Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Mörg segja að lífið hverfi einn góðan veðurdag úr heiminum eins og dögg fyrir sólu. Þungt tjaldið falli og sýningunni sé lokið. Köld og djúp þögn leggist yfir tóma sálarskelina. Stundaglasið tæmt. Við höfum öll þurft að hlusta á glaðbeitta trúmálaþjarkara sem standa eins og hundar á roði á sínu. Sennilega gætu flest okkar sætt sig við að vera englar á himni. Þar er sá sem lífið gefur, Guð, og tekur í hönd okkar. Lifandi Guð sem heldur utan um líf okkar allar stundir og líka þegar það hverfur úr heiminum og rís upp til hans. Upprisan er gjöf trúarinnar.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Mörg segja að lífið hverfi einn góðan veðurdag úr heiminum eins og dögg fyrir sólu. Þungt tjaldið falli og sýningunni sé lokið. Köld og djúp þögn leggist yfir tóma sálarskelina. Stundaglasið tæmt. Við höfum öll þurft að hlusta á glaðbeitta trúmálaþjarkara sem standa eins og hundar á roði á sínu. Sennilega gætu flest okkar sætt sig við að vera englar á himni. Þar er sá sem lífið gefur, Guð, og tekur í hönd okkar. Lifandi Guð sem heldur utan um líf okkar allar stundir og líka þegar það hverfur úr heiminum og rís upp til hans. Upprisan er gjöf trúarinnar.