Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Enginn ruddi á ferð þarna. Heldur það sem er eðal. Svo er kristin trú og það sem meistarinn frá Nasaret stendur fyrir. Himinninn aftengir náttúrulögmálin eitt andartak og kommentakerfin fara á hliðina. Meistarinn vinnur sögulegt kraftaverk sem kemst í heimsmetabókina. Velvirkur að vanda og frumkvöðull sem skarar fram úr. Kjarni málsins er þó sá að það besta er geymt þar til síðast. Ilmur og angan almættisins boða nýtt lykilorð fyrir lífið því að hrífandi tími er í vændum. Meistarinn breytir öllu til hins betra og því er ekki ónýtt að ganga til liðs við hann og reka erindi hans, fagnaðarerindið.
.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Enginn ruddi á ferð þarna. Heldur það sem er eðal. Svo er kristin trú og það sem meistarinn frá Nasaret stendur fyrir. Himinninn aftengir náttúrulögmálin eitt andartak og kommentakerfin fara á hliðina. Meistarinn vinnur sögulegt kraftaverk sem kemst í heimsmetabókina. Velvirkur að vanda og frumkvöðull sem skarar fram úr. Kjarni málsins er þó sá að það besta er geymt þar til síðast. Ilmur og angan almættisins boða nýtt lykilorð fyrir lífið því að hrífandi tími er í vændum. Meistarinn breytir öllu til hins betra og því er ekki ónýtt að ganga til liðs við hann og reka erindi hans, fagnaðarerindið.
.