Reynivallakirkja er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi.

Kirkju á Reynivöllum er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Reynivallakirkja var vígð 1860. Yfirsmiður hinnar nýju kirkju var Einar Jónsson (1818-1891).

Kirkjan er byggð úr timbri og henni hefur verið breytt töluvert frá fyrstu gerð. Hún var járnklædd 1894, forkirkja var smíðuð 1951 og kirkjan var lengd átta árum síðar.

Kirkjan er búin góðum messuklæðum og helgigripum.

Í nokkrum kirkjum hér á landi var prédikunarstóllinn yfir altarinu og svo er enn í nokkrum kirkjum. Ástæða þessa fyrirkomulags var að prédikunin skipaði öndvegi í lútherskri kirkju. Prédikunarstóllinn var til dæmis ofan á altarinu í Reynivallakirkju 1928 þegar dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup, var þar í vísitasíu. Hann lét í ljós þá skoðun sína að flytja ætti prédikunarstólinn í suðausturhorn kirkjunnar. Yfir stólnum var lítil altarismynd. Þegar stóllinn var færður kom ný mynd yfir altarið 1931, eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938).

Altaristafla kirkjunnar er eftirmynd listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar af altaristöflu danska listmálarans Carls H. Bloch (1834-1890) í Sankti Nikolaj-kirkjunni í Holbæk á Sjálandi, Kristur blessar lítið barn, frá 1873. Olía á striga. Altaristaflan kom í kirkjuna 1931. Stærð frummyndar: 385 x 160 cm. Stærð eftirmyndar: 136 x 108 cm. Myndin er ómerkt og með engu ártali. Taflan var minningargjöf til kirkjunnar.

Kirkjan á gamla krossfestingarmynd sem er máluð á eikarfjalar og gæti verið hluti af gamalli altaristöflu. María og Jóhannes postuli standa við kross Krists.

Altarisklæði er ofið úr íslenskri ull og hör á vefstofu Guðrúnar J. Vigfúsdóttur (1921-2015). Stólsklæði (lektaraklæði) er einnig frá vefstofu hennar. Þá er og grænn hökull úr íslenski ull og hör úr vefstofu Guðrúnar.

Koparkertastjakar á altari eru frá 17. öld.

Fótur undir skírnarfatið, smíðaður 1952 af Bjarna Kjartanssyni (1882-1963), trésmíðameistara. Skírnarfatið er frá 1704 og smíðað í Kaupmannahöfn.

Söngtaflan er frá 1844, skreytt blað- og blómmunstri.

Grafskrift yfir Kort Þorvarðsson (1760-1821), bónda í Flekkudal í Kjós, er á kirkjuvegg.

Kirkjan á tvær klukkur, frá 1728 og 1795.

Þess má geta að þar sem í dag er 1. september og nýr biskup Íslands verður vígður, sem er sr. Guðrún Karls Helgudóttir, að föðurafi hennar, sr. Kristján Bjarnason (1914-1983), var prestur á Reynivöllum 1950-1975. Áður en sr. Kristján lauk guðfræðiprófi hafði hann lokið sveinsprófi í múrsmíði í Vestmannaeyjum og útskrifast sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Horft frá altari og til kirkjudyra

Altari og altaristafla

Altari og altaristafla. Á altarinu eru koparkertastjakar sem munu vera frá 17. öld

Prédikunarstóll Reynivallakirkju er áttstrendur

Stólsklæði ofið af Guðrúnu J. Vigfúsdóttur

Skírnarfontur eða fótur undir skírnarfat – úr mahóní

Skírnarskálin er úr tini

Söngtafla frá 1844

Gömul krossfestingarmynd, máluð á eikarfjalir. María guðsmóðir og Jóhannes postuli við krossinn. Þessi mynd gæti verið hluti af gamalli altaristöflu

Grafskrift yfir Kort Þorvarðsson (1760-1821)

Stjörnum prýtt kirkjuloft

Harmóníum kirkjunnar var gefið Ásgarðsskóla í Kjós til minningar um Hans Guðnason (1911-1983) bónda í Eyjum og á Hjalla

Reynivallakirkja á fögrum degi

 

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 12. bindi, bls. 237-271. Útg. Þjóðminjasafn Íslands o.fl. 2008,.
Þróun í altaristöflugerð á Íslandi í upphafi 20. aldar með sérstöku tilliti til eftirmynda listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar, bls. 40, eftir Hrein Hákonarson. BA-ritgerð, 2024. Sjá skemman.is
Guðfræðingatal II. 1847-2002, bls. 610, Gunnlaugur Haraldsson tók saman, útg. Prestafélag Íslands, 2002.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Reynivallakirkja er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi.

Kirkju á Reynivöllum er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Reynivallakirkja var vígð 1860. Yfirsmiður hinnar nýju kirkju var Einar Jónsson (1818-1891).

Kirkjan er byggð úr timbri og henni hefur verið breytt töluvert frá fyrstu gerð. Hún var járnklædd 1894, forkirkja var smíðuð 1951 og kirkjan var lengd átta árum síðar.

Kirkjan er búin góðum messuklæðum og helgigripum.

Í nokkrum kirkjum hér á landi var prédikunarstóllinn yfir altarinu og svo er enn í nokkrum kirkjum. Ástæða þessa fyrirkomulags var að prédikunin skipaði öndvegi í lútherskri kirkju. Prédikunarstóllinn var til dæmis ofan á altarinu í Reynivallakirkju 1928 þegar dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup, var þar í vísitasíu. Hann lét í ljós þá skoðun sína að flytja ætti prédikunarstólinn í suðausturhorn kirkjunnar. Yfir stólnum var lítil altarismynd. Þegar stóllinn var færður kom ný mynd yfir altarið 1931, eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938).

Altaristafla kirkjunnar er eftirmynd listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar af altaristöflu danska listmálarans Carls H. Bloch (1834-1890) í Sankti Nikolaj-kirkjunni í Holbæk á Sjálandi, Kristur blessar lítið barn, frá 1873. Olía á striga. Altaristaflan kom í kirkjuna 1931. Stærð frummyndar: 385 x 160 cm. Stærð eftirmyndar: 136 x 108 cm. Myndin er ómerkt og með engu ártali. Taflan var minningargjöf til kirkjunnar.

Kirkjan á gamla krossfestingarmynd sem er máluð á eikarfjalar og gæti verið hluti af gamalli altaristöflu. María og Jóhannes postuli standa við kross Krists.

Altarisklæði er ofið úr íslenskri ull og hör á vefstofu Guðrúnar J. Vigfúsdóttur (1921-2015). Stólsklæði (lektaraklæði) er einnig frá vefstofu hennar. Þá er og grænn hökull úr íslenski ull og hör úr vefstofu Guðrúnar.

Koparkertastjakar á altari eru frá 17. öld.

Fótur undir skírnarfatið, smíðaður 1952 af Bjarna Kjartanssyni (1882-1963), trésmíðameistara. Skírnarfatið er frá 1704 og smíðað í Kaupmannahöfn.

Söngtaflan er frá 1844, skreytt blað- og blómmunstri.

Grafskrift yfir Kort Þorvarðsson (1760-1821), bónda í Flekkudal í Kjós, er á kirkjuvegg.

Kirkjan á tvær klukkur, frá 1728 og 1795.

Þess má geta að þar sem í dag er 1. september og nýr biskup Íslands verður vígður, sem er sr. Guðrún Karls Helgudóttir, að föðurafi hennar, sr. Kristján Bjarnason (1914-1983), var prestur á Reynivöllum 1950-1975. Áður en sr. Kristján lauk guðfræðiprófi hafði hann lokið sveinsprófi í múrsmíði í Vestmannaeyjum og útskrifast sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Horft frá altari og til kirkjudyra

Altari og altaristafla

Altari og altaristafla. Á altarinu eru koparkertastjakar sem munu vera frá 17. öld

Prédikunarstóll Reynivallakirkju er áttstrendur

Stólsklæði ofið af Guðrúnu J. Vigfúsdóttur

Skírnarfontur eða fótur undir skírnarfat – úr mahóní

Skírnarskálin er úr tini

Söngtafla frá 1844

Gömul krossfestingarmynd, máluð á eikarfjalir. María guðsmóðir og Jóhannes postuli við krossinn. Þessi mynd gæti verið hluti af gamalli altaristöflu

Grafskrift yfir Kort Þorvarðsson (1760-1821)

Stjörnum prýtt kirkjuloft

Harmóníum kirkjunnar var gefið Ásgarðsskóla í Kjós til minningar um Hans Guðnason (1911-1983) bónda í Eyjum og á Hjalla

Reynivallakirkja á fögrum degi

 

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 12. bindi, bls. 237-271. Útg. Þjóðminjasafn Íslands o.fl. 2008,.
Þróun í altaristöflugerð á Íslandi í upphafi 20. aldar með sérstöku tilliti til eftirmynda listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar, bls. 40, eftir Hrein Hákonarson. BA-ritgerð, 2024. Sjá skemman.is
Guðfræðingatal II. 1847-2002, bls. 610, Gunnlaugur Haraldsson tók saman, útg. Prestafélag Íslands, 2002.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir