Grindavíkurkirkja er í Grindavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Það var Ragnar Emilsson, arkitekt, sem teiknaði Grindavíkurkirkju. Fyrsta skóflustungan var tekin 5. nóvember 1972. Kirkjan var vígð nær tíu árum síðar af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi Íslands, eða 26. september.
Grindavíkurkirkja tekur 240 manns í sæti og safnaðarheimilið er sambyggt kirkjunni og þar geta setið um 150 manns.
Altaristaflan er gerð eftir altaristöflu gömlu kirkjunnar sem Ásgrímur Jónsson, listmálari, málaði. Það var Oidtmann-fyrirtækið þýska sem sá um það mósaíkverk. Stefið er: „Jesús kyrrir vind og sjó.“
Skírnarfonturinn er úr marmara og Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, gerði hann.
Altaristaflan er úr mósaík og fyrirmynd hennar er gamla taflan
Altaristaflan sem var í gömlu kirkjunni er eftir Ásgrím Jónsson og er nú í safnaðarheimilinu
Horft eftir kirkjuskipinu til altaris
Ríkharður Jónsson, myndskeri, skar út þennan ramma utan um guðspjallstexta Lúkasar 5.1-30
Kirkjuhurðin er vegleg
Grindavíkurkirkja er í Grindavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Það var Ragnar Emilsson, arkitekt, sem teiknaði Grindavíkurkirkju. Fyrsta skóflustungan var tekin 5. nóvember 1972. Kirkjan var vígð nær tíu árum síðar af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi Íslands, eða 26. september.
Grindavíkurkirkja tekur 240 manns í sæti og safnaðarheimilið er sambyggt kirkjunni og þar geta setið um 150 manns.
Altaristaflan er gerð eftir altaristöflu gömlu kirkjunnar sem Ásgrímur Jónsson, listmálari, málaði. Það var Oidtmann-fyrirtækið þýska sem sá um það mósaíkverk. Stefið er: „Jesús kyrrir vind og sjó.“
Skírnarfonturinn er úr marmara og Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, gerði hann.
Altaristaflan er úr mósaík og fyrirmynd hennar er gamla taflan
Altaristaflan sem var í gömlu kirkjunni er eftir Ásgrím Jónsson og er nú í safnaðarheimilinu
Horft eftir kirkjuskipinu til altaris
Ríkharður Jónsson, myndskeri, skar út þennan ramma utan um guðspjallstexta Lúkasar 5.1-30
Kirkjuhurðin er vegleg