Sæbólskirkja á Ingjaldssandi er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (1887-1950), húsameistara ríkisins, og var hún vígð 29. september 1929. Hún er ein af hans fyrstu kirkjuteikningum og teiknuð í svipaðri mynd og kirkjan að Víðirhól á Hólsfjöllum. Kirkjan sem stóð áður á Sæbóli fauk í aftakaveðri 1924.
Sæbólskirkja hefur varðveist óbreytt að ytra formi frá upphafi og hefur verið haldið vel við. Munar þar mestu um endurbætur á kirkjunni sem gerðar voru í tíð sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur, sóknarprests, og kirkjan færð sem næst höfundi sínum. Segja má að hinn keltneski kross sem rís upp af stalli á framstafni kirkjunnar sé megineinkenni hennar að utan. Á tímabili var þar í hans stað neonljósakross sem tekinn var niður og hinn upprunalegi keltneski kross steyptur aftur.
Þegar gamla kirkjan fauk glötuðust ýmsir gripir kirkjunnar. Hún á þó marga fallega og góða gripi – eins og kaleik og patínu frá 1736. Einnig glæsilegan ljósahjálm frá 1649.
Sæbólskirkja er eina friðlýsta sveitakirkjan sem Guðjón Samúelsson teiknaði.
Lesa má nánar um Sæbólskirkju í Kirkjum Íslands, 27. bindi, Reykjavík 2017, bls. 323-360.
Sæbólskirkja á Ingjaldssandi er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (1887-1950), húsameistara ríkisins, og var hún vígð 29. september 1929. Hún er ein af hans fyrstu kirkjuteikningum og teiknuð í svipaðri mynd og kirkjan að Víðirhól á Hólsfjöllum. Kirkjan sem stóð áður á Sæbóli fauk í aftakaveðri 1924.
Sæbólskirkja hefur varðveist óbreytt að ytra formi frá upphafi og hefur verið haldið vel við. Munar þar mestu um endurbætur á kirkjunni sem gerðar voru í tíð sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur, sóknarprests, og kirkjan færð sem næst höfundi sínum. Segja má að hinn keltneski kross sem rís upp af stalli á framstafni kirkjunnar sé megineinkenni hennar að utan. Á tímabili var þar í hans stað neonljósakross sem tekinn var niður og hinn upprunalegi keltneski kross steyptur aftur.
Þegar gamla kirkjan fauk glötuðust ýmsir gripir kirkjunnar. Hún á þó marga fallega og góða gripi – eins og kaleik og patínu frá 1736. Einnig glæsilegan ljósahjálm frá 1649.
Sæbólskirkja er eina friðlýsta sveitakirkjan sem Guðjón Samúelsson teiknaði.
Lesa má nánar um Sæbólskirkju í Kirkjum Íslands, 27. bindi, Reykjavík 2017, bls. 323-360.