Kotstrandarkirkja í Ölfusi var byggð 1909 og vígð 14. nóvember sama ár. Arkitekt hennar var Rögnvaldur Ólafsson. Kirkjan er úr timbri og er járnklædd. Tekur 200 manns í sæti.
Kirkjan er „glæsilegt byggingarlistaverk“, segir Björn G. Björnsson í bók sinni um Rögnvald arkitekt, Fyrsti íslenski arkitektinn, bls. 52. Bogaformið er mjög ráðandi form í stíl kirkjunnar. Bogi er hluti hrings og tákn eilífðarinnar.
Kirkja var reist á Kotströnd eftir að Reykjakirkja fauk af grunni sínum í ofviðri 1908. Smiðir kirkjunnar voru þeir Samúel Jónsson og Eiríkur Gíslason. Enda þótt Rögnvaldur sé arkitekt kirkjunnar þá var stuðst við frumteikningu af Hraungerðiskirkju eftir nefndan Eirík.
Kotstrandarkirkja á marga góða gripi sem komnir eru frá Reykjakirkju og kirkjunni í Arnarbæli. Þar má nefna altarisstjaka frá 17du öld, silfurkaleik og patínu frá 1864. Tvær klukkur eru í turni og er önnur þeirra frá 17du öld og úr Arnarbæliskirkju. Hin er úr Reykjakirkju en aldur er óviss þó gamalleg sé.
Sjá nánar um kirkjuna í: Kirkjur Íslands, 4. bindi, R. 2003, bls. 82-116, og Fyrsti íslenski arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, eftir Björn G. Björnsson, R. 2016, bls. 52-53.
Kotstrandarkirkja í Ölfusi var byggð 1909 og vígð 14. nóvember sama ár. Arkitekt hennar var Rögnvaldur Ólafsson. Kirkjan er úr timbri og er járnklædd. Tekur 200 manns í sæti.
Kirkjan er „glæsilegt byggingarlistaverk“, segir Björn G. Björnsson í bók sinni um Rögnvald arkitekt, Fyrsti íslenski arkitektinn, bls. 52. Bogaformið er mjög ráðandi form í stíl kirkjunnar. Bogi er hluti hrings og tákn eilífðarinnar.
Kirkja var reist á Kotströnd eftir að Reykjakirkja fauk af grunni sínum í ofviðri 1908. Smiðir kirkjunnar voru þeir Samúel Jónsson og Eiríkur Gíslason. Enda þótt Rögnvaldur sé arkitekt kirkjunnar þá var stuðst við frumteikningu af Hraungerðiskirkju eftir nefndan Eirík.
Kotstrandarkirkja á marga góða gripi sem komnir eru frá Reykjakirkju og kirkjunni í Arnarbæli. Þar má nefna altarisstjaka frá 17du öld, silfurkaleik og patínu frá 1864. Tvær klukkur eru í turni og er önnur þeirra frá 17du öld og úr Arnarbæliskirkju. Hin er úr Reykjakirkju en aldur er óviss þó gamalleg sé.
Sjá nánar um kirkjuna í: Kirkjur Íslands, 4. bindi, R. 2003, bls. 82-116, og Fyrsti íslenski arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, eftir Björn G. Björnsson, R. 2016, bls. 52-53.