Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Stundum sjáum við ekki fram úr hversdagslegu vafstri okkar og erum á eilífum hlaupum, úr einum stað í annan. Vinnan, fjölskyldan, ræktin, vinir og vinkonur eiga hug okkar. Já, svo netheimar, tölvan, síminn… Allt þetta teljum við upp þegar boðskortið frá Guði kemur óvænt til okkar: „Komið, nú er allt tilbúið.“ En við erum kurteis. Biðjumst afsökunar á önnum okkar og tímaþröng í heimi Guðs. Gestgjafanum gremst þetta og hann skipar þjóni sínum að leiða í veislusalinn fátæka, örkumla, blinda og halta. Við viljum síst vera í þeim hópi. Veisludyrum er lokað á okkur, VIP-fólkið. Spurning um að kæra það.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Stundum sjáum við ekki fram úr hversdagslegu vafstri okkar og erum á eilífum hlaupum, úr einum stað í annan. Vinnan, fjölskyldan, ræktin, vinir og vinkonur eiga hug okkar. Já, svo netheimar, tölvan, síminn… Allt þetta teljum við upp þegar boðskortið frá Guði kemur óvænt til okkar: „Komið, nú er allt tilbúið.“ En við erum kurteis. Biðjumst afsökunar á önnum okkar og tímaþröng í heimi Guðs. Gestgjafanum gremst þetta og hann skipar þjóni sínum að leiða í veislusalinn fátæka, örkumla, blinda og halta. Við viljum síst vera í þeim hópi. Veisludyrum er lokað á okkur, VIP-fólkið. Spurning um að kæra það.