stundum litlu breyta. Minna má á að fráleitt voru allir sáttir þegar Þorláksbúð settist skyndilega niður í hlaðið í Skálholti. Sumir hafa sætt sig við það tiltæki meðan enn er urgur í öðrum.

Ákveðin íhaldssemi er sennilega manneskjunni meðfædd sem og opinn hugur til breytinga.

Myndir segja meira en orð og teikningar arkitekta. Hér sjá lesendur tvær myndir. Sú fyrri sýnir kirkjuna eins og hún er. Seinni myndin sýnir hana lengda um 6 metra og þar hefur tölvutæknin komið þar við sögua. Myndirnar sendi velunnari Kirkjublaðsins.is og veitti góðfúslegt leyfi til að birta þær.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Ætti að lengja kirkjuna? Eða hafa hana óbreytta?


 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í síðustu viku fjallaði Kirkjublaðið.is um lengingu á kór Skálholtsdómkirkju. Umræða fór fram milli nokkurra kirkjunnar manna fyrir lok síðustu aldamóta um að lengja kirkjuna. Þessir vísu kirkjunnar menn vottuðu að arkitekt kirkjunnar, Hörður Bjarnason, væri samþykkur hugmyndinni.

Hörður sagði að fjárskortur hefði ráðið því að kirkjan varð ekki lengri en raunin er.

Um þetta eru vissulegar skiptar skoðanir. Flestir eru sjálfsagt vanir útliti kirkjunnar eins og það er og vilja ekki láta neitt hagga því. Fólk vill stundum litlu breyta. Minna má á að fráleitt voru allir sáttir þegar Þorláksbúð settist skyndilega niður í hlaðið í Skálholti. Sumir hafa sætt sig við það tiltæki meðan enn er urgur í öðrum.

Ákveðin íhaldssemi er sennilega manneskjunni meðfædd sem og opinn hugur til breytinga.

Myndir segja meira en orð og teikningar arkitekta. Hér sjá lesendur tvær myndir. Sú fyrri sýnir kirkjuna eins og hún er. Seinni myndin sýnir hana lengda um 6 metra og þar hefur tölvutæknin komið þar við sögua. Myndirnar sendi velunnari Kirkjublaðsins.is og veitti góðfúslegt leyfi til að birta þær.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Ætti að lengja kirkjuna? Eða hafa hana óbreytta?


 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir