Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“
Jesús svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast[ og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá sem ekki hneykslast á mér.“

Þegar þeir voru farnir tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn? Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga. Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann. Hann er sá sem um er ritað:
Ég sendi sendiboða minn á undan þér,
hann á að greiða þér veg.

Matteusarguðspjall 11.2-10

Hundrað orða hugleiðing

Meistarinn frá Nasaret lét verkin tala og því var auðveldast að vitna til þeirra ef einhver var efins. Og af nógu var að taka þegar græðandi kraftur hans umvafði fólk og það fékk endurheimt heilsu sína. Hann boðaði fátækum fagnaðarerindið en forsíðufréttin var að dauðir risu upp. Kannski var Jóhannes skírari innblásinn almannatengill á vegum almættisins sem fór á undan meistaranum til að greiða götu hans með því að segja að guðsríki væri í nánd svo að fólkið fengi ekki áfallastreituröskun þegar lausnari heimsins kæmi. Skírarinn var ekki aðeins spámaður sem er allnokkuð heldur líka sérlegur sendimaður eins og við.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“
Jesús svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast[ og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá sem ekki hneykslast á mér.“

Þegar þeir voru farnir tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn? Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga. Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann. Hann er sá sem um er ritað:
Ég sendi sendiboða minn á undan þér,
hann á að greiða þér veg.

Matteusarguðspjall 11.2-10

Hundrað orða hugleiðing

Meistarinn frá Nasaret lét verkin tala og því var auðveldast að vitna til þeirra ef einhver var efins. Og af nógu var að taka þegar græðandi kraftur hans umvafði fólk og það fékk endurheimt heilsu sína. Hann boðaði fátækum fagnaðarerindið en forsíðufréttin var að dauðir risu upp. Kannski var Jóhannes skírari innblásinn almannatengill á vegum almættisins sem fór á undan meistaranum til að greiða götu hans með því að segja að guðsríki væri í nánd svo að fólkið fengi ekki áfallastreituröskun þegar lausnari heimsins kæmi. Skírarinn var ekki aðeins spámaður sem er allnokkuð heldur líka sérlegur sendimaður eins og við.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir