Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sama dag komu saddúkear til Jesú, en þeir neita því að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus þá skal bróðir hans ganga að eiga konu hans og vekja honum niðja. Hér voru með okkur sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist og dó. Hann átti engan niðja og eftirlét því bróður sínum konuna. Eins varð um næsta og þriðja og þá alla sjö. Síðast allra dó konan. Kona hvers þeirra sjö verður hún í upprisunni? Allir höfðu þeir átt hana.“

En Jesús svaraði þeim: „Þið villist því að þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs. Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni. En um upprisu dauðra ættuð þið að hafa lesið það sem Guð segir við ykkur: Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda.“ En mannfjöldinn hlýddi á og undraðist mjög kenningu hans.

Matteusarguðspjall 22.23-33

Hundrað orða hugleiðing

Mörg segja að lífið hverfi einn góðan veðurdag úr heiminum eins og dögg fyrir sólu. Þungt tjaldið falli og sýningunni sé lokið. Köld og djúp þögn leggist yfir tóma sálarskelina. Stundaglasið tæmt. Við höfum öll þurft að hlusta á glaðbeitta trúmálaþjarkara sem standa eins og hundar á roði á sínu. Sennilega gætu flest okkar sætt sig við að vera englar á himni. Þar er sá sem lífið gefur, Guð, og tekur í hönd okkar. Lifandi Guð sem heldur utan um líf okkar allar stundir og líka þegar það hverfur úr heiminum og rís upp til hans. Upprisan er gjöf trúarinnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sama dag komu saddúkear til Jesú, en þeir neita því að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus þá skal bróðir hans ganga að eiga konu hans og vekja honum niðja. Hér voru með okkur sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist og dó. Hann átti engan niðja og eftirlét því bróður sínum konuna. Eins varð um næsta og þriðja og þá alla sjö. Síðast allra dó konan. Kona hvers þeirra sjö verður hún í upprisunni? Allir höfðu þeir átt hana.“

En Jesús svaraði þeim: „Þið villist því að þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs. Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni. En um upprisu dauðra ættuð þið að hafa lesið það sem Guð segir við ykkur: Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda.“ En mannfjöldinn hlýddi á og undraðist mjög kenningu hans.

Matteusarguðspjall 22.23-33

Hundrað orða hugleiðing

Mörg segja að lífið hverfi einn góðan veðurdag úr heiminum eins og dögg fyrir sólu. Þungt tjaldið falli og sýningunni sé lokið. Köld og djúp þögn leggist yfir tóma sálarskelina. Stundaglasið tæmt. Við höfum öll þurft að hlusta á glaðbeitta trúmálaþjarkara sem standa eins og hundar á roði á sínu. Sennilega gætu flest okkar sætt sig við að vera englar á himni. Þar er sá sem lífið gefur, Guð, og tekur í hönd okkar. Lifandi Guð sem heldur utan um líf okkar allar stundir og líka þegar það hverfur úr heiminum og rís upp til hans. Upprisan er gjöf trúarinnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir