Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin að hinir dauðu munu heyra raust Guðs sonarins og þeir sem heyra munu lifa. Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér. Og hann hefur veitt honum vald til að halda dóm því að hann er Mannssonur.

Jóhannesarguðspjall 5.24-27

Hundrað orða hugleiðing

Gamli presturinn sagðist helst sneiða hjá því að fara nákvæmlega í saumana á upprisunni. Jú, jú, einhverjir sögðu sálina ódauðalega en líkaminn væri dauðlegur. Svo var hitt sjónarhornið að líkaminn með hold og anda væri allur dauðlegur og það væri undir almættinu komið að reisa hann við. Þegar hann gerði það þá stigi maðurinn frá dauðanum til lífsins. Heyrði raust meistarans frá Nasaret. Risi upp íklæddur sérsaumuðum fötum himinsins. Kannski var hann dálítið loðinn í þessu öllu eftir að spíritisminn andaðist í kirkjunni. Upprisuna nefndi hann vissulega – vonarstjörnuna. Þau á kirkjubekknum skildu þetta sínum skilningi. Var það ekki nóg?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin að hinir dauðu munu heyra raust Guðs sonarins og þeir sem heyra munu lifa. Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér. Og hann hefur veitt honum vald til að halda dóm því að hann er Mannssonur.

Jóhannesarguðspjall 5.24-27

Hundrað orða hugleiðing

Gamli presturinn sagðist helst sneiða hjá því að fara nákvæmlega í saumana á upprisunni. Jú, jú, einhverjir sögðu sálina ódauðalega en líkaminn væri dauðlegur. Svo var hitt sjónarhornið að líkaminn með hold og anda væri allur dauðlegur og það væri undir almættinu komið að reisa hann við. Þegar hann gerði það þá stigi maðurinn frá dauðanum til lífsins. Heyrði raust meistarans frá Nasaret. Risi upp íklæddur sérsaumuðum fötum himinsins. Kannski var hann dálítið loðinn í þessu öllu eftir að spíritisminn andaðist í kirkjunni. Upprisuna nefndi hann vissulega – vonarstjörnuna. Þau á kirkjubekknum skildu þetta sínum skilningi. Var það ekki nóg?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir