Seljakirkja er í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Seljasókn var stofnuð 1980.
Kirkjuna teiknaði Sverrir Norðfjörð (1941-2008), arkitekt. Seljakirkja er í raun fjögur hús með tengibyggingu. Byggingameistari var John F. Zalewsky.
Fyrsta skóflustungan að Seljakirkju var tekin í júní 1983 og framkvæmdir hófust strax. Kirkjubyggingin stóð yfir í nokkur ár en síðasta stóra byggingaráfanganum lauk 1999.
Kirkjan tekur hátt í fjögur hundruð manns í sæti.
Þann 13. desemer 1987 var Seljakirkja vígð af vígslubiskupnum sr. Sigurði Guðmundssyni (1920-2010), þá settur biskup Íslands.
Í klukknaportinu eru þrjár klukkur, þýsk smíð. Heyra má hljóm þeirra á vefnum Kirkjuklukkur Íslands.
Steindir gluggar með myndstefjum úr Biblíunni prýða kirkjuskipið og eru þeir alls 48. Þeir mynda eins og streng eftir öllum kirkjuveggjum. Hver gluggi er 50×100 sm á stærð. Gluggana gerði Einar Hákonarson, myndlistarmaður, en hann bjó í tvo áratugi í Seljahverfi
Fallegt viðarloft einkennir kirkjuna
Steindir gluggar Einars Hákonarsonar setja sterkan svip á kirkjuna – Jesús blessar börnin
Svik Júdasar
Hér sjást gluggarnir á mótum veggja og lofts – stólar smekklegir og litur gólfflísa er líkur litnum á viðarloftinu
Orgel er stílhreint
Klukknaportið stendur sér og í því eru þrjár klukkur. Á öðrum stöpli portsins er marmaraplata með áletruninni:
Í forkirkju er þennan kross að finna á vegg. Hann er samvinnuverkefni nemenda úr 4.7.9. og 10. bekk Ölduselsskóla
Seljakirkja er í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Seljasókn var stofnuð 1980.
Kirkjuna teiknaði Sverrir Norðfjörð (1941-2008), arkitekt. Seljakirkja er í raun fjögur hús með tengibyggingu. Byggingameistari var John F. Zalewsky.
Fyrsta skóflustungan að Seljakirkju var tekin í júní 1983 og framkvæmdir hófust strax. Kirkjubyggingin stóð yfir í nokkur ár en síðasta stóra byggingaráfanganum lauk 1999.
Kirkjan tekur hátt í fjögur hundruð manns í sæti.
Þann 13. desemer 1987 var Seljakirkja vígð af vígslubiskupnum sr. Sigurði Guðmundssyni (1920-2010), þá settur biskup Íslands.
Í klukknaportinu eru þrjár klukkur, þýsk smíð. Heyra má hljóm þeirra á vefnum Kirkjuklukkur Íslands.
Steindir gluggar með myndstefjum úr Biblíunni prýða kirkjuskipið og eru þeir alls 48. Þeir mynda eins og streng eftir öllum kirkjuveggjum. Hver gluggi er 50×100 sm á stærð. Gluggana gerði Einar Hákonarson, myndlistarmaður, en hann bjó í tvo áratugi í Seljahverfi
Fallegt viðarloft einkennir kirkjuna
Steindir gluggar Einars Hákonarsonar setja sterkan svip á kirkjuna – Jesús blessar börnin
Svik Júdasar
Hér sjást gluggarnir á mótum veggja og lofts – stólar smekklegir og litur gólfflísa er líkur litnum á viðarloftinu
Orgel er stílhreint
Klukknaportið stendur sér og í því eru þrjár klukkur. Á öðrum stöpli portsins er marmaraplata með áletruninni:
Í forkirkju er þennan kross að finna á vegg. Hann er samvinnuverkefni nemenda úr 4.7.9. og 10. bekk Ölduselsskóla