Gaulverjabæjarkirkja er í Flóahreppi. Hún var byggð 1909 og er úr timbri.
Kirkja hefur verið í Gaulverjabæ frá upphafi kristni í landinu og er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um 1200. Elsti máldagi kirkjunnar er frá 1220. Kirkjan sem nú stendur í Gaulverjabæ var vígð 21. nóvember 1909 af sr. Gísla Skúlasyni.
Kirkjan á marga góða gripi. Altaristaflan er frá 1775 og er eftir Ámunda Jónsson smið í Syðra-Langholti. Þá er kaleikur í eigu hennar frá 1654. Elsti hökull hennar er frá 1750.
Gaulverjabæjarkirkja er í Gaulverjabæjarsókn og er innan Árborgarprestakalls.
Gaulverjabæjarkirkja árið 1892.
Myndina málaði dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup
Gaulverjabæjarkirkja er í Flóahreppi. Hún var byggð 1909 og er úr timbri.
Kirkja hefur verið í Gaulverjabæ frá upphafi kristni í landinu og er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um 1200. Elsti máldagi kirkjunnar er frá 1220. Kirkjan sem nú stendur í Gaulverjabæ var vígð 21. nóvember 1909 af sr. Gísla Skúlasyni.
Kirkjan á marga góða gripi. Altaristaflan er frá 1775 og er eftir Ámunda Jónsson smið í Syðra-Langholti. Þá er kaleikur í eigu hennar frá 1654. Elsti hökull hennar er frá 1750.
Gaulverjabæjarkirkja er í Gaulverjabæjarsókn og er innan Árborgarprestakalls.
Gaulverjabæjarkirkja árið 1892.
Myndina málaði dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup