Reykholtskirkja hin eldri var byggð á árunum 1886-1887. Eftir að ný kirkja reis í Reykholti og hún vígð árið 1996 komst hin eldri í umsjón Þjóðminjasafns Íslands sem kostaði endurbætur hennar og viðhald. Því verki lauk árið 2006.
Reykholtskirkja er timburkirkja og ytri mynd hennar minnir mjög á Dómkirkjuna í Reykjavík sem og margt hið innra með henni. Nýklassískt yfirbragð hið ytra sem innra. Dyra- og gluggaskraut gefur henni sterkan svip sem og vindskeiðar, spjaldhurð fyrir útidyrum og dyrabjór í klassískum stíl yfir. Þar fyrir ofan smágluggi, þríhyrndur með litlum bogadregnum fögum. Hljómop á turni og þar kross ofar sem stendur á jarðarkringlu.
Reykholtskirkja hin eldri var vígð 31. júlí 1887.
Kirkjan á marga góða gripi.
Sjá nánar um kirkjuna í: Kirkjur Íslands, 13. bindi, R. 2009, bls. 293-330.
Reykholtsmáldagi (Reykjaholtsmáldagi) er talinn vera að stofni til frá 1185, yngsti hluti hans frá lokum 13du aldar. Hann er eitt kálfskinnsblað og er elsta varðveitta skjal á íslensku. Í máldaganum má lesa hverjar eru jarðeignir kirkjunnar og gripir. Í máldaganum er einnig getið um gjafir sem Snorri Sturluson (1178/9-1241), kona hans og dóttir, gáfu kirkjunni. Reykholtsmáldagi er varðveittur í Þjóðskjalasafni Íslands.
Þetta er máldaginn:
Til kirkju liggur í Reykjaholti heimaland með öllum landsnytjum. Þar fylgja kýr tuttugu, griðungur tvevetur, XXX á(a) og hundrað. Þar liggur til fimm hlutir Grímsár allrar en þrír hverfa undan nema það er (eg) mun nú telja. Það er hlaupa garður allur og þrír hlutir árinnar fyr norðan Miðberg en fjórðungurinn hverfur frá. Þar fylgir og fjórðungur Hörgshyljar, síðan er séttungur er af tekinn og ástemma að Rauðavatnsósi. Þar fylgja hestar þrír, engi verri en XIIII aurar. Þar hverfur og til selför í Kjör með áveiði þeirri er þar fylgir að helfningi helfningi og afréttur á Hrútafjarðarheiði og ítök þau er hann á í Faxa dal og Geitland með skógi. Skógur í Sanddali niður frá Sklakkagili um skálatóft, gengur mark fyr neðan úr steinum þeim er heita Klofningar. Þeir standa við Sanddalsá. Og þar upp á fjallsbrún. Þar fylgir og skógur í Þverárhlíð að viða til sels. Torfskurður í Steinþórsstaðaland. Sálds sæði niður fært. Hér liggja til tíu hundruð sex álna aura (og guðvefjar hökull óvirður er Ormur b. gaf í d. Gil. s.) í bókum og í messu fötum og í kirkju skrúði fyr utan klukkur II. Þeir eru óvirðar. Magnús og Hallfríður gefa til kirkju róðu kross og lík neski þau er standa yfir altara og búning á plenario. Það er kirkju fé um fram of það er áður er talt. Kirkju fé fylgja tvær merkur vax og tuttugu. Þau liggja lönd til kirkju: Breiðabólstaður og Reykja land og Hægindi. Hér fylgja enn kirkjufé sjö kúgildi í metfé. Sá er býr í Reykjaholti skal annast Háfsland og tvö kúgildi búfjár með. Því fé skal fylgja kvengildur ómagi hver misseri og skal sá hann til taka er í Reykja holti býr. Þessi kirkju fé er eru í bókum og í messu fötum og í kirkju skrúði virtu til sextugu hundraða vaðmála í hendur Snorra þeir Gizur og Þórður og Ketill Hermundarson og Högni prestur. Skrín það er stendur á altara með helgum dómum gefa þeir Magnús og Snorri að helfningi hvor þeirra og er þetta kirkju fé um fram of það er áður er talið. Kirkja á enn um fram klukkur þær er þau Snorri og Hallveig leggja til staðar, söngmeyjar II og II Árna nautar en Vta Sölmundar nautur, en VIta Péturs nautur, og þar með messu föt en bestu smelta krossar II script. Þessa reka á kirkja í Reykjaholti. Undir Felli ytra þriðjungur hvalreka og hálfur viðreki og land hálft. Undir innra Felli þriðj ungur hvalreka og líkt í ágóða sem undir ytra Felli. Þriðjungur hvorttveggja í ágóða. Á Munaðarnesi fjórðungur hvalreka. Að Kambi fjórðungur í hvalreka. Í Byrgisvík fjórðungur í hvalreka.
Reykholtskirkja hin eldri var byggð á árunum 1886-1887. Eftir að ný kirkja reis í Reykholti og hún vígð árið 1996 komst hin eldri í umsjón Þjóðminjasafns Íslands sem kostaði endurbætur hennar og viðhald. Því verki lauk árið 2006.
Reykholtskirkja er timburkirkja og ytri mynd hennar minnir mjög á Dómkirkjuna í Reykjavík sem og margt hið innra með henni. Nýklassískt yfirbragð hið ytra sem innra. Dyra- og gluggaskraut gefur henni sterkan svip sem og vindskeiðar, spjaldhurð fyrir útidyrum og dyrabjór í klassískum stíl yfir. Þar fyrir ofan smágluggi, þríhyrndur með litlum bogadregnum fögum. Hljómop á turni og þar kross ofar sem stendur á jarðarkringlu.
Reykholtskirkja hin eldri var vígð 31. júlí 1887.
Kirkjan á marga góða gripi.
Sjá nánar um kirkjuna í: Kirkjur Íslands, 13. bindi, R. 2009, bls. 293-330.
Reykholtsmáldagi (Reykjaholtsmáldagi) er talinn vera að stofni til frá 1185, yngsti hluti hans frá lokum 13du aldar. Hann er eitt kálfskinnsblað og er elsta varðveitta skjal á íslensku. Í máldaganum má lesa hverjar eru jarðeignir kirkjunnar og gripir. Í máldaganum er einnig getið um gjafir sem Snorri Sturluson (1178/9-1241), kona hans og dóttir, gáfu kirkjunni. Reykholtsmáldagi er varðveittur í Þjóðskjalasafni Íslands.
Þetta er máldaginn:
Til kirkju liggur í Reykjaholti heimaland með öllum landsnytjum. Þar fylgja kýr tuttugu, griðungur tvevetur, XXX á(a) og hundrað. Þar liggur til fimm hlutir Grímsár allrar en þrír hverfa undan nema það er (eg) mun nú telja. Það er hlaupa garður allur og þrír hlutir árinnar fyr norðan Miðberg en fjórðungurinn hverfur frá. Þar fylgir og fjórðungur Hörgshyljar, síðan er séttungur er af tekinn og ástemma að Rauðavatnsósi. Þar fylgja hestar þrír, engi verri en XIIII aurar. Þar hverfur og til selför í Kjör með áveiði þeirri er þar fylgir að helfningi helfningi og afréttur á Hrútafjarðarheiði og ítök þau er hann á í Faxa dal og Geitland með skógi. Skógur í Sanddali niður frá Sklakkagili um skálatóft, gengur mark fyr neðan úr steinum þeim er heita Klofningar. Þeir standa við Sanddalsá. Og þar upp á fjallsbrún. Þar fylgir og skógur í Þverárhlíð að viða til sels. Torfskurður í Steinþórsstaðaland. Sálds sæði niður fært. Hér liggja til tíu hundruð sex álna aura (og guðvefjar hökull óvirður er Ormur b. gaf í d. Gil. s.) í bókum og í messu fötum og í kirkju skrúði fyr utan klukkur II. Þeir eru óvirðar. Magnús og Hallfríður gefa til kirkju róðu kross og lík neski þau er standa yfir altara og búning á plenario. Það er kirkju fé um fram of það er áður er talt. Kirkju fé fylgja tvær merkur vax og tuttugu. Þau liggja lönd til kirkju: Breiðabólstaður og Reykja land og Hægindi. Hér fylgja enn kirkjufé sjö kúgildi í metfé. Sá er býr í Reykjaholti skal annast Háfsland og tvö kúgildi búfjár með. Því fé skal fylgja kvengildur ómagi hver misseri og skal sá hann til taka er í Reykja holti býr. Þessi kirkju fé er eru í bókum og í messu fötum og í kirkju skrúði virtu til sextugu hundraða vaðmála í hendur Snorra þeir Gizur og Þórður og Ketill Hermundarson og Högni prestur. Skrín það er stendur á altara með helgum dómum gefa þeir Magnús og Snorri að helfningi hvor þeirra og er þetta kirkju fé um fram of það er áður er talið. Kirkja á enn um fram klukkur þær er þau Snorri og Hallveig leggja til staðar, söngmeyjar II og II Árna nautar en Vta Sölmundar nautur, en VIta Péturs nautur, og þar með messu föt en bestu smelta krossar II script. Þessa reka á kirkja í Reykjaholti. Undir Felli ytra þriðjungur hvalreka og hálfur viðreki og land hálft. Undir innra Felli þriðj ungur hvalreka og líkt í ágóða sem undir ytra Felli. Þriðjungur hvorttveggja í ágóða. Á Munaðarnesi fjórðungur hvalreka. Að Kambi fjórðungur í hvalreka. Í Byrgisvík fjórðungur í hvalreka.