Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist hafa hitt hann við strætóskýlið einn sólbjartan en næðingssaman októberdag. Hann brosti til hennar mildum augum en hún kom honum ekki alveg fyrir sig. Henni fannst hann mætti vera betur klæddur í nepjunni en vissi svo sem að þetta unga fólk klæddi sig ekki alltaf eftir veðri. Hún skimaði óþreyjufull eftir strætisvagninum og gat ekki leynt sársaukasvipnum. Þá heyrðist henni hann spyrja hvert hún væri að fara. Hún svaraði lágum, ellihásum rómi að læknirinn biði hennar. Skyndilega fann hún hlýjan straum reka harða verkina út og mjúk rödd umfaðmaði hana með orðunum að hún væri elskuð af almættinu.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist hafa hitt hann við strætóskýlið einn sólbjartan en næðingssaman októberdag. Hann brosti til hennar mildum augum en hún kom honum ekki alveg fyrir sig. Henni fannst hann mætti vera betur klæddur í nepjunni en vissi svo sem að þetta unga fólk klæddi sig ekki alltaf eftir veðri. Hún skimaði óþreyjufull eftir strætisvagninum og gat ekki leynt sársaukasvipnum. Þá heyrðist henni hann spyrja hvert hún væri að fara. Hún svaraði lágum, ellihásum rómi að læknirinn biði hennar. Skyndilega fann hún hlýjan straum reka harða verkina út og mjúk rödd umfaðmaði hana með orðunum að hún væri elskuð af almættinu.