Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Réttlæti okkar á að skína sem sól á himni hversdagsins en stundum kemur þessi sól ekki upp. Við horfum vonaraugum upp i steingráan himin og bíðum. Kunnugleg sólin virðist hafa sökkt sér í hyldýpi daganna. Við hröðum okkur svo á brott og bíðum hljóð næsta dags. Á leiðinni hugsum við einhverjum sem við erum ósátt við þegjandi þörfina og það urgar í sálinni. Þá hleypur skyndilega upp á himininn skær syngjandi geisli og orðin „verið skjót til sátta á lífsveginum“ birtast. Þú kemur til mín með lífið og spyrð hvort ég sé ekki að leita að því – réttlæti af trú.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Réttlæti okkar á að skína sem sól á himni hversdagsins en stundum kemur þessi sól ekki upp. Við horfum vonaraugum upp i steingráan himin og bíðum. Kunnugleg sólin virðist hafa sökkt sér í hyldýpi daganna. Við hröðum okkur svo á brott og bíðum hljóð næsta dags. Á leiðinni hugsum við einhverjum sem við erum ósátt við þegjandi þörfina og það urgar í sálinni. Þá hleypur skyndilega upp á himininn skær syngjandi geisli og orðin „verið skjót til sátta á lífsveginum“ birtast. Þú kemur til mín með lífið og spyrð hvort ég sé ekki að leita að því – réttlæti af trú.