Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“
Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“
Þá sagði Jesús þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.
En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“

Lúkasarguðspjall 12.13-21

Hundrað orða hugleiðing

Ég get ekki að því gert, sagði fjárfestirinn, að mér finnst þessi ríki bóndi hafa staðið sig vel. Hann bregst við góðri uppskeru með því að endurnýja hlöður sínar. Flott atvinnuskapandi fjárfesting og allir fá gæðakorn. Frábært dæmi um heillandi einstaklingsframtak í landbúnaði. Og má hann ekki slaka á eftir allt erfiðið? Njóta lífsins. Fara til Flórída, eta og drekka. Gleðja sál sína? Gráðugur? Nei, vildi bara reksturinn í gott stand. Það kostar sitt, álag. Enda varð hann bráðkvaddur. Vann hann ekki gott verk fyrir erfingja sína? Hvað er að því? Ekki ríkur hjá Guði? Hann var þó viðskiptamaður ársins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“
Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“
Þá sagði Jesús þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.
En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“

Lúkasarguðspjall 12.13-21

Hundrað orða hugleiðing

Ég get ekki að því gert, sagði fjárfestirinn, að mér finnst þessi ríki bóndi hafa staðið sig vel. Hann bregst við góðri uppskeru með því að endurnýja hlöður sínar. Flott atvinnuskapandi fjárfesting og allir fá gæðakorn. Frábært dæmi um heillandi einstaklingsframtak í landbúnaði. Og má hann ekki slaka á eftir allt erfiðið? Njóta lífsins. Fara til Flórída, eta og drekka. Gleðja sál sína? Gráðugur? Nei, vildi bara reksturinn í gott stand. Það kostar sitt, álag. Enda varð hann bráðkvaddur. Vann hann ekki gott verk fyrir erfingja sína? Hvað er að því? Ekki ríkur hjá Guði? Hann var þó viðskiptamaður ársins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir