Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Móðir hans sagði honum alltaf að trúin snerist um upprisuna og ekkert annað. Trúin hafði vafist fyrir honum og hann skipti sér ekki af því þó að börnin væru skírð og fermd enda það bara hluti af borgaralegu lífi fjölskyldunnar. Upprisan var því miður ekki eitthvert hlutabréf eða andlegt aflamagn á miðum andans sem hægt væri að kaupa eða leigja. Hann heyrði rödd móður sinnar óma í höfði sínu á kyrrlátum páskadagsmorgni að hún væri farin á undan honum – reyndar ekki til Galíleu heldur til himna – og kynni vel við margmennið þar – hefði þó ekki rekist þar á föður hans.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Móðir hans sagði honum alltaf að trúin snerist um upprisuna og ekkert annað. Trúin hafði vafist fyrir honum og hann skipti sér ekki af því þó að börnin væru skírð og fermd enda það bara hluti af borgaralegu lífi fjölskyldunnar. Upprisan var því miður ekki eitthvert hlutabréf eða andlegt aflamagn á miðum andans sem hægt væri að kaupa eða leigja. Hann heyrði rödd móður sinnar óma í höfði sínu á kyrrlátum páskadagsmorgni að hún væri farin á undan honum – reyndar ekki til Galíleu heldur til himna – og kynni vel við margmennið þar – hefði þó ekki rekist þar á föður hans.