Melstaðarkirkja er í Húnavatnsprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Melstað allt frá kristnitöku árið 1000.

Fimm árum eftir að gamla kirkjan á Melstað fauk í miklu suðaustanhvassviðri í janúar 1942 var ný kirkja vígð 8. júní 1947. Yfirsmiður var Hjörtur Eiríksson (1914-1989) frá Efri-Svertingsstöðum í Miðfirði. Það var sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890 -1953), biskup Íslands, sem vígði kirkjuna. Hún er steinsteypt og rúmar um 100 manns í sæti.

Prédikunarstóll er minningargjöf til kirkjunnar, skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1977), myndskera, og sömuleiðis skírnarfontur.

Altaristaflan er eftir dr. Magnús Jónsson (1887-1958), guðfræðiprófessor og listmálara. Hún sýnir skírn Jesú. Minningargjöf.

Önnur altaristafla er á kórvegg í kirkjunni og er hún frá því um 1800. Í miðju er Jesús á fjallinu, og á hliðarvængjum Móse og Aron.

Kirkjan á marga góða gripi og er vel búin messuklæðum. Á vígsludegi var tekinn í notkun hökull sem Unnur Ólafsdótttir, kirkjulistakona, (1897-1983) saumaði sem og altarisklæðið.

Kristslíkanið í kirkjunni og ljósahjálmurinn eru gjafir til kirkjunnar á vígsludegi hennar.

Á altari eru tveir kertastjakar með fangamarkinu AJ. Talið er að þeir séu úr tíð séra Arngríms lærða Jónssonar (1568-1648) sem sat staðinn i tvígang.

Melstaðarkirkja var  fyrsta sveitakirkjan í Húnavatnssýslu sem fékk harmóníum og var það árið 1872.

Ljósbaugurinn í Melstaðarkirkju.

 

Horft inn til altaris

Horft frá sönglofti niður í kirkju

Púlt og prédikunarstóll

Altaristafla er eftir dr. Magnús Jónsson – skírn Jesú

Prédikunarstóllinn útskorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera

Altaristafla hin eldri frá því um 1800

Sálmatafla

Melstaðarkirkja – mynd tekin í apríl 2024

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Melstaðarkirkja er í Húnavatnsprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Melstað allt frá kristnitöku árið 1000.

Fimm árum eftir að gamla kirkjan á Melstað fauk í miklu suðaustanhvassviðri í janúar 1942 var ný kirkja vígð 8. júní 1947. Yfirsmiður var Hjörtur Eiríksson (1914-1989) frá Efri-Svertingsstöðum í Miðfirði. Það var sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890 -1953), biskup Íslands, sem vígði kirkjuna. Hún er steinsteypt og rúmar um 100 manns í sæti.

Prédikunarstóll er minningargjöf til kirkjunnar, skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1977), myndskera, og sömuleiðis skírnarfontur.

Altaristaflan er eftir dr. Magnús Jónsson (1887-1958), guðfræðiprófessor og listmálara. Hún sýnir skírn Jesú. Minningargjöf.

Önnur altaristafla er á kórvegg í kirkjunni og er hún frá því um 1800. Í miðju er Jesús á fjallinu, og á hliðarvængjum Móse og Aron.

Kirkjan á marga góða gripi og er vel búin messuklæðum. Á vígsludegi var tekinn í notkun hökull sem Unnur Ólafsdótttir, kirkjulistakona, (1897-1983) saumaði sem og altarisklæðið.

Kristslíkanið í kirkjunni og ljósahjálmurinn eru gjafir til kirkjunnar á vígsludegi hennar.

Á altari eru tveir kertastjakar með fangamarkinu AJ. Talið er að þeir séu úr tíð séra Arngríms lærða Jónssonar (1568-1648) sem sat staðinn i tvígang.

Melstaðarkirkja var  fyrsta sveitakirkjan í Húnavatnssýslu sem fékk harmóníum og var það árið 1872.

Ljósbaugurinn í Melstaðarkirkju.

 

Horft inn til altaris

Horft frá sönglofti niður í kirkju

Púlt og prédikunarstóll

Altaristafla er eftir dr. Magnús Jónsson – skírn Jesú

Prédikunarstóllinn útskorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera

Altaristafla hin eldri frá því um 1800

Sálmatafla

Melstaðarkirkja – mynd tekin í apríl 2024

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir