Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Nóttin geymir mörg leyndarmál.
Hann gekk fram fyrir meistarann. Það var margt sem hann vildi fá að vita um þennan dularfulla mann. Allt sem hann gerði og sagði. Svo játaði hann trú sína. Guð væri með meistaranum.
Síðan hófst umræða í næturkyrrðinni. Þau sem sæju ríki eilífðarinnar yrðu að fæðast að nýju. Af vatni og anda. Konan fæðir jarðnesk börn en andi Guðs elur af sér barn hans. Andinn umvefur manneskjuna, hún finnur hann, heyrir í honum og veit af honum. Hann ilmar í huga þínum og sálu. Skilur eftir sig kærleika og upprisuvon. Það er andi meistarans frá Nasaret.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Nóttin geymir mörg leyndarmál.
Hann gekk fram fyrir meistarann. Það var margt sem hann vildi fá að vita um þennan dularfulla mann. Allt sem hann gerði og sagði. Svo játaði hann trú sína. Guð væri með meistaranum.
Síðan hófst umræða í næturkyrrðinni. Þau sem sæju ríki eilífðarinnar yrðu að fæðast að nýju. Af vatni og anda. Konan fæðir jarðnesk börn en andi Guðs elur af sér barn hans. Andinn umvefur manneskjuna, hún finnur hann, heyrir í honum og veit af honum. Hann ilmar í huga þínum og sálu. Skilur eftir sig kærleika og upprisuvon. Það er andi meistarans frá Nasaret.