Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist[ bróður sínum skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann hefur unnið til eldsvítis. Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

Mattesuarguðspjall 5.21-26

Hundrað orða hugleiðing

Réttlæti okkar á að skína sem sól á himni hversdagsins en stundum kemur þessi sól ekki upp. Við horfum vonaraugum upp i steingráan himin og bíðum. Kunnugleg sólin virðist hafa sökkt sér í hyldýpi daganna. Við hröðum okkur svo á brott og bíðum hljóð næsta dags. Á leiðinni hugsum við einhverjum sem við erum ósátt við þegjandi þörfina og það urgar í sálinni. Þá hleypur skyndilega upp á himininn skær syngjandi geisli og orðin „verið skjót til sátta á lífsveginum“ birtast. Þú kemur til mín með lífið og spyrð hvort ég sé ekki að leita að því – réttlæti af trú.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist[ bróður sínum skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann hefur unnið til eldsvítis. Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

Mattesuarguðspjall 5.21-26

Hundrað orða hugleiðing

Réttlæti okkar á að skína sem sól á himni hversdagsins en stundum kemur þessi sól ekki upp. Við horfum vonaraugum upp i steingráan himin og bíðum. Kunnugleg sólin virðist hafa sökkt sér í hyldýpi daganna. Við hröðum okkur svo á brott og bíðum hljóð næsta dags. Á leiðinni hugsum við einhverjum sem við erum ósátt við þegjandi þörfina og það urgar í sálinni. Þá hleypur skyndilega upp á himininn skær syngjandi geisli og orðin „verið skjót til sátta á lífsveginum“ birtast. Þú kemur til mín með lífið og spyrð hvort ég sé ekki að leita að því – réttlæti af trú.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir