Laugarneskirkja er í Laugardalsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Hún var vígð 1949 Það var sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953), biskup, sem vígði kirkjuna.
Kirkjan er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (1887-1950), húsameistara ríkisins.
Byggingameistari var Þorlákur Ófeigsson (1887-1955).
Kirkjan er múrhúðuð utan með kvarsi og fleiri bergtegundum.
Tréverk kirkjunnar að innan er úr ljósri eik.
Krossinn yfir altarinu er einnig úr eik.
Skrautmálun í lofti gerð af Gretu Björnsson (1908-1985).
Kirkjan á listafallegan hökul eftir þær Áslaugu Sverrisdóttur og Sigríði Halldórsdóttur. Við gerð hans var hafður í huga hin sviphreina yfirbragð kirkjunnar. Hann er úr lín, bómull og silki.
Í Laugarneskirkju er orgel, íslensk smíð af hendi Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs. Það er 28 radda orgel ásamt klukkuspili – vígt 2002.
Laugarneskirkja tekur rúmlega 300 manns í sæti.
Hér má hlýða á klukkur Laugarneskirkju.
Nánar um Laugarneskirkju o.fl. hér.
Kirkjan er ákaflega smekklegt og látlaust guðshús
Orgelið íslensk smíð og loftskreyting eftir Gretu Björnsson
Krossinn úr eik og gullfylltar sprungur á kórvegg
Bekkirnir eru listaverk út af fyrir sig
Loftskreyting einföld og stílhrein
Vönduð útihurð úr eik
Laugarneskirkja er talin vera eitt mesta listaverk Guðjóns Samúelssonar
Laugarneskirkja er í Laugardalsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Hún var vígð 1949 Það var sr. Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953), biskup, sem vígði kirkjuna.
Kirkjan er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (1887-1950), húsameistara ríkisins.
Byggingameistari var Þorlákur Ófeigsson (1887-1955).
Kirkjan er múrhúðuð utan með kvarsi og fleiri bergtegundum.
Tréverk kirkjunnar að innan er úr ljósri eik.
Krossinn yfir altarinu er einnig úr eik.
Skrautmálun í lofti gerð af Gretu Björnsson (1908-1985).
Kirkjan á listafallegan hökul eftir þær Áslaugu Sverrisdóttur og Sigríði Halldórsdóttur. Við gerð hans var hafður í huga hin sviphreina yfirbragð kirkjunnar. Hann er úr lín, bómull og silki.
Í Laugarneskirkju er orgel, íslensk smíð af hendi Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs. Það er 28 radda orgel ásamt klukkuspili – vígt 2002.
Laugarneskirkja tekur rúmlega 300 manns í sæti.
Hér má hlýða á klukkur Laugarneskirkju.
Nánar um Laugarneskirkju o.fl. hér.
Kirkjan er ákaflega smekklegt og látlaust guðshús
Orgelið íslensk smíð og loftskreyting eftir Gretu Björnsson
Krossinn úr eik og gullfylltar sprungur á kórvegg
Bekkirnir eru listaverk út af fyrir sig
Loftskreyting einföld og stílhrein
Vönduð útihurð úr eik
Laugarneskirkja er talin vera eitt mesta listaverk Guðjóns Samúelssonar