Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnessprófastdæmi.
Kirkja hefur staðið í Innri-Njarðvík að minnsta kosti frá því á 14. öld en óljóst er hvenær kirkja var fyrst reist í Njarðvíkum.
Njarðvíkurkirkja var reist á árunum 1885-1887. Hún er hlaðin úr steinlímdu tilhöggnu grjóti sem tekið var í heiðinni ofan við Innri-Njarðvík og í Kirkjuvík. Magnús Magnússon (1840-1887), steinsmiður í Miðhúsum í Garði, hafði veg og vanda af hleðslunni en hann hafði lært steinsmíði við byggingu Alþingishússins 1880-1881. Hann kom einnig að hleðslu Hvalsneskirkju.
Kirkjan var vígð 18. júlí 1886 af sr. Þórarni Böðvarssyni (1825-1895), prófasti.
Árið 1942 var ráðist í talsverðar endurbætur á kirkjunni og var m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar (1887-1950), húsameistara ríkisins.
Altaristaflan í kirkjuna er eftir Magnús Á. Árnason (1894-1980), listmálara. Var hún sett upp þegar kirkjan var endurvígð 24. september 1944. Sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953), biskup Íslands, hafði þá vígslu um hönd.
Njarðvíkurkirkja á þrjár klukkur. Sú elsta er frá 1725, önnur frá 1840 og sú þriðja frá 1940.
Kirkjan er vel búin messuklæðum og á hökla eftir Unni Ólafsdóttur (1897-1983) og Guðrúnu J. Vigfúsdóttur (1921-2015).
Söngtöflur eru tvær og þær eru eftirlíkingar af þeim töflum sem voru í kirkjunni 1886 en frumeintök þeirra eru í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Falleg ytri útihurð Njarðvíkurkirkju

Horft frá forkirkju og til altaris – prédikunarstóllinn er áttstrendur og jafngamall kirkjunni

Skírnarfontur kirkjunnar er í barokkstíl – hann var í timburkirkjunni í Innri-Njarðvík sem var smíðuð 1858. Í honum er leirskál eftir Guðmund Einarsson (1895-1963) frá Miðdal

Altaristaflan er eftir Magnús Á. Árnason. Kom í kirkjuna árið 1944

Horft til sjávar úr kirkjunni

Önnur ljósakróna af tveimur og stjörnum prýddur himinn

Söngtaflan er nákvæm eftirlíking þeirrar sem var í kirkjunni 1886

Minningartafla um Ásbjörn Sveinbjörnsson (1747-1819), bónda í Innri-Njarðvík

Horft frá altari og út kirkju

Njarðvíkurkirkja með kross og veðurvita á turni með ártalinu 1886

Fagurt og stílhreint guðshús

Minnismerki um drukknaða sjómenn skammt frá kirkjunni
Heimild: Kirkjur Íslands, 11. bindi, Reykjavík 2008, bls. 303-334 og Innri-Njarðvíkurkirkja 100 ára
Allar myndir: Kirkjublaðið.is
Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnessprófastdæmi.
Kirkja hefur staðið í Innri-Njarðvík að minnsta kosti frá því á 14. öld en óljóst er hvenær kirkja var fyrst reist í Njarðvíkum.
Njarðvíkurkirkja var reist á árunum 1885-1887. Hún er hlaðin úr steinlímdu tilhöggnu grjóti sem tekið var í heiðinni ofan við Innri-Njarðvík og í Kirkjuvík. Magnús Magnússon (1840-1887), steinsmiður í Miðhúsum í Garði, hafði veg og vanda af hleðslunni en hann hafði lært steinsmíði við byggingu Alþingishússins 1880-1881. Hann kom einnig að hleðslu Hvalsneskirkju.
Kirkjan var vígð 18. júlí 1886 af sr. Þórarni Böðvarssyni (1825-1895), prófasti.
Árið 1942 var ráðist í talsverðar endurbætur á kirkjunni og var m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar (1887-1950), húsameistara ríkisins.
Altaristaflan í kirkjuna er eftir Magnús Á. Árnason (1894-1980), listmálara. Var hún sett upp þegar kirkjan var endurvígð 24. september 1944. Sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953), biskup Íslands, hafði þá vígslu um hönd.
Njarðvíkurkirkja á þrjár klukkur. Sú elsta er frá 1725, önnur frá 1840 og sú þriðja frá 1940.
Kirkjan er vel búin messuklæðum og á hökla eftir Unni Ólafsdóttur (1897-1983) og Guðrúnu J. Vigfúsdóttur (1921-2015).
Söngtöflur eru tvær og þær eru eftirlíkingar af þeim töflum sem voru í kirkjunni 1886 en frumeintök þeirra eru í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Falleg ytri útihurð Njarðvíkurkirkju

Horft frá forkirkju og til altaris – prédikunarstóllinn er áttstrendur og jafngamall kirkjunni

Skírnarfontur kirkjunnar er í barokkstíl – hann var í timburkirkjunni í Innri-Njarðvík sem var smíðuð 1858. Í honum er leirskál eftir Guðmund Einarsson (1895-1963) frá Miðdal

Altaristaflan er eftir Magnús Á. Árnason. Kom í kirkjuna árið 1944

Horft til sjávar úr kirkjunni

Önnur ljósakróna af tveimur og stjörnum prýddur himinn

Söngtaflan er nákvæm eftirlíking þeirrar sem var í kirkjunni 1886

Minningartafla um Ásbjörn Sveinbjörnsson (1747-1819), bónda í Innri-Njarðvík

Horft frá altari og út kirkju

Njarðvíkurkirkja með kross og veðurvita á turni með ártalinu 1886

Fagurt og stílhreint guðshús

Minnismerki um drukknaða sjómenn skammt frá kirkjunni