Fella- og Hólakirkja er í Breiðholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún var vígð á pálmasunnudegi 1988 sem bar þá upp á 27. mars. Kirkjan er því þrjátíu og fimm ára um þessar mundir. Það var sr. Pétur Sigurgeirsson (1919-2010), biskup, sem vígði kirkjuna.

Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ingimundi Sveinssyni og Gylfa Guðjónssyni. Byggingameistari kirkjunnar var Haraldur Sumarliðason.

Steindir gluggar í kirkjunni eru eftir Leif Breiðfjörð. Altaristaflan er einnig eftir hann en hún er skáhallt yfir altarinu og myndstef hennar er krossfestingin og upprisan. Í lofti nær miðri kirkju er og steindur þríhyrningur sem á eru sjö dúfur en þær tákna gjafir andans.

Prédikunarstóll er úr blágrýti. Skírnarfontur úr marmara.

Sigríður Jóhannesdóttir, textílhönnuður, gerði allan messuskrúða kirkjunnar.

Kirkjan tekur um 350 manns í sæti en hún er 938 m².

Orgel kirkjunnar var tekið í notkun 1992 og er danskt, 23ja radda, frá Marcussen og Søn Orgelbyggeri.

Klukknaturn er við kirkjuna og í honum eru þrjár kirkjuklukkur. Hljóm þeirra má heyra hér.

Kirkjan er með góða og fallega heimasíðu.

Hér eru myndir af Fella- og Hólakirkju sem Kirkjublaðið.is hefur tekið:

 

Altaristaflan er steindur glerflötur yfir altari, krossfesting og upprisa, eftir Leif Breiðfjörð

Horft til orgels frá altari – yfir miðri kirkju er steindur glerflötur, sjö dúfur, tákn fyrir gjafir heilags anda

Fallegt er að líta yfir kirkjuna – steindir gluggar sem band hringinn í kringum kirkjuskipið

Altarið og skírnarfonturinn 

Steindu glerfletirnir kallast á 

Prédikunarstóllinn 

Þetta verk gerðu konur í söfnuðinum 

Listamaðurinn Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson f. 1977 og d. 2022), var mikill Breiðhyltingur og þetta er með síðustu listaverkum hans

Í forkirkju

Fella- og Hólakirkja er afar breytilegt frá einu sjónarhorni til annars

Fella- og Hólakirkja

Fella- og Hólakirkja er margbrotið hús eins og sést á þessari mynd

Vetrarmynd af Fella- og Hólakirkju

Önnur vetrarmynd af Fella- og Hólakirkju

Fella- og Hólakirkja er mikil hverfisprýði

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Fella- og Hólakirkja er í Breiðholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún var vígð á pálmasunnudegi 1988 sem bar þá upp á 27. mars. Kirkjan er því þrjátíu og fimm ára um þessar mundir. Það var sr. Pétur Sigurgeirsson (1919-2010), biskup, sem vígði kirkjuna.

Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ingimundi Sveinssyni og Gylfa Guðjónssyni. Byggingameistari kirkjunnar var Haraldur Sumarliðason.

Steindir gluggar í kirkjunni eru eftir Leif Breiðfjörð. Altaristaflan er einnig eftir hann en hún er skáhallt yfir altarinu og myndstef hennar er krossfestingin og upprisan. Í lofti nær miðri kirkju er og steindur þríhyrningur sem á eru sjö dúfur en þær tákna gjafir andans.

Prédikunarstóll er úr blágrýti. Skírnarfontur úr marmara.

Sigríður Jóhannesdóttir, textílhönnuður, gerði allan messuskrúða kirkjunnar.

Kirkjan tekur um 350 manns í sæti en hún er 938 m².

Orgel kirkjunnar var tekið í notkun 1992 og er danskt, 23ja radda, frá Marcussen og Søn Orgelbyggeri.

Klukknaturn er við kirkjuna og í honum eru þrjár kirkjuklukkur. Hljóm þeirra má heyra hér.

Kirkjan er með góða og fallega heimasíðu.

Hér eru myndir af Fella- og Hólakirkju sem Kirkjublaðið.is hefur tekið:

 

Altaristaflan er steindur glerflötur yfir altari, krossfesting og upprisa, eftir Leif Breiðfjörð

Horft til orgels frá altari – yfir miðri kirkju er steindur glerflötur, sjö dúfur, tákn fyrir gjafir heilags anda

Fallegt er að líta yfir kirkjuna – steindir gluggar sem band hringinn í kringum kirkjuskipið

Altarið og skírnarfonturinn 

Steindu glerfletirnir kallast á 

Prédikunarstóllinn 

Þetta verk gerðu konur í söfnuðinum 

Listamaðurinn Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson f. 1977 og d. 2022), var mikill Breiðhyltingur og þetta er með síðustu listaverkum hans

Í forkirkju

Fella- og Hólakirkja er afar breytilegt frá einu sjónarhorni til annars

Fella- og Hólakirkja

Fella- og Hólakirkja er margbrotið hús eins og sést á þessari mynd

Vetrarmynd af Fella- og Hólakirkju

Önnur vetrarmynd af Fella- og Hólakirkju

Fella- og Hólakirkja er mikil hverfisprýði

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir