Skálholtsdómkirkja er í Skálholtsprestakalli í Suðurprófastsdæmi.
Skálholt er einn mesti sögustaður á Íslandi.
Ísleifur Gissurarson (1006-1080) var fyrsti biskupinn á Íslandi 1056 og sonur hans, Gissur (1042-1118) biskup, gaf Skálholt undir biskupssetur. Í Skálholti var Nýja testamentið þýtt á íslensku eftir því sem sagnir herma. Þar var skóli og prentsmiðja, Skálholtsprentsmiðja, á seinni hluta 17. aldar.
Páll Jónsson (1155-1211), Skálholtsbiskup, sem Kirknaskráin er kennd við, var biskup í Skálholti 1195 og til dauðadags.
Dr. Kristján Eldjárn (1916-1982), fyrrverandi forseti Íslands, lét þessi orð falla um hann:
„Það er margra manna mál, að á dögum Páls biskups um aldamótin 1200, hafi verið mest reisn á hinu forna íslenzka þjóðveldi og hvað mestur blómi í íslenzku þjóðfélagi, og trúlega hefur Skálholt aldrei hvorki fyrr né síðar, verið önnur eins listmiðstöð og einmitt í biskupstíð hans og fyrir hans atbeina. Steinþró Páls biskups stendur fullkomlega og með sæmd undir því að vera tákn þess tíma.“ („Hér var og er Skálholtsstaður“, í Morgunblaðinu 4. nóvember 1973).
Öll hús staðarins, nema dómkirkjan, hrundu í jarðskjálftanum 1784 og biskupsstóllinn var fluttur til Reykjavíkur í kjölfarið.
Sr. Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), biskup, var forgöngumaður um endurreisn Skálholts.
Lýðháskóli var rekinn í Skálholti frá 1972-1987.
Nú hefur vígslubiskup Skálholtsumdæmis aðsetur í Skálholti.
Skálholtskirkja var teiknuð af Herði Bjarnasyni (1910-1990), húsameistara ríkisins. Kirkjan var vígð 21. júlí 1963.
Steindir gluggar kirkjunnar eru eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975). Þeir voru gjöf tveggja danskra kaupsýslumanna og Íslandsvina, Louis F. Foght (1891-1959) og Edvard Storr (1889-1968). Samkeppni var haldin um gerð glugganna 1957 og hreppti Gerður fyrstu verðlaun. Nína Tryggvadóttir hlaut önnur verðlaun.
Altaristaflan er gerð úr mósaík og er verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968).
Skálholtsdómkirkja er ein af höfuðkirkjum landsins og af sjálfu leiðir að hún er búin mörgum góðum gripum.
Hér má heyra í kirkjuklukkum Skálholtsdómkirkju: Skálholtskirkja – Kirkjuklukkur Íslands Kirkjuklukkurnar eru alls sjö.
Skálholtsdómkirkja naut ríkulegs vinarhugs kirkna á Norðurlöndum sem og einstaklinga sem gáfu henni miklar gjafir. Skírnarfont úr graníti gáfu Færeyingar, þakhellur gáfu Norðmenn sem og timbur og flísar á gólf úr náttúrusteini, Danir gáfu meðal annars Frobenius-orgel, Svíar gáfu tvær kirkjuklukkur, þær stærstu, og svo mætti lengi telja.
Heimildir: Kirkjur Íslands, Skálholtsdómkirkja, 29. bindi, 2018.
Hjalti Hugason, Kristni á Íslandi, I. bindi, 2000.
Skálholtsdómkirkja er í Skálholtsprestakalli í Suðurprófastsdæmi.
Skálholt er einn mesti sögustaður á Íslandi.
Ísleifur Gissurarson (1006-1080) var fyrsti biskupinn á Íslandi 1056 og sonur hans, Gissur (1042-1118) biskup, gaf Skálholt undir biskupssetur. Í Skálholti var Nýja testamentið þýtt á íslensku eftir því sem sagnir herma. Þar var skóli og prentsmiðja, Skálholtsprentsmiðja, á seinni hluta 17. aldar.
Páll Jónsson (1155-1211), Skálholtsbiskup, sem Kirknaskráin er kennd við, var biskup í Skálholti 1195 og til dauðadags.
Dr. Kristján Eldjárn (1916-1982), fyrrverandi forseti Íslands, lét þessi orð falla um hann:
„Það er margra manna mál, að á dögum Páls biskups um aldamótin 1200, hafi verið mest reisn á hinu forna íslenzka þjóðveldi og hvað mestur blómi í íslenzku þjóðfélagi, og trúlega hefur Skálholt aldrei hvorki fyrr né síðar, verið önnur eins listmiðstöð og einmitt í biskupstíð hans og fyrir hans atbeina. Steinþró Páls biskups stendur fullkomlega og með sæmd undir því að vera tákn þess tíma.“ („Hér var og er Skálholtsstaður“, í Morgunblaðinu 4. nóvember 1973).
Öll hús staðarins, nema dómkirkjan, hrundu í jarðskjálftanum 1784 og biskupsstóllinn var fluttur til Reykjavíkur í kjölfarið.
Sr. Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), biskup, var forgöngumaður um endurreisn Skálholts.
Lýðháskóli var rekinn í Skálholti frá 1972-1987.
Nú hefur vígslubiskup Skálholtsumdæmis aðsetur í Skálholti.
Skálholtskirkja var teiknuð af Herði Bjarnasyni (1910-1990), húsameistara ríkisins. Kirkjan var vígð 21. júlí 1963.
Steindir gluggar kirkjunnar eru eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975). Þeir voru gjöf tveggja danskra kaupsýslumanna og Íslandsvina, Louis F. Foght (1891-1959) og Edvard Storr (1889-1968). Samkeppni var haldin um gerð glugganna 1957 og hreppti Gerður fyrstu verðlaun. Nína Tryggvadóttir hlaut önnur verðlaun.
Altaristaflan er gerð úr mósaík og er verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968).
Skálholtsdómkirkja er ein af höfuðkirkjum landsins og af sjálfu leiðir að hún er búin mörgum góðum gripum.
Hér má heyra í kirkjuklukkum Skálholtsdómkirkju: Skálholtskirkja – Kirkjuklukkur Íslands Kirkjuklukkurnar eru alls sjö.
Skálholtsdómkirkja naut ríkulegs vinarhugs kirkna á Norðurlöndum sem og einstaklinga sem gáfu henni miklar gjafir. Skírnarfont úr graníti gáfu Færeyingar, þakhellur gáfu Norðmenn sem og timbur og flísar á gólf úr náttúrusteini, Danir gáfu meðal annars Frobenius-orgel, Svíar gáfu tvær kirkjuklukkur, þær stærstu, og svo mætti lengi telja.
Heimildir: Kirkjur Íslands, Skálholtsdómkirkja, 29. bindi, 2018.
Hjalti Hugason, Kristni á Íslandi, I. bindi, 2000.