Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist vera eins og margar nútímakonur. Trú á einhvern mátt á bak við heiminn væri henni ekki neitt fjarri. Sumir töluðu um almætti, guð, heimsandann, smiðinn mikla, son guðs og þannig mætti lengi telja. Sjálf notaði hún orðið guð og þess vegna hittu þessi orð í mark: Guð er andi. Aftur á móti ætti hún í meiri vandræðum með meistarann frá Nasaret og áttaði sig ekki á honum. Allra síst á því að einum skyldi fórnað með dauða á krossi fyrir aðra. En veik væri hún fyrir hvítasunnunni því að þá væri andinn í öndvegi og auk þess heilagur.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist vera eins og margar nútímakonur. Trú á einhvern mátt á bak við heiminn væri henni ekki neitt fjarri. Sumir töluðu um almætti, guð, heimsandann, smiðinn mikla, son guðs og þannig mætti lengi telja. Sjálf notaði hún orðið guð og þess vegna hittu þessi orð í mark: Guð er andi. Aftur á móti ætti hún í meiri vandræðum með meistarann frá Nasaret og áttaði sig ekki á honum. Allra síst á því að einum skyldi fórnað með dauða á krossi fyrir aðra. En veik væri hún fyrir hvítasunnunni því að þá væri andinn í öndvegi og auk þess heilagur.