Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“ Hún hallaði sér að þessum orðum og þau voru traustur skjólveggur. Lengi hafði hún fylgt meistaranum álengdar og lagt orð hans á minnið. Fann alltaf djúpan sálarfrið þegar hún hlustaði á hann. Nú þráttuðu þessir þverhausar við hann. Þeir hlustuðu ekki og voru uppfullir af slúðursögum um hann sem þeir löptu upp úr samfélagsmiðlunum. Og þeir glottu dólgslega. En hún sat og hlustaði á hann tala kyrrum rómi og óttalausum. Samt var hún hrædd. Ekki sjálfrar sín vegna heldur hans. Hún var hrædd um líf hans sem gaf okkur eilífðina.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“ Hún hallaði sér að þessum orðum og þau voru traustur skjólveggur. Lengi hafði hún fylgt meistaranum álengdar og lagt orð hans á minnið. Fann alltaf djúpan sálarfrið þegar hún hlustaði á hann. Nú þráttuðu þessir þverhausar við hann. Þeir hlustuðu ekki og voru uppfullir af slúðursögum um hann sem þeir löptu upp úr samfélagsmiðlunum. Og þeir glottu dólgslega. En hún sat og hlustaði á hann tala kyrrum rómi og óttalausum. Samt var hún hrædd. Ekki sjálfrar sín vegna heldur hans. Hún var hrædd um líf hans sem gaf okkur eilífðina.