Hafnarfjarðarkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi.

Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum á Álftanesi áður en kirkja var reist í Hafnarfirði.

Rögnvaldur Ágúst Ólafsson (1874-1917) teiknaði kirkjuna 1909 og framkvæmdir við kirkjugrunn hófust 1913. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson (1881-1914).

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Það var Þórhallur Bjarnarson (1855-1916), biskup, sem vígði hana.

Margir kirkjumuna Garðakirkju fóru í hina nýju Hafnarfjarðarkirkju.

Altaristaflan er upprisumynd eftir danska listmálarann Rudolf J. Carlsen (1812-1892) og var keypt í Kaupmannahöfn. Sr. Þórarinn Böðvarsson (1825-1895) gaf Garðakirkju töfluna við vígslu hennar 1880. Skreytingar þær sem eru á prédikunarstól kirkjunnar voru keyptar í Kaupmannahöfn sem og silfurskírnarskálin.

Prédikunarstóllinn er frá 1880 og hann smíðaði líklega Páll Halldórsson (1833-1919), snikkari í Görðum sem og skírnarfontinn.

Hafnarfjarðarkirkja á stórmerka altarisgripi sem komu í kirkjuna 1934. Leifur Kaldal (1898-1992) hannaði þá og smíðaði. Hún er einnig vel búin að myndarlegum messuklæðum.

Á suðurvegg í kór kirkjunnar er mynd af sr. Árna Björnssyni (1863-1932), máluð af Brynjólfi Þórðarsyni (1896-1938), listmálara, og er hún gjöf frá kvenfélagi kirkjunnar. Sr. Árni þjónaði fyrstur presta Hafnarfjarðarkirkju. Hann flutti frá Görðum á Álftanesi til Hafnarfjarðar 1928.

Veggmyndir og skreytingar frá 1933 í kirkjunni eru eftir hjónin Gretu Björnsson (1908-1985), listmálara, og Jón Björnsson (1903-1980), málarameistara.

Orgel kirkjunnar er þýskt, vígt 2008, af gerðinni Scheffler. Það er með vönduðustu orgelum landsins. Orgelið er 25 radda, með tæplega 2000 pípum.

Í kirkjunni er einnig barokkorgel, Wegscheider, vígt 2009. Það er 12 radda og með 1000 pípur. Orgelið er í framkirkju, norðanmegin.

Í tilefni hálfrar aldar afmælis kirkjunnar var settur steindur gluggi í turnstöpul. Síðan komu tuttugu steindir gluggar til viðbótar í kirkjuna og hafði kvenfélagið forystu um það verk í samvinnu við ýmsa aðila. Gluggana teiknaði Fritz Oidtmann og þeir voru gerðir á glerverkstæði Dr. Oidtmanns í Linnich í Þýskalandi.

Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1928 og 1932. Hljóm þeirra má heyra á vefnum Kirkjuklukkur Íslands. Tvær fornar klukkur komu á sínum tíma úr Garðakirkju í Hafnarfjarðarkirkju og eru þær nú í Þjóðminjasafni Íslands.

Safnaðarheimili kirkjunnar, Strandberg, er tengt kirkjuhúsinu og það teiknuðu arkitektarnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen.

Fallegt er að líta frá kirkjudyrum og inn að altari

Altarið og skírnarfonturinn – skreytingar á kórlofti

Textinn á altarisbríkinni er útskorinn af Ríkarði Jónssyni (1888-1972), myndskera og höggmyndalistamanni. Altarisdúkurinn glæsilegi er með harðangurssaumi og klaustursaumi. Það voru hannyrða- og listakonunar Ingveldur Einarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir (1915-2010), sem saumuðu dúkinn. Kvenfélag kirkjunnar gaf hann í tilefni 80 ára afmælis kirkjunnar 1994

Préikunarstóllinn er glæsilegur – steindur gluggi eftir Fritz Oidtmann

Til vinstri er barokkorgel, Wegscheider-gerð

Orgel kirkjunnar er stórglæsilegt og er af gerðinni Scheffler

Veggskreyting hjónanna Gretu og Jóns Björnssonar

Steindir gluggar kirkjunnar eru eftir Fritz Oidtmann – stef þyrnikórónu Krists er áberandi

Steindir gluggar og sálmatafla

Fyrsti prestur Hafnarfjarðarkirkju, sr. Árni Björnsson – myndina gerði listmálarinn Brynjólfur Þórðarson

Hafnarfjarðarkirkja er glæsilegt guðshús og mikil bæjarprýði

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Heimasíða Hafnarfjarðarkirkju.

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 12. bindi, Hafnarfjarðarkirkja: Höf. Júlíana Gottskálksdóttir, Gunnar Kristjánsson, Gunnar Bollason. Útg. Þjóðminjasafn Íslands o. fl., 2008.

Helgistaðir við Hafnarfjörð, I.-III. bindi, eftir Gunnlaug Haraldsson. Útg. Hafnarfjarðarkirkja 2014.

Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, eftir Björn G. Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2016.

Hver er maðurinn- Íslendingaævir, I. bindi,  eftir Brynleif Tobíasson. Fagurskinna 1944.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hafnarfjarðarkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi.

Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum á Álftanesi áður en kirkja var reist í Hafnarfirði.

Rögnvaldur Ágúst Ólafsson (1874-1917) teiknaði kirkjuna 1909 og framkvæmdir við kirkjugrunn hófust 1913. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson (1881-1914).

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Það var Þórhallur Bjarnarson (1855-1916), biskup, sem vígði hana.

Margir kirkjumuna Garðakirkju fóru í hina nýju Hafnarfjarðarkirkju.

Altaristaflan er upprisumynd eftir danska listmálarann Rudolf J. Carlsen (1812-1892) og var keypt í Kaupmannahöfn. Sr. Þórarinn Böðvarsson (1825-1895) gaf Garðakirkju töfluna við vígslu hennar 1880. Skreytingar þær sem eru á prédikunarstól kirkjunnar voru keyptar í Kaupmannahöfn sem og silfurskírnarskálin.

Prédikunarstóllinn er frá 1880 og hann smíðaði líklega Páll Halldórsson (1833-1919), snikkari í Görðum sem og skírnarfontinn.

Hafnarfjarðarkirkja á stórmerka altarisgripi sem komu í kirkjuna 1934. Leifur Kaldal (1898-1992) hannaði þá og smíðaði. Hún er einnig vel búin að myndarlegum messuklæðum.

Á suðurvegg í kór kirkjunnar er mynd af sr. Árna Björnssyni (1863-1932), máluð af Brynjólfi Þórðarsyni (1896-1938), listmálara, og er hún gjöf frá kvenfélagi kirkjunnar. Sr. Árni þjónaði fyrstur presta Hafnarfjarðarkirkju. Hann flutti frá Görðum á Álftanesi til Hafnarfjarðar 1928.

Veggmyndir og skreytingar frá 1933 í kirkjunni eru eftir hjónin Gretu Björnsson (1908-1985), listmálara, og Jón Björnsson (1903-1980), málarameistara.

Orgel kirkjunnar er þýskt, vígt 2008, af gerðinni Scheffler. Það er með vönduðustu orgelum landsins. Orgelið er 25 radda, með tæplega 2000 pípum.

Í kirkjunni er einnig barokkorgel, Wegscheider, vígt 2009. Það er 12 radda og með 1000 pípur. Orgelið er í framkirkju, norðanmegin.

Í tilefni hálfrar aldar afmælis kirkjunnar var settur steindur gluggi í turnstöpul. Síðan komu tuttugu steindir gluggar til viðbótar í kirkjuna og hafði kvenfélagið forystu um það verk í samvinnu við ýmsa aðila. Gluggana teiknaði Fritz Oidtmann og þeir voru gerðir á glerverkstæði Dr. Oidtmanns í Linnich í Þýskalandi.

Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1928 og 1932. Hljóm þeirra má heyra á vefnum Kirkjuklukkur Íslands. Tvær fornar klukkur komu á sínum tíma úr Garðakirkju í Hafnarfjarðarkirkju og eru þær nú í Þjóðminjasafni Íslands.

Safnaðarheimili kirkjunnar, Strandberg, er tengt kirkjuhúsinu og það teiknuðu arkitektarnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen.

Fallegt er að líta frá kirkjudyrum og inn að altari

Altarið og skírnarfonturinn – skreytingar á kórlofti

Textinn á altarisbríkinni er útskorinn af Ríkarði Jónssyni (1888-1972), myndskera og höggmyndalistamanni. Altarisdúkurinn glæsilegi er með harðangurssaumi og klaustursaumi. Það voru hannyrða- og listakonunar Ingveldur Einarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir (1915-2010), sem saumuðu dúkinn. Kvenfélag kirkjunnar gaf hann í tilefni 80 ára afmælis kirkjunnar 1994

Préikunarstóllinn er glæsilegur – steindur gluggi eftir Fritz Oidtmann

Til vinstri er barokkorgel, Wegscheider-gerð

Orgel kirkjunnar er stórglæsilegt og er af gerðinni Scheffler

Veggskreyting hjónanna Gretu og Jóns Björnssonar

Steindir gluggar kirkjunnar eru eftir Fritz Oidtmann – stef þyrnikórónu Krists er áberandi

Steindir gluggar og sálmatafla

Fyrsti prestur Hafnarfjarðarkirkju, sr. Árni Björnsson – myndina gerði listmálarinn Brynjólfur Þórðarson

Hafnarfjarðarkirkja er glæsilegt guðshús og mikil bæjarprýði

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Heimasíða Hafnarfjarðarkirkju.

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 12. bindi, Hafnarfjarðarkirkja: Höf. Júlíana Gottskálksdóttir, Gunnar Kristjánsson, Gunnar Bollason. Útg. Þjóðminjasafn Íslands o. fl., 2008.

Helgistaðir við Hafnarfjörð, I.-III. bindi, eftir Gunnlaug Haraldsson. Útg. Hafnarfjarðarkirkja 2014.

Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, eftir Björn G. Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2016.

Hver er maðurinn- Íslendingaævir, I. bindi,  eftir Brynleif Tobíasson. Fagurskinna 1944.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir