Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að vera engum til gagns? En hann svaraði honum: Herra, lát það standa enn þetta ár þar til ég hef grafið um það og borið að áburð. Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.“

Lúkasarguðspjall 13.6-9

Hundrað orða hugleiðing

Það átti að fleygja mér út. Ég hafði svo sem ekki staðið mig. Hafði ekki hátt um það, reyndi að leyna því með sjálfumgleði og greiðvikni við náungann sem lét oft á sér standa. Orðin voru auðveldari en verkin. Vissi um álit annarra á mér en vantaði dug og snerpu til verka. Ekki síst kjark. Þá kemur þessi náungi og segist ætla að rétta mér hjálparhönd. Hlúa að mér á ýmsan hátt. Hvetur mig til dáða. Segir vonsterkur að ég muni hugsanlega bera ávöxt. Ég fann hlýjan straum brjótast fram eins og kröftuga á í leysingum: kærleikur Guðs umfaðmaði mig.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að vera engum til gagns? En hann svaraði honum: Herra, lát það standa enn þetta ár þar til ég hef grafið um það og borið að áburð. Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.“

Lúkasarguðspjall 13.6-9

Hundrað orða hugleiðing

Það átti að fleygja mér út. Ég hafði svo sem ekki staðið mig. Hafði ekki hátt um það, reyndi að leyna því með sjálfumgleði og greiðvikni við náungann sem lét oft á sér standa. Orðin voru auðveldari en verkin. Vissi um álit annarra á mér en vantaði dug og snerpu til verka. Ekki síst kjark. Þá kemur þessi náungi og segist ætla að rétta mér hjálparhönd. Hlúa að mér á ýmsan hátt. Hvetur mig til dáða. Segir vonsterkur að ég muni hugsanlega bera ávöxt. Ég fann hlýjan straum brjótast fram eins og kröftuga á í leysingum: kærleikur Guðs umfaðmaði mig.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir