Stóruborgarkirkja í Grímsnesi er í Skálholtsprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkjan var vígð 9. október 1932 af dr. Jóni Helgasyni (1866-1942), biskupi.

Stóruborgarkirkja er steypt og klædd að utan.

Fyrsti biskupinn sem vísiteraði Stóruborgarkirkju var sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953) og taldi hana vera með „fegurstu sveitakirkjum landsins.“[1]

Altaristaflan er olíuverk á striga, eftirmynd Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938), listmálara, [2] af verki Carls H. Bloch (1834-1890), frá 1877, og myndefnið er upprisa Krists. Mynd Brynjólfs er ómerkt en hann gerði margar eftirmyndir og merkti þær oftast svo: „BÞ – Copy.“ Frummyndin er í Sankti Jakobskirkju í Kaupmannahöfn. Stærð frummyndar: 377 x 298 cm. Stærð eftirmyndar: 133 x 93 cm. Í bænakapellu konungsins, Friðriks IV., (1671-1730), í Fredensborg, Danmörku, er svipuð mynd. Carl H. Bloch gerði myndir í kapelluna 1865-1879.[3]

Kirkjan á marga góða gripi, gamlan kaleik og patínu, oblátursöskju úr tré.

Skírnarfontur er myndskreyttur og með fagurri leirskál sem sýnir skírn Jesú.

Nafn kirkjunnar er ýmist ritað Stóruborgarkirkja eða Stóru-Borgarkirkja.

Horft inn að altari frá kirkjudyrum

Altaristaflan er samkvæmt heimildum eftirmynd gerð af Brynjólfi Þórðarsyni, listmálara 

Kirkjuloftið er stjörnum prýtt eins og sr. Sigurgeir biskup lagði til 1943 – sjá skjáskot hér að neðan úr vísitasíubók biskups

Gömul ljósakróna – sennilega úr gömlu kirkjunni í Klausturhólum

Skírnarfonturinn 

Skírnarskálin úr leir – skírn Jesú

Ein hlið skírnarfontsins og hér stendur: „Jesús gekk um og læknaði sjúka“

Horft til kirkjudyra – sæti eru einföld og látlaus

Stóruborgarkirkja er lítt kunn en hún blasir við vegfarendum sem fara um Biskupstungnabraut í Grímsnesi

Sr. Sigurgeir Sigurðsson biskup lagði þetta til þegar hann vísiteraði kirkjuna 1943

Sr. Sigurgeir Sigurðsson biskup lagði þetta til þegar hann vísiteraði kirkjuna 1943

Kirkjublaðið.is biður lesendur sem búa yfir upplýsingum um kirkjugripi Stóruborgarkirkju og fleira sem hana áhrærir að koma þeim áleiðis til:  kirkjubladid@kirkjubladid.is

Tilvísanir:

[1] ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía biskups í Stóruborgarkirkju 14. júlí 1943, 228.

[2] ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía biskups í Stóruborgarkirkju 14. júlí 1943, 227.

[3]Lokaverkefni til BA-prófs í listfræði – Hreinn Hákonarson 1. janúar 2024 – kl. 18.42.pdf – bls. 37

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stóruborgarkirkja í Grímsnesi er í Skálholtsprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkjan var vígð 9. október 1932 af dr. Jóni Helgasyni (1866-1942), biskupi.

Stóruborgarkirkja er steypt og klædd að utan.

Fyrsti biskupinn sem vísiteraði Stóruborgarkirkju var sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953) og taldi hana vera með „fegurstu sveitakirkjum landsins.“[1]

Altaristaflan er olíuverk á striga, eftirmynd Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938), listmálara, [2] af verki Carls H. Bloch (1834-1890), frá 1877, og myndefnið er upprisa Krists. Mynd Brynjólfs er ómerkt en hann gerði margar eftirmyndir og merkti þær oftast svo: „BÞ – Copy.“ Frummyndin er í Sankti Jakobskirkju í Kaupmannahöfn. Stærð frummyndar: 377 x 298 cm. Stærð eftirmyndar: 133 x 93 cm. Í bænakapellu konungsins, Friðriks IV., (1671-1730), í Fredensborg, Danmörku, er svipuð mynd. Carl H. Bloch gerði myndir í kapelluna 1865-1879.[3]

Kirkjan á marga góða gripi, gamlan kaleik og patínu, oblátursöskju úr tré.

Skírnarfontur er myndskreyttur og með fagurri leirskál sem sýnir skírn Jesú.

Nafn kirkjunnar er ýmist ritað Stóruborgarkirkja eða Stóru-Borgarkirkja.

Horft inn að altari frá kirkjudyrum

Altaristaflan er samkvæmt heimildum eftirmynd gerð af Brynjólfi Þórðarsyni, listmálara 

Kirkjuloftið er stjörnum prýtt eins og sr. Sigurgeir biskup lagði til 1943 – sjá skjáskot hér að neðan úr vísitasíubók biskups

Gömul ljósakróna – sennilega úr gömlu kirkjunni í Klausturhólum

Skírnarfonturinn 

Skírnarskálin úr leir – skírn Jesú

Ein hlið skírnarfontsins og hér stendur: „Jesús gekk um og læknaði sjúka“

Horft til kirkjudyra – sæti eru einföld og látlaus

Stóruborgarkirkja er lítt kunn en hún blasir við vegfarendum sem fara um Biskupstungnabraut í Grímsnesi

Sr. Sigurgeir Sigurðsson biskup lagði þetta til þegar hann vísiteraði kirkjuna 1943

Sr. Sigurgeir Sigurðsson biskup lagði þetta til þegar hann vísiteraði kirkjuna 1943

Kirkjublaðið.is biður lesendur sem búa yfir upplýsingum um kirkjugripi Stóruborgarkirkju og fleira sem hana áhrærir að koma þeim áleiðis til:  kirkjubladid@kirkjubladid.is

Tilvísanir:

[1] ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía biskups í Stóruborgarkirkju 14. júlí 1943, 228.

[2] ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía biskups í Stóruborgarkirkju 14. júlí 1943, 227.

[3]Lokaverkefni til BA-prófs í listfræði – Hreinn Hákonarson 1. janúar 2024 – kl. 18.42.pdf – bls. 37

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir