Guðríðarkirkja er í Grafarholti í Reykjavík og var vígð 7. desember 2008. Kirkjan er nefnd í höfuðið á Guðríði Þorbjarnardóttur (um 980-1050) sem var víðförlasti Íslendingurinn á miðöldum eftir því sem sagnir herma.
Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Þórði Þorvaldssyni og Guðrúnu Ingvarsdóttur hjá Arkþingi ehf. Finnur Jóhannsson var yfirsmiður kirkjunnar.
„Við hönnun kirkjunnar var farin sú óvenjulega leið að ramma kirkjuskip og safnaðarsali inn með tveimur görðum. Austurgarðurinn myndar því eins konar þrívíða altaristöflu handan við altarið sem tekur breytingum í takt við árstíðirnar og veitir jafnframt birtu og dýpt inn í kirkjurýmið,“ segir á heimasíðu Guðríðarkirkju.
Annar garðanna ber nafnið Geisli, talað er um hann sem altarisgarð en hann kemur í stað altaristöflu. Hinn garðurinn kallast Lilja og er gengt út í hann frá safnaðarsölum kirkjunnar. Nöfnin á görðunum eru dregin af tveimur helgikvæðum miðalda.
Klukknaport kirkjunnar stendur sér austanmegin og í því eru þrjár klukkur. Hægt er að hlusta á hljóm þeirra á vefnum Kirkjuklukkur Íslands.
Altari Guðríðarkirkju, horft til garðsins Geisla, sér í klukknaportið
Garðurinn Lilja – innigarður
Skírnarfontur og prédikunarstóll úr stuðlabergi
Sálmataflan eða söngtaflan er stílhrein – merki kirkjunnar í miðju en það er hannað af Björgu Vilhjálmsdóttur
Bekkir eru úr birki eins og aðrir innviðir kirkjunnar
Guðríðarkirkja í Grafarholti
Guðríðarkirkja er í Grafarholti í Reykjavík og var vígð 7. desember 2008. Kirkjan er nefnd í höfuðið á Guðríði Þorbjarnardóttur (um 980-1050) sem var víðförlasti Íslendingurinn á miðöldum eftir því sem sagnir herma.
Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Þórði Þorvaldssyni og Guðrúnu Ingvarsdóttur hjá Arkþingi ehf. Finnur Jóhannsson var yfirsmiður kirkjunnar.
„Við hönnun kirkjunnar var farin sú óvenjulega leið að ramma kirkjuskip og safnaðarsali inn með tveimur görðum. Austurgarðurinn myndar því eins konar þrívíða altaristöflu handan við altarið sem tekur breytingum í takt við árstíðirnar og veitir jafnframt birtu og dýpt inn í kirkjurýmið,“ segir á heimasíðu Guðríðarkirkju.
Annar garðanna ber nafnið Geisli, talað er um hann sem altarisgarð en hann kemur í stað altaristöflu. Hinn garðurinn kallast Lilja og er gengt út í hann frá safnaðarsölum kirkjunnar. Nöfnin á görðunum eru dregin af tveimur helgikvæðum miðalda.
Klukknaport kirkjunnar stendur sér austanmegin og í því eru þrjár klukkur. Hægt er að hlusta á hljóm þeirra á vefnum Kirkjuklukkur Íslands.
Altari Guðríðarkirkju, horft til garðsins Geisla, sér í klukknaportið
Garðurinn Lilja – innigarður
Skírnarfontur og prédikunarstóll úr stuðlabergi
Sálmataflan eða söngtaflan er stílhrein – merki kirkjunnar í miðju en það er hannað af Björgu Vilhjálmsdóttur
Bekkir eru úr birki eins og aðrir innviðir kirkjunnar
Guðríðarkirkja í Grafarholti