Bræðratungukirkja er í Skálholtsprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

Í kirknatali Páls Jónssonar frá því um 1200 er getið um kirkju í Tungu (Bræðratungu).

Kirkjan í Bræðratungu er úr timbri og var reist og vígð árið 1911 en hana teiknaði Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917). Yfirsmiður var Ólafur Jónsson (1884-1916) frá Skálholti. Forkirkja er innan kirkjuveggja, nokkurs konar stúka.

Þau Jón Björnsson (1903-1980) og Gréta Björnsson (1908-1985) máluðu kirkjuna að innan 1975 og Gréta málaði helgimyndir á prédikunarstólinn.

Kirkjan á marga góða gripi en sumir þeirra eru varðveittir á Þjóðminjasafninu.

Altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson (1817-1864) frá Hlíð og sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Máluð 1848, stærð: 110×88 cm.  Hann hefur merkt hana í hægra horni með rauðum lit: ÞG. 1848.

Kaleikur kirkjunnar og patína eru líklega frá 14. öld.

Í kirkjunni eru fjögur málverk sem sýna kunn stef úr píslarsögunni. Þessi málverk eru líklega frá 19. öld og voru gefin til kirkjunnar af dönskum manni, Svenn Poulsen (d. 1937), ritstjóra Berlinske Tidende, sem átti Bræðratungu um hríð – seldi hana íslenska ríkinu 1936.

Ofarlega á miðju kórþili er róðukross með skyggni, líklega frá 19. öld. Á kórþilinu norðan megin er trélíkneski af Andrési postula, líklega frá 19. öld. Bræðratungukirkja var helguð Andrési postula í kaþólskri tíð.

Klukkur kirkjunnar eru tvær, önnur frá 1624 og hin frá 1738.

Heimildir: Kirkjur Íslands, 3. bindi, 2002, bls. 10-47, og Litli-Bergþór.

Altari séð frá dyrum

Altari séð frá kórlofti

Altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð – kvöldmáltíðin – gerð eftir hinni frægu kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vincis (1452-1519)

Róðukross á kórþili – úr ítölsku klaustri

Líkneski af Andrési postula á kórþili – úr ítölsku klaustri

Gréta Björnsson skreytti prédikunarstólinn

Ljósprentaða útgáfan af Guðbrandsbiblíu frá 1956 í tryggilegri geymslu á norðurvegg

Ein af fjórum píslarmyndunum sem Svenn Poulsen gaf

Gluggar eru burstalagaðir

Tréverkið, krappar, skrauthné, í lofti kirkjunnar gefur henni sterkan svip 

Gripið í þennan spotta til að hringja hinum gömlu klukkum

Gripið í þennan spotta til að hringja hinum gömlu klukkum

Bekkir klæddir fallega

Bræðratungukirkja

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Bræðratungukirkja er í Skálholtsprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

Í kirknatali Páls Jónssonar frá því um 1200 er getið um kirkju í Tungu (Bræðratungu).

Kirkjan í Bræðratungu er úr timbri og var reist og vígð árið 1911 en hana teiknaði Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917). Yfirsmiður var Ólafur Jónsson (1884-1916) frá Skálholti. Forkirkja er innan kirkjuveggja, nokkurs konar stúka.

Þau Jón Björnsson (1903-1980) og Gréta Björnsson (1908-1985) máluðu kirkjuna að innan 1975 og Gréta málaði helgimyndir á prédikunarstólinn.

Kirkjan á marga góða gripi en sumir þeirra eru varðveittir á Þjóðminjasafninu.

Altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson (1817-1864) frá Hlíð og sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Máluð 1848, stærð: 110×88 cm.  Hann hefur merkt hana í hægra horni með rauðum lit: ÞG. 1848.

Kaleikur kirkjunnar og patína eru líklega frá 14. öld.

Í kirkjunni eru fjögur málverk sem sýna kunn stef úr píslarsögunni. Þessi málverk eru líklega frá 19. öld og voru gefin til kirkjunnar af dönskum manni, Svenn Poulsen (d. 1937), ritstjóra Berlinske Tidende, sem átti Bræðratungu um hríð – seldi hana íslenska ríkinu 1936.

Ofarlega á miðju kórþili er róðukross með skyggni, líklega frá 19. öld. Á kórþilinu norðan megin er trélíkneski af Andrési postula, líklega frá 19. öld. Bræðratungukirkja var helguð Andrési postula í kaþólskri tíð.

Klukkur kirkjunnar eru tvær, önnur frá 1624 og hin frá 1738.

Heimildir: Kirkjur Íslands, 3. bindi, 2002, bls. 10-47, og Litli-Bergþór.

Altari séð frá dyrum

Altari séð frá kórlofti

Altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð – kvöldmáltíðin – gerð eftir hinni frægu kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vincis (1452-1519)

Róðukross á kórþili – úr ítölsku klaustri

Líkneski af Andrési postula á kórþili – úr ítölsku klaustri

Gréta Björnsson skreytti prédikunarstólinn

Ljósprentaða útgáfan af Guðbrandsbiblíu frá 1956 í tryggilegri geymslu á norðurvegg

Ein af fjórum píslarmyndunum sem Svenn Poulsen gaf

Gluggar eru burstalagaðir

Tréverkið, krappar, skrauthné, í lofti kirkjunnar gefur henni sterkan svip 

Gripið í þennan spotta til að hringja hinum gömlu klukkum

Gripið í þennan spotta til að hringja hinum gömlu klukkum

Bekkir klæddir fallega

Bræðratungukirkja

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir