Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Meistarinn frá Nasaret lét verkin tala og því var auðveldast að vitna til þeirra ef einhver var efins. Og af nógu var að taka þegar græðandi kraftur hans umvafði fólk og það fékk endurheimt heilsu sína. Hann boðaði fátækum fagnaðarerindið en forsíðufréttin var að dauðir risu upp. Kannski var Jóhannes skírari innblásinn almannatengill á vegum almættisins sem fór á undan meistaranum til að greiða götu hans með því að segja að guðsríki væri í nánd svo að fólkið fengi ekki áfallastreituröskun þegar lausnari heimsins kæmi. Skírarinn var ekki aðeins spámaður sem er allnokkuð heldur líka sérlegur sendimaður eins og við.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Meistarinn frá Nasaret lét verkin tala og því var auðveldast að vitna til þeirra ef einhver var efins. Og af nógu var að taka þegar græðandi kraftur hans umvafði fólk og það fékk endurheimt heilsu sína. Hann boðaði fátækum fagnaðarerindið en forsíðufréttin var að dauðir risu upp. Kannski var Jóhannes skírari innblásinn almannatengill á vegum almættisins sem fór á undan meistaranum til að greiða götu hans með því að segja að guðsríki væri í nánd svo að fólkið fengi ekki áfallastreituröskun þegar lausnari heimsins kæmi. Skírarinn var ekki aðeins spámaður sem er allnokkuð heldur líka sérlegur sendimaður eins og við.