Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeir vildu ekki að meistarinn ræddi við hana vegna þess að hún var ekki ein af þeim. En dóttir hennar skyldi ná heilsu hvað sem það kostaði. Nú var hann þarna, meistarinn frá Nasaret. Þögn hans var ísköld í fyrstu en hiklaust skyldi hún bræða hana vegna þess að í honum bjó lífið. Þó að hann kallaði hana hund eins og útvöldu trúargæðingarnir gerðu gjarnan þá var henni sama. Hundarnir bjarga sér og snögggleypa matarbita sem falla af borðum. Þess vegna komst hún í sjöunda himin þegar meistarinn áttaði sig loksins á feiknasterkri trú hennar sem bar dótturina til lífsins.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeir vildu ekki að meistarinn ræddi við hana vegna þess að hún var ekki ein af þeim. En dóttir hennar skyldi ná heilsu hvað sem það kostaði. Nú var hann þarna, meistarinn frá Nasaret. Þögn hans var ísköld í fyrstu en hiklaust skyldi hún bræða hana vegna þess að í honum bjó lífið. Þó að hann kallaði hana hund eins og útvöldu trúargæðingarnir gerðu gjarnan þá var henni sama. Hundarnir bjarga sér og snögggleypa matarbita sem falla af borðum. Þess vegna komst hún í sjöunda himin þegar meistarinn áttaði sig loksins á feiknasterkri trú hennar sem bar dótturina til lífsins.