Akraneskirkja er í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Guðmundur Jakobsson (1860-1933) forsmiður hannaði kirkjuna. Hún er úr timbri og tvílofta.

Kirkjan var vígð 23. ágúst 1896 af sóknarprestinum og prófastinum séra Jóni Sveinssyni (1858-1921) en vegna illviðris komst séra Hallgrímur Sveinsson (1841-1909), biskup, ekki til vígslunnar.

Altaristafla kirkjunnar er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara frá 1871 og var áður í Garðakirkju. Hún er gerð eftir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík en þá töflu gerði G. T. Wegener (1817-1877). Um er að ræða olíumálverk, 240 x 134 cm að stærð.

Skírnarfontur kirkjunnar frá árinu 1947 er skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1972).

Prédikunarstóll kirkjunnar er frá 1966.

Veglegur ljósahjálmur frá 1896 prýðir kirkjuna.

Tvær lágmyndir úr gifsi eru í kirkjunni, Kristur í Emmaus, og Kristinn kærleikur. Báðar gifsafsteypur af verkum Bertels Thorvaldsens (1770-1844).

Orgel kirkjunnar er danskt, frá Bruno Christensen & Sønner, 32 raddir, frá 1988.

Gréta Björnsson (1908-1985) skreytti kirkjuna að innan 1966.

Kirkjan er vel búin gripum og messuklæðum.

Klukkur kirkjunnar eru þrjár og voru gefnar 1965.

Horft inn kirkju

Altaristaflan sem var í Garðakirkju – eftirmynd af Dómkirkjutöflunni

Horft frá efri hæð (eða: setulofti) kirkjunnar og til altaris – ljósahjálmurinn frá 1896 efst í myndinni 

Lágmynd úr gifsi eftir verki Bertels Thorvaldsens – norðan megin í kór: Kristur í Emmaus

Lágmynd úr gifsi eftir verki Bertels Thorvaldsens – sunnan megin í kór: Kristinn kærleikur

Skírnarfontinn skar Ríkarður Jónsson út

Eitt spjald af sjö á prédikunarstólnum – Gréta Björnsson skreytti

Skreyting við súlu – Gréta Björnsson skreytti

 Á norðurvegg er vel búið um Guðbrandsbiblíu (ljósprentuðu útgáfuna frá 1956)

Bekkir eru traustir og fallegir – smíðaðir 1962

Söngtaflan einföld og falleg

Orgel kirkjunnar – 32 raddir 

Kristsstytta úr gifsi við kirkjudyr – sunnan megin

Maríustytta úr gifsi við kirkjudyr – norðan megin

Horft út kirkju frá altari

Kirkjudyr Akraneskirkju

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 13. bindi, Akraneskirkja, 2009

Akraneskirkja 1896-1996, eftir Gunnlaug Haraldsson, 1996

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Akraneskirkja er í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Guðmundur Jakobsson (1860-1933) forsmiður hannaði kirkjuna. Hún er úr timbri og tvílofta.

Kirkjan var vígð 23. ágúst 1896 af sóknarprestinum og prófastinum séra Jóni Sveinssyni (1858-1921) en vegna illviðris komst séra Hallgrímur Sveinsson (1841-1909), biskup, ekki til vígslunnar.

Altaristafla kirkjunnar er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara frá 1871 og var áður í Garðakirkju. Hún er gerð eftir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík en þá töflu gerði G. T. Wegener (1817-1877). Um er að ræða olíumálverk, 240 x 134 cm að stærð.

Skírnarfontur kirkjunnar frá árinu 1947 er skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1972).

Prédikunarstóll kirkjunnar er frá 1966.

Veglegur ljósahjálmur frá 1896 prýðir kirkjuna.

Tvær lágmyndir úr gifsi eru í kirkjunni, Kristur í Emmaus, og Kristinn kærleikur. Báðar gifsafsteypur af verkum Bertels Thorvaldsens (1770-1844).

Orgel kirkjunnar er danskt, frá Bruno Christensen & Sønner, 32 raddir, frá 1988.

Gréta Björnsson (1908-1985) skreytti kirkjuna að innan 1966.

Kirkjan er vel búin gripum og messuklæðum.

Klukkur kirkjunnar eru þrjár og voru gefnar 1965.

Horft inn kirkju

Altaristaflan sem var í Garðakirkju – eftirmynd af Dómkirkjutöflunni

Horft frá efri hæð (eða: setulofti) kirkjunnar og til altaris – ljósahjálmurinn frá 1896 efst í myndinni 

Lágmynd úr gifsi eftir verki Bertels Thorvaldsens – norðan megin í kór: Kristur í Emmaus

Lágmynd úr gifsi eftir verki Bertels Thorvaldsens – sunnan megin í kór: Kristinn kærleikur

Skírnarfontinn skar Ríkarður Jónsson út

Eitt spjald af sjö á prédikunarstólnum – Gréta Björnsson skreytti

Skreyting við súlu – Gréta Björnsson skreytti

 Á norðurvegg er vel búið um Guðbrandsbiblíu (ljósprentuðu útgáfuna frá 1956)

Bekkir eru traustir og fallegir – smíðaðir 1962

Söngtaflan einföld og falleg

Orgel kirkjunnar – 32 raddir 

Kristsstytta úr gifsi við kirkjudyr – sunnan megin

Maríustytta úr gifsi við kirkjudyr – norðan megin

Horft út kirkju frá altari

Kirkjudyr Akraneskirkju

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 13. bindi, Akraneskirkja, 2009

Akraneskirkja 1896-1996, eftir Gunnlaug Haraldsson, 1996

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir