Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“
Þær fóru út og flýðu frá gröfinni því ótti og ofboð var yfir þær komið. Þær sögðu engum frá neinu því þær voru hræddar.

Markúsarguðspjall 16.1-7

Hundrað orða hugleiðing

Móðir hans sagði honum alltaf að trúin snerist um upprisuna og ekkert annað. Trúin hafði vafist fyrir honum og hann skipti sér ekki af því þó að börnin væru skírð og fermd enda það bara hluti af borgaralegu lífi fjölskyldunnar. Upprisan var því miður ekki eitthvert hlutabréf eða andlegt aflamagn á miðum andans sem hægt væri að kaupa eða leigja. Hann heyrði rödd móður sinnar óma í höfði sínu á kyrrlátum páskadagsmorgni að hún væri farin á undan honum – reyndar ekki til Galíleu heldur til himna – og kynni vel við margmennið þar – hefði þó ekki rekist þar á föður hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“
Þær fóru út og flýðu frá gröfinni því ótti og ofboð var yfir þær komið. Þær sögðu engum frá neinu því þær voru hræddar.

Markúsarguðspjall 16.1-7

Hundrað orða hugleiðing

Móðir hans sagði honum alltaf að trúin snerist um upprisuna og ekkert annað. Trúin hafði vafist fyrir honum og hann skipti sér ekki af því þó að börnin væru skírð og fermd enda það bara hluti af borgaralegu lífi fjölskyldunnar. Upprisan var því miður ekki eitthvert hlutabréf eða andlegt aflamagn á miðum andans sem hægt væri að kaupa eða leigja. Hann heyrði rödd móður sinnar óma í höfði sínu á kyrrlátum páskadagsmorgni að hún væri farin á undan honum – reyndar ekki til Galíleu heldur til himna – og kynni vel við margmennið þar – hefði þó ekki rekist þar á föður hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir