Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Djúpið milli ríkra og fátækra er alls staðar. Ekki aðeins í Bangladess þar sem fátæku börnin eyða deginum á sorphaugunum í leit að einhverju nýtilegu sem hægt er að selja fyrir mat. Eða í henni Reykjavík þar sem biðraðir eru fyrir utan hjálparsamtök sem gefa lífsnauðsynjar. Við sem búum við gæði þessa lífs og hin sem bölið umlykur. Verðum við hin og þau við? Hver hlýtur huggun? Og hver böl? Meistarinn dregur upp mynd af réttlæti og ranglæti og við göngum prúðbúin um sýningarsalinn og segjum: „Sterk mynd.“ Eða: „Nokkuð góð.“ Jafnvel: „Meiri harkan.“ Einhver spyr: „Hvað kostar hún?“ Sinnaskipti?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Djúpið milli ríkra og fátækra er alls staðar. Ekki aðeins í Bangladess þar sem fátæku börnin eyða deginum á sorphaugunum í leit að einhverju nýtilegu sem hægt er að selja fyrir mat. Eða í henni Reykjavík þar sem biðraðir eru fyrir utan hjálparsamtök sem gefa lífsnauðsynjar. Við sem búum við gæði þessa lífs og hin sem bölið umlykur. Verðum við hin og þau við? Hver hlýtur huggun? Og hver böl? Meistarinn dregur upp mynd af réttlæti og ranglæti og við göngum prúðbúin um sýningarsalinn og segjum: „Sterk mynd.“ Eða: „Nokkuð góð.“ Jafnvel: „Meiri harkan.“ Einhver spyr: „Hvað kostar hún?“ Sinnaskipti?