Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.  Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Drottinn[ þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.“
Þetta varð svo að rættist það sem spámaðurinn sagði fyrir um:
Segið dótturinni Síon:
Konungur þinn kemur til þín,
hógvær er hann og ríður asna,
fola undan áburðargrip.
Lærisveinarnir fóru og gerðu sem Jesús hafði boðið þeim,  komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín en Jesús steig á bak. Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn. Og múgur sá sem á undan fór og eftir fylgdi hrópaði:
„Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“
Þegar Jesús kom inn í Jerúsalem varð öll borgin í uppnámi og menn spurðu: „Hver er hann?“
Fólkið svaraði: „Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu.“

Matteusarguðspjall 21.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Hann renndi ástúðlegum augum yfir söfnuðinn. Sagði síðan með leikrænum tilþrifum svo hver leit í skyndi á annan: „Hver er hann?“ Hann steig úr stólnum, eilítið fölur á svip og þögult fólkið horfði á hann. Meðhjálparinn sagði að þetta hefði verið áhrifaríkt móment: „Hver er hann?“ Hann settist við borðið og fékk sér gúlsopa úr vatnsflöskunni og sagði hugsi: „Það er ekki nóg að við svörum því að hann sé spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu. Hvað segir það okkur sem elskum hlaðborðin, líkamsræktina og Teslurnar? Við þurfum annað svar, nútímalegra, og ég vona að það finnist núna á aðventunni.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.  Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Drottinn[ þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.“
Þetta varð svo að rættist það sem spámaðurinn sagði fyrir um:
Segið dótturinni Síon:
Konungur þinn kemur til þín,
hógvær er hann og ríður asna,
fola undan áburðargrip.
Lærisveinarnir fóru og gerðu sem Jesús hafði boðið þeim,  komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín en Jesús steig á bak. Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn. Og múgur sá sem á undan fór og eftir fylgdi hrópaði:
„Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“
Þegar Jesús kom inn í Jerúsalem varð öll borgin í uppnámi og menn spurðu: „Hver er hann?“
Fólkið svaraði: „Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu.“

Matteusarguðspjall 21.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Hann renndi ástúðlegum augum yfir söfnuðinn. Sagði síðan með leikrænum tilþrifum svo hver leit í skyndi á annan: „Hver er hann?“ Hann steig úr stólnum, eilítið fölur á svip og þögult fólkið horfði á hann. Meðhjálparinn sagði að þetta hefði verið áhrifaríkt móment: „Hver er hann?“ Hann settist við borðið og fékk sér gúlsopa úr vatnsflöskunni og sagði hugsi: „Það er ekki nóg að við svörum því að hann sé spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu. Hvað segir það okkur sem elskum hlaðborðin, líkamsræktina og Teslurnar? Við þurfum annað svar, nútímalegra, og ég vona að það finnist núna á aðventunni.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir