Árbæjarprestakall í Reykjavík varð til 1971. Það tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Fyrst var byrjað á safnaðarheimili kirkjunnar sem nú er jarðhæð hennar. Það var vígt 1978
Síðan var hafist handa við að reisa kirkjuna og stóð sú vinna yfir frá 1982-1987. Klukknaport og kirkjuklukkur voru vígðar við jólamessu 1980. Klukkurnar eru ungverskar; klukknaportið er ekki áfast sjálfri kirkjunni.
Hljóm klukknanna má heyra á Kirkjuklukkur Íslands.
Árbæjarkirkja var svo vígð 29. mars 1987.
Arkitektar Árbæjarkirkju voru þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Arkitektinn Manfreð segir að sólarljósið hafi ráðið miklu um form kirkjunnar. Dagsbirtan, sólarljósið, fellur niður um hinn háa glugga sem rís upp í eilitlum boga og birtan streymir yfir altari kirkjunnar. Glugginn er helsta ytra einkenni kirkjunnar og hinn bratti veggur til hliðar við kirkjudyr og klukknaport. Kirkjan sjálf er öll björt og stílhrein. Í safnaðarsal er stór gluggi með fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn.
Orgel kirkjunnar er úr smiðju Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs.
Bænaljósastandur, skírnarfontur og kross
Skírnarfontur kirkjunnar er úr íslenskum grágrýtissteini úr Seláshæð í Árbænum og hefur hann verið látinn halda náttúrulegum útlínum sínum. Steinn þessi kom í skóflu gröfumanns nokkurs sem leist vel á hann og tók til hliðar. Svo flaug honum í hug að steinninn færi vel sem skírnarfontur og hafði samband við prestinn, sr. Guðmund Þorsteinsson, sem var honum hjartanlega sammála. Ofan í steininn er felld skírnarskál sem Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gullsmiður, hannaði, en séra Guðmundur Þorsteinsson, fyrrum sóknarprestur Árbæjarkirkju, og kona hans, Ásta Bjarnadóttir, gáfu kirkjunni. Krossinn og altarisstjakar eru sömuleiðis gjöf þeirra hjóna.
Bænaljósastandurinn er gjöf Bræðrafélags Árbæjarkirkju og smíðaður af nemum í málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík.
Altari kirkjunnur og altarisverkið Ljósstafir. Orgel og yfir því þak. Naktar ljósaperur.
Altarisverk Árbæjarkirkju er eftir listakonuna Rúrí (f. 1951: Þuríður Rúrí Fannberg). Verkið er gert úr steyptu kristalsgleri, fölgrænu, og myndar þrjá geisla sem falla niður að altarinu. Stærð verksins er 10x3x0.18 og heitir það Ljósstafir, gert árið 1998. Í kristalsglerinu myndast ljósbrot þá ljósið skín þar í gegn. Verkið er gagnsætt og sagði listakonan að með því væri vísað til hvorutveggja „náttúrunnar og kristinnar trúar.“
Arkitekúr kirkjunnar er einstaklega fallegur og óvenjulegur eins og þessar myndir sýna:
Ábæjarkirkja sýnir alltaf nýjar hliðar á sér frá nýjum sjónarhornum og er því lifandi hús
Kirkjan er sem klettur í byggðinni og mannlífinu – sem hún og er og á að vera
Sjónarhorn mýktar og grósku
Beinar línur og bogadregnar – stílhreint guðshús
Enn eitt sjónarhornið
Númerataflan og lofttúður – fer bara ágætlega saman
Krossinn kemur einkar vel út á hinum bratta norðurveggi
Ábæjarkirkja og klukknaport hennar renna saman frá þessu sjónarhorni
Árbæjarkirkja – þessa mynd tók Guðmundur Karl Einarsson
Árbæjarprestakall í Reykjavík varð til 1971. Það tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Fyrst var byrjað á safnaðarheimili kirkjunnar sem nú er jarðhæð hennar. Það var vígt 1978
Síðan var hafist handa við að reisa kirkjuna og stóð sú vinna yfir frá 1982-1987. Klukknaport og kirkjuklukkur voru vígðar við jólamessu 1980. Klukkurnar eru ungverskar; klukknaportið er ekki áfast sjálfri kirkjunni.
Hljóm klukknanna má heyra á Kirkjuklukkur Íslands.
Árbæjarkirkja var svo vígð 29. mars 1987.
Arkitektar Árbæjarkirkju voru þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Arkitektinn Manfreð segir að sólarljósið hafi ráðið miklu um form kirkjunnar. Dagsbirtan, sólarljósið, fellur niður um hinn háa glugga sem rís upp í eilitlum boga og birtan streymir yfir altari kirkjunnar. Glugginn er helsta ytra einkenni kirkjunnar og hinn bratti veggur til hliðar við kirkjudyr og klukknaport. Kirkjan sjálf er öll björt og stílhrein. Í safnaðarsal er stór gluggi með fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn.
Orgel kirkjunnar er úr smiðju Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs.
Bænaljósastandur, skírnarfontur og kross
Skírnarfontur kirkjunnar er úr íslenskum grágrýtissteini úr Seláshæð í Árbænum og hefur hann verið látinn halda náttúrulegum útlínum sínum. Steinn þessi kom í skóflu gröfumanns nokkurs sem leist vel á hann og tók til hliðar. Svo flaug honum í hug að steinninn færi vel sem skírnarfontur og hafði samband við prestinn, sr. Guðmund Þorsteinsson, sem var honum hjartanlega sammála. Ofan í steininn er felld skírnarskál sem Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gullsmiður, hannaði, en séra Guðmundur Þorsteinsson, fyrrum sóknarprestur Árbæjarkirkju, og kona hans, Ásta Bjarnadóttir, gáfu kirkjunni. Krossinn og altarisstjakar eru sömuleiðis gjöf þeirra hjóna.
Bænaljósastandurinn er gjöf Bræðrafélags Árbæjarkirkju og smíðaður af nemum í málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík.
Altari kirkjunnur og altarisverkið Ljósstafir. Orgel og yfir því þak. Naktar ljósaperur.
Altarisverk Árbæjarkirkju er eftir listakonuna Rúrí (f. 1951: Þuríður Rúrí Fannberg). Verkið er gert úr steyptu kristalsgleri, fölgrænu, og myndar þrjá geisla sem falla niður að altarinu. Stærð verksins er 10x3x0.18 og heitir það Ljósstafir, gert árið 1998. Í kristalsglerinu myndast ljósbrot þá ljósið skín þar í gegn. Verkið er gagnsætt og sagði listakonan að með því væri vísað til hvorutveggja „náttúrunnar og kristinnar trúar.“
Arkitekúr kirkjunnar er einstaklega fallegur og óvenjulegur eins og þessar myndir sýna:
Ábæjarkirkja sýnir alltaf nýjar hliðar á sér frá nýjum sjónarhornum og er því lifandi hús
Kirkjan er sem klettur í byggðinni og mannlífinu – sem hún og er og á að vera
Sjónarhorn mýktar og grósku
Beinar línur og bogadregnar – stílhreint guðshús
Enn eitt sjónarhornið
Númerataflan og lofttúður – fer bara ágætlega saman
Krossinn kemur einkar vel út á hinum bratta norðurveggi
Ábæjarkirkja og klukknaport hennar renna saman frá þessu sjónarhorni
Árbæjarkirkja – þessa mynd tók Guðmundur Karl Einarsson