Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús svaraði: „Ef Guð væri faðir yðar munduð þér elska mig því að frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki hef ég sent mig sjálfur. Það er hann sem sendi mig. Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt. Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gera það sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og hefur aldrei þekkt sannleikann því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu því hann er lygari og lyginnar faðir. En af því að ég segi sannleikann trúið þér mér ekki. Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að þér eruð ekki af Guði.“
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“
Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig. Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“

Jóhannesarguðspjall 8.42-51

Hundrað orða hugleiðing

„Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“ Hún hallaði sér að þessum orðum og þau voru traustur skjólveggur. Lengi hafði hún fylgt meistaranum álengdar og lagt orð hans á minnið. Fann alltaf djúpan sálarfrið þegar hún hlustaði á hann. Nú þráttuðu þessir þverhausar við hann. Þeir hlustuðu ekki og voru uppfullir af slúðursögum um hann sem þeir löptu upp úr samfélagsmiðlunum. Og þeir glottu dólgslega. En hún sat og hlustaði á hann tala kyrrum rómi og óttalausum. Samt var hún hrædd. Ekki sjálfrar sín vegna heldur hans. Hún var hrædd um líf hans sem gaf okkur eilífðina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús svaraði: „Ef Guð væri faðir yðar munduð þér elska mig því að frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki hef ég sent mig sjálfur. Það er hann sem sendi mig. Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt. Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gera það sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og hefur aldrei þekkt sannleikann því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu því hann er lygari og lyginnar faðir. En af því að ég segi sannleikann trúið þér mér ekki. Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að þér eruð ekki af Guði.“
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“
Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig. Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“

Jóhannesarguðspjall 8.42-51

Hundrað orða hugleiðing

„Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“ Hún hallaði sér að þessum orðum og þau voru traustur skjólveggur. Lengi hafði hún fylgt meistaranum álengdar og lagt orð hans á minnið. Fann alltaf djúpan sálarfrið þegar hún hlustaði á hann. Nú þráttuðu þessir þverhausar við hann. Þeir hlustuðu ekki og voru uppfullir af slúðursögum um hann sem þeir löptu upp úr samfélagsmiðlunum. Og þeir glottu dólgslega. En hún sat og hlustaði á hann tala kyrrum rómi og óttalausum. Samt var hún hrædd. Ekki sjálfrar sín vegna heldur hans. Hún var hrædd um líf hans sem gaf okkur eilífðina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir